FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

Je parle trés peu le français :)

16. ágúst 2010 | Rósa Margrét

Hææ :D ég hef ákveðið að opna þessa fííínu bloggsíðu svo sæta og fallega fólkið mitt geti fylgst með því rugli sem ég á eftir að lenda í úti í frakklandinu :) Við erum sex stúlkur sem förum til Frakklands og leggjum við af stað aðfararnótt 3.september kl. 01.05 ásamt spánardömunum tvem. Flugið tekur um 3 og hálfann tíma og lendum við á Charles de Gaulle flugvellinum í parís klukkan 06.30 að staðartíma. Það sem næst tekur við er þriggja daga orientation sem fer fram í París, ég er ekki alveg viss hvað verður gert þar.. allavegana kynnst þessum 280 skiptinemum frá 30 löndum, kynnst landinu og svo farið í skoðanaferð um París þar sem verður m