FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

14. júlí 2011 | Rósa Margrét

Hæh, ég er semsagt komin heim og ætlaði bara aðeins að gera „enda“ á þetta blogg! Það var mjög gaman að koma heim og mjög gott óvænt party frá fjölskyldunni ! ég er bara í Reykjavík núna og keyri austur með Elvari í fyrramálið :) Búin að gera svo mikið sem ekkert í bænum en það er samt voða gaman að vera komin heim ! ekki eins erfitt og ég hélt en mig langar samt mjög mikið að fara aftur til Frakklands! <3 hérna fyrir neðan er blogg sem ég skrifaði þegar ég var á lokanámsskeiðinu mínu um helgina.

————-

Ég sit hér í herbergi 404 í heimarvistarbyggingu G og ætla að skrifa nokkrar línur. Ég er ekki með internetið svo ég set þetta inn þegar ég kem til íslands en það er semsagt kominn nýr dagur, dagur sem ég hef óttast í langann tíma þann 10. Júlí 2011 og klukkan er rétt að ganga tvö um nótt.

Síðustu tvær vikur eru búnar að vera virkilega skemmtilegar, ég er 100% viss um að seinasta vikan mín hér í Frakklandi var svo lang fullkomnust og ég er svo ógeðslega ánægð með allt…fyrir utan allt sem gerðist eftir gærkvöldið frá 7 að kvöldi til.  (ekki væmið)

Vikan 27.júní – 3.júlí: helgin fór í AFS helgi með fylkinu mínu og vikunni ákvað ég að eyða í að slaka á, fara í sólbað og ýmisslegt fleira. Ég hitti Irinju og Saami einn daginn þar sem við borðuðum á geðveikt krúttlegum mexíkönskum veitingarstað og kvöddum Saami mína sem fór til Japans í síðustu viku. Um helgina fór ég í afmælispartý hjá Camille sem var mjög gaman og eins og alltaf þá auðvitað gista allir.. guð hvað ég mun sakna þess!

Vikan 4.-10. Júlí: á þriðjudagsmorguninn fór ég til Salbris til Charlottar, við fórum í sund með nokkrum krökkum þar sem það var virkilega heitt úti.. hún ætlaði að koma og gista hjá mér en svo nenntum við því ekki þannig ég gisti hjá henni og svo fórum við heim til mín kvöldið eftir. Charlotte var hjá mér í tvær nætur og það var geðveikt gaman hjá okkur! Tókum eitt kvöldið í að vera ógeðslega miklar gelgjur, hún klippti og litaði hárið á mér, augabrúnirnar, neglur, maski, MYNDIR& fleirafleira! Á fimmtudagskvöldið fórum við í Partý sem var mjög gaman, tókum lestina heim klukkan 7 um morguninn og ég var bara búin að sofa í 2 tíma og hún ekki neitt svo við vorum geðveikt þreyttar…þegar við komum aftur heim til mín ákváðum við að eyða ekki seinasta deginum okkar saman í að sofa svo við gerðum endalaust af hlutum!!! Ooof gaman <3 !

Ég vaknaði klukkan 7 í morgun til að fara á lestarstöðina, öll fjölskyldan mín kom með og það var mjög skrítið að kveðja. Það var ekki of erfitt því ég held það sé útaf því að þetta gerðist allt saman svo hratt! Ég var með drullu mikið af farangri og ég veit ekki hversu margir hjálpuðu mér að drösla þessu!! Toppurinn var samt algjörlega þegar einn svíi kom og tók stóru ferðatöskuna mína fyrir mig en hann var einnig með eina svoleiðis fyrir sig og það var geðveikt fyndið hvað hann átti í miklum erfiðleikum með þetta!

Var komin til parísar um ellefu leitið og hitti alla skiptinemana í heimavistaskólanum sem við erum í, það var ekkert smá skemmtilegt að hitta alla sem ég kynntist fyrstu helgina mína hér og svo sér maður þau allt öðruvísi núna því við tölum frönsku! Það er voðalega lítið sem var planað í dag nema smá umræðuhópar en annars var partý sem var algjör snilld! Við erum svona 100-200 skiptinemar myndi ég giska svo það var geðveikt stuð! Á svo mikið eftir að sakna frönsku tónlistarinnar!!!

Þegar ég kom til parísar hitti ég stelpu sem ég man eftir að hafa séð á komunámsskeiðinu en haha geðveikt fyndið ég er svo mikill snillingur í staðin fyrir að kveðja vini mína fékk ég nýja vinkonu, hana Sofiu frá Guatemala! Við vorum saman yfir allann daginn og allt kvöldið! Fyndið hvað maður getur kynnst svona vel hratt en við ætlum að halda vináttunni okkar á skype! :)

Ég fékk smá sjokk þegar AFS sagði „hey þið hafið tíu mínútur til að kveðja alla vini ykkar“ allir byrjuðu náttúrulega bara að hágrenja og allt í klessu! Vorum síðan send inn í herbergin okkar, það var nú búið að bjóða mér í alveg nokkur „leynieftirpartý“ en þeim var bustað áðuren ég mætti á svæðið þar sem ég þurfti að skella mér á heilsugæsluna eftir skemmtilega atvikið mitt þegar ég flaug fram fyrir mig…VUUUUHU !

Klukkan er núna 02:18, ég ætla að fá mér smávegis í háttinn vegna þess að klukkan 4:30 muna Abigail, Hannah og allar Bandarísku vinkonur mínar fara og því mun ég þurfa að kveðja þær áður ! Irinja fer klukkan 6:30 og við ætlum að hafa smá kósý morgunpartý hjá mér og sjálf fer ég kl. 09:30, nokkuð kósý hef tíma í petit déj. Vona að ég verði ekki of þreytt þegar á landið mitt verður komið! Er þó að reyna að nýta hverrar sekúndu sem eftir er. Lífið mitt er of gott til þess að vera satt, það er kominn tími til að vakna upp frá þessum draumi. :(

———

svo vil ég bara segja takk fyrir mig, og takk þið sem voruð að fylgjast með mér ! ef það eru einhverjir framtíðar skiptinemar með spurningar þá megiði alltaf tala við mig á facebook :)

-Rósa Margrét Möller Óladóttir.

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

júní 2

26. júní 2011 | Rósa Margrét

Ég er vraiment fatiguée og er að pæla hvort ég ætti frekar að blogga eða pakka niður… ég ætti virkilega að fá mér smá svefn þar sem hausinn minn er að detta af úr þreytu eftir þessa helgi.

Ég ætla að hafa þetta létt og laggott.. það eru 13 dagar í að ég fari heim og ég er ógeðslega stressuð yfir því! Ég er alveg spennt yfir að koma heim en það er samt svo geðveikt skrítið að þurfa að kveðja allt þetta æðislega fólk sem ég er búin að kynnast hér. Þetta ár er búið að líða virkilega hratt!! Mér finnst eins og þetta hafi verið eins og draumur og ég er stressuð að þurfa að fara aftur í „lífið mitt“…ég get eiginlega ekki lýst þessu, maður þarf að hafa farið sem skiptinemi til að fatta þetta!

Júní er búinn að líða eins og einn dagur, Stella og Abigail voru hjá mér í nokkra daga og síðan fór ég með Stellu til Parísar. Ég gisti heima hjá Stellu ásamt Esteri, við gerðum geðveikt mikið af túristardóti ásamt því að hitta skiptinema og fara á fête de la musique! Það var geðveikt gaman á tónlistarhátiðinni þar sem það  voru tónleikar um ALLA borgina og þetta er eitthvað sem ég mæli virkilega vel með !

Ég uppgötvaði svolítið merkilegt í gær, var á AFS helgi og eins og alltaf gerum við helling af furðulegum leikjum sem í flest skiptin skil ég ekkert í en já í kvöldmatnum máttum við semsagt ekki tala frönsku. Það var enginn íslendingur á svæðinu svo ég þurfti að beita enskunni minni sem ég hef ekki notað í nokkuð langann tíma! Ég held að seinasta skipti sem ég talaði ensku var þegar Elsa var hjá mér en mér fannst mjög fynndið að ég bara gat varla talað, allt sem ég náði að ropa út úr mér var kolvittlaust og einhvernveginn breytti ég alltaf yfir í frönsku án þess að taka eftir því. Ég veit að ég skil meira í frönsku en ensku og ég er nokkuð mikið farin að halda að ég tali betur, get allavegana talað án þess að verða kjaftstopp!

Við máttum ekki tala frönsku því það var verið að láta okkur komast að því að það getur verið erfitt að koma sér aftur í móðurmálið þannig ef ég segi óvart eitthvað á frönsku þegar ég kem heim þá er það alls ekki viljandi…hihi

Veðrið er ekki alveg búið að vera að leika við mig hérna í júnímánuði, búið að rigna mikið og yfirleitt í kring um 20-25 en í gær fór hitastigið allt í einu í einhvað rugl. Ég veit ekki hvað gerðist en það semsagt fór upp í sirka 30 stig en svo í dag örugglega 35! ég held mér hafi aldrei liðið jafn illa þar sem við borðuðum úti, til allrar hamingju í skugganum en það var svo mikið logn að maður gat ekki hreyft sig yfir hita. Ég og Irinja tókum síðan lestina og þurftum að skipta um lest í Vierzon, það var klukkutíma bið svo við settumst á kaffihús en komum til baka og sáum að það var búið að seinka lestinni um hálftíma svo við settumst fyrir utan og það var nánast ekkert loft til að anda að sér, ég var dauðþreytt þar sem ég svaf eiginlega ekkert alla helgina og ég hélt það myndi líða yfir mig yfir loftleysis…LOKSINS þegar lestin kom settumst við inn í hana og ég hélt ég myndi kafna því það var svo heitt, tók upp bók til að reyna að búa til blævæng, röllti um lestina til að leita að glugga eða einhverju lofti, í hvert skipti sem lestin stoppaði settum ég og Irinja hausinn út því það var virkilega ógeðslegt loftið!!!! En já þrem mínutum áður en við fórum út úr lestinni kom lestarkallinn að tjekka á miðunum og sagði við okkur að þetta væri eini vagninn í lestinni sem vantaði loftkælingu! FRABÆRT! !!

En ekki lengra í bili, ég er þreytt og ætla að fara að lesa. Ég á bara tvær vikur eftir, á eftir að pakka öllu sem ég er með og AFS í Frakklandi er mjög strangt á farangri, ef við verðum með meira en 20kg í stóru ferðatöskunni þurfum við að taka hluti upp úr henni á flugvellinum og AFS tekur það :/

Ætla að reyna að taka mér smá pakkipásur til þess að kveðja vini mína, Saami fer til Japans í þessari viku svo við Irinja munum gera eitthvað með henni. Ætla að reyna að hitta vini mina úr bekknum nokkrum sinnum, því miður búa þau svo langt í burtu en ég fer allavegana í afmælispartý hjá vinkonu minni á laugardaginn svo ég hitti alla þar !

Peace and love (í 14 daga)

 

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

júní

10. júní 2011 | Rósa Margrét

Ég er eiginlega í sjokki yfir því að skólaárið mitt í frakklandi er búið. Síðasti skóladagurinn var í dag og ég get sagt ykkur stolt frá því að ég hafi fengið 13 í meðaleinkunn sem var með því hæðsta, ég hef reyndar ekki hugmynd um frá hverju þau mældu þar sem ég tók ekki þátt í mikið af prófum ! hehe en ég var allavegana glöð að í umsögninni minni var sagt að ég hafi gert mikla „efforts“ í frönsku og þau væru mjög ánægð með mig! Ég er líka mjög stollt af sjálfri mér að hafa náð þessu öllu saman, var kannski ekki það auðveldasta í heimi á tímabili en allt í allt er þetta besta ár sem ég hef upplifað.

Ég varð 18.ára síðasta miðvikudag og skemmti mér alveg yndislega! Ég ákvað að fara ekki í skólann þar sem ég hefði bara átt að fara í einn tíma svo í staðinn bjó ég mér til geðveikann morgunmat sem voru pönnukökur með bráðnum osti og skinku (mamma og pabbi við munum hafa það oft í matinn þegar ég kem heim). Um hádegið skellti ég mér til Romorantin og hitti Irinju. Við hittumst ekki oft núna svo það var gaman með henni og klukkan fjögur tók ég lestina heim..sem var kannski frekar tilgangslaust því þegar ég var búin að vera heima í svona 10 mínutur fór ég aftur til Romorantin ! í þetta skiptið var það til þess að „sækja“ Charlotte vinkonu mína, hún býr í hinum endanum á lestarlínunni semsagt í Salbris sem þýðir að hún tekur lest einn og hálfann tíma til að koma til mín… þegar við vorum síðan komnar til Gièvres fórum við ásamt hóst mömmu minni og hóst bróðir til Tours. Þar hittum við Jean-Michel og Aurelien og við fórum öll út að borða í tilefni dagsins. Ég skemmti mér mjög vel og um kvöldið gisti Charlotte hjá mér.

Í gær ætluðum við í skólann klukkan 9 til að hitta stelpurnar en þegar það voru tíu mínutur í að lestin myndi fara ákváðum við bara að sofa lengur. Ég var svo sniðug, Charlotte bað mig að senda hinni Charlotte sms um að við myndum koma með lestinni í hádeginu og ég sem var svo þreytt sendi það sms á vittlausa Charlotte svo það varð smá pirringur úr því að við létum ekki vita af okkur..hih ups!

Í hádeginu kom Anthony að sækja okkur í lestina og við löbbuðum á McDonalds, þar voru allar stelpurnar og hellingur af strákum úr bekknum sem var rosa fínt, vona good-bye hádegismatur þar sem þetta var næst síðasti skóladagurinn! Við fórum í frönskutíma eftir hádegið og síðan heim til mín, höfðum einn klukkutíma til að gera okkur tilbúnar, sturtu og allt en gleymdum að borða sem var kannski ekki vel gert ! tókum svo við lest í bæ sem ég man ekki alveg hvað heitir og um klukkutíma seinna kom vinur hennar að sækja okkur og við fórum til Tours í smá partý með nokkrum strákum sem var mjög gaman!! þetta var í íbúð hjá tvem strákum og við vöknuðum klukkan 6 í morgun og löbbuðum á McDonalds..ég elska svo mikið Tours, þetta er sko „litla parís“ og það er ALLTAF svo mikið líf í þessari borg! Klukkan 7-8 í morgun voru hellingur af fólki á rölltinu og á McDo og ég skemmti mér mjög vel þegar það komu alltaf einhvað þunnt fólk sem nennti ekki að kaupa sér neitt og bað okkur um kóðann að klósetinnu…ef þið farið á McDo í Tours þá er hann 0789 hehe ég gleymi því sko ekki !

Vorum svo komnar heim til mín um tvö leitið í dag og fórum beint til Romorantin að hitta krakkana í skólanum. Við fórum á barinn og þar sem þetta var síðasti skóladagurinn voru allir í voða skemmtilegu blauti-skapi og varð ég rennandi því það voru allir með vatnsbyssur.. og svo skvetti barþjónninn úr vatnsflösku yfir alla og hann var að gefa nammi og svala.. hann er svo mikið æði ! haha

En já síðasti mánuður er bara búinn að vera mjög æðislegur…man kannski ekki allt en einn miðvikudag fór ég með Irinju og Fionu í leikhús að sjá listaverk gamla bekkjarins míns, semsagt dansinn sem ég var alltaf svo kvíðin fyrir. Ég bjóst við verra en ég verð eiginlega að segja bravó ! gisti svo hjá þeim þetta kvöld sem var mjög skemmtilegt :)

Fólk gat ekki hætt að setja statusa um Hangover 2, eða Very bad trip 2 eins og hún er kölluð hérna megin svo ég ákvað að skella mér líka ! fór með Fionu hóst systir Irinju, gisti svo hjá þeim og daginn eftir var ég með Fionu allann daginn sem var kosy :) … vorum að labba niðrí bæ og þá kom SES kennarinn minn sem ég get ekki hætt að tala um og var eitthvað að öskra út um gluggann „ROSA ROSA ROSA“ og svo nokkrum dögum seinna hitti ég hann uppi í skóla og hann sagði: ég ætlaði að stoppa bílinn minn og bjóða þér og vinkonu þinni til Orlèans með mér, þið gætuð bara gert það sem ykkur langaði yfir daginn og svo myndum við koma til baka um kvöldið..svona til að sjá aðrar borgir ! haha hann er ÆÐI !

Irinja er búin að koma til mín síðastliðna miðvikudaga því það er alltaf frí eftir hádegi og erum við að vinna að vídeói fyrir AFS. Ég ákvað samt síðan að ég geri mitt eigið video og hún sitt og ef þetta verður eitthvað skemmtilegt þá set ég það á facebook…

Ég lofa að blogga áður en ég kem heim, líka mjög gott fyrir mig þar sem ég er ekki sú duglegasta í að skrifa í dagbókina mína sem hefur beðið mín síðan í Mars! ég á ekki mikið eftir, því miður! Klukkan 8 í fyrramálið tek ég lestina til Tours og hitti Stellu (ísland) og Abigail (usa)! þær koma með mér heim og svo um kvöldið koma Irinja og Fiona (Frakkland) líka. Þetta er svona smá afmælis-náttfatapartý sem verður bara gaman :) Abigail verður hérna annaðhvort fram að þriðjudag eða miðvikudag og Stella fram að fimmtudag. Á miðvikudaginn ætlum ég, Stella, Abigail og kannski Irinja til Blois að hitta Magdalenu (Austurríki) og Adriönu (Guatemala).

Síðan á fimmtudaginn tökum ég og Stella lestina til Salbris, síðan Orlèans. Ætlum að vera í Orlèans yfir daginn, borða kínverskann mat (án djóks það besta sem ég hef fengið) og svo um kvöldið förum við til Parísar ! hittum Esteri (ísland) og förum svo heim til Stellu. Þessi vika í parís á eftir að vera geggjuð!!!!

Þegar ég kem heim frá París verð ég einn dag hérna, gisti kannski hjá Charlotte daginn eftir og svo síðasta AFS helgin mín. Ég hlakka mjög mikið til að fara á þessa AFS helgi því ég er eiginlega ekkert búin að hitta hina skiptinemana síðan í Apríl ! svo eru það bara tvær yndislegar vikur hér í góða veðrinu, afmæli hjá Camille sem verður sennilega kveðjustundin mín en mig langaði að reyna að hafa partý eða allavegana eitthvað fyrir frönsku vini mína rétt áður en ég fer heim!

Fékk lestarmiðann minn í pósti í gær, ég kveð þetta líf laugardaginn 9.júlí 2011 klukkan 9.44 !! tek lestina með Irinju til Orlèans og svo París, verðum þar í eina nótt með öllum hinum skiptinemunum og eins og ég sagði í síðasta bloggi lendi ég á íslandi sunnudaginn 10.júlí 2011 klukkan 14.45 !

Ást á ykkur !
Rósa Margrét Óladóttir

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

maí

16. maí 2011 | Rósa Margrét

Þessi færsla er læst. Sláðu inn aðgangsorð hér að neðan til að skoða færsluna.

Posted in Óflokkað | Sláðu inn aðgangsorð til þess að skoða ummæli

apríl

15. apríl 2011 | Rósa Margrét

Það er næstum komin mánuður síðan seinast svo ég hef ákveðið að henda í eitt gott blogg. Tíminn flýgur og mig langar að fara að grenja í hvert skipti sem ég átta mig á hversu stutt er í að ég komi heim!

Ég er komin í páskafrí eins og þið eflaust líka, plön mín eru ýmissleg t.d. fæ ég góða heimssókn í 10 daga, Gabriella (Ohio) kemur sennilega í eina viku hingað, Romo, Tours (að vana), Orlèans, París og svo má ekki gleyma að djamma french style :D

Um daginn fór ég til Tours og hitti þar Berglindi og Esteri, tvær aðrar íslenskar stelpur sem komu á sama tíma og ég út. Það var ekkert smá gaman að hitta þær eftir þessa 7 mánuði og tala íslensku að nýju! það er alveg stórfurðulegt hvað við höfum ekkert hisst áður þar sem við búum í aðeins tveggja tíma fjarðlægð!

Fyrir tvem vikum fór ég í mitt fyrsta alvöru franska partý.. var búin að fara í partý en það var með einhverjum sem ég þekkti ekkert en þetta var með öllum frönsku vinum mínum og það var ekkert smá gaman! það var svo gaman að við leigðum annann sal og erum að fara að halda annað partý í næstu viku með fleira fólki ! haha en já þetta var semsagt afmæli hjá vinkonu minni sem heitir Dina og mig langaði að fara að gráta við afmælisgjöfinni hennar, allir í partyinu gáfu jafnmikinn pening og við keyptum helling handa henni og svo var gert video með helling af myndum, minningum og sumir að tala inná það…ég talaði inná það en samt doldið vandræðalegt þegar einhverjir koma uppað mér og segja að hreimurinn minn sé awesome ! haha ! en já það er semsagt þannig í frönskum partýum að það gista allir í partýinu svo það þarf enginn að fara að væla ef einhverjir æla… hihihi !

Síðustu helgi var AFS helgin, þriðja helgin mín á skiptinema árinu af fjórum. Mér fannst alltaf svo leiðilegt á þessum helgum en þessi var geðveikt skemmtileg ! gerðum helling af mjög skemmtilegum hlutum og svo erum við öll farin að þekkja hvort annað svo vel ! mér finnst eins og skiptinemarnir sem komu í september séu syskini mín eða eitthvað ! ég elska þau allavegana mjög mikið ! er líka búin að kynnast helling af frönskum krökkum í gegnum þetta og svo eru alltaf að bætast nýjir skiptinemar í hópinn.. það er ein stelpa frá kanada sem á íslenskann kærasta! Mér finnst það kúl hehe.

Á AFS helginni vorum við látin skrifa bréf handa okkur sjálfum, þetta er semsagt bréf sem við skrifum nafnið okkar á umslagið og síðan þegar við verðum komin heim sendir AFS bréfið til okkar og þá getum við séð hvað við vorum að hugsa eftir 7 mánuði í Frakklandi. Mjög stolt af mér að hafa skrifað allt á frönsku (4bls) en þetta var mjög sorglegt en ég, Hannah (USA), Irinja (Finnland) og Magdalena(Austurríki) sátum þarna nánast í tárum yfir því að skrifa í bréfið setningar eins og „þetta verður allt í lagi“ … ég er svo langt frá því að vilja koma heim þar sem ég er búin að eignast algjörlega nýtt líf hérna sem er bara æði og það verður svo erfitt að kveðja! Svo skrifuðu skiptinemarnir eitthvað í bréfið til mín sem ég fæ svo að sjá þegar ég kem heim :)

Ég var mjög ánægð með það að við vorum látin draga miða sem var annaðhvort A,B eða C og ég fékk B..var svosem ekkert að pæla meir í því en þetta var semsagt Hvar við áttum að sitja í kvöldmatnum. Það voru þrír A miðar, 6 B miðar og svo allir hinir í C sem eru sirka 35 manns og það var verið að sýna okkur (aðallega þeim sem eru að fara sem skiptinemar) að það eru ríkar fjölskyldur og síðan fátækar fjölskyldur og maður þarf að sætta sig við það. Þeir sem voru í A fengu salat og foie gras (mjög hátíðslegur forréttur)..síðan fengu þau reyktann lax með sósu og ístertu í eftirrétt. Ég, í B fékk salat í forrétt, svínakjöt og geðveikann kartöflurétt í aðalrétt og síðan búðing í eftirrétt. A og B borðin voru í miðjunni og á meðan við borðuðum með kókið okkar sátu C krakkarnir í kringum okkur dauð af hungri og öskrandi og vælandi og það eina sem þau fengu voru hrísgrjón með einhverjum hnetum í…hahahha allur kvöldmaturinn þeirra!

Annars er allt gott að frétta úr skólanum, eins og alltaf ! bekkurinn minn ennþá ótrúlega skemmtilegur og ég er alltaf jafn dugleg að skrópa í stærðfræðipróf! Í dag hélt ég kynningu um ísland í ensku renforce en náði ekki að klára því allir voru svo áhugasamir að spyrja spurningar þannig ég klára eftir páskafríið. Held svo líka kynninguna í Ensku því mig langaði að hafa hana líka fyrir bekkinn minn:)

Hagfræðikennarinn minn elskar mig alltaf jafn mikið og í dag þegar hann las upp nafnið mitt sagði hann Rósa, komdu aðeins hingað..og ég fór uppað töflunni til hans og hann sagði je suis content sem þýðir ég er glaður og ég bara HA? Og hann sagði sko je suis content quand t‘es la, je ne suis pas content quand t‘es pas la ! hahaha semsagt hann sagði ég er glaður þegar þú ert hér, ég er ekki glaður þegar þú ert ekki hér. Svo labbaði hann eitthvað út úr stofunni og einn strákur var með lykilinn og læsti kennarann úti sem var geðveikt fyndið því hann er svo furðulegur og svo kom hann aftur inn og læsti stofunni og þegar við ætluðum að fara út í lok tímans sagði hann Rósa koddu þú mátt fara fyrst út ! svo er hann alltaf að spjalla þegar hann hittir mig á göngunum og bara nefnið það….hahaha

Ég hef örugglega fullt fleira að segja en ég bara nenni því ekki, ég spjalla við ykkur þegar ég er komin heim ! hihih nei djók, geri kannski annað blogg í maí <3

Ástarkveðjur,

Rósa Margrét

Posted in Óflokkað | 4 ummæli »

« Fyrri færslur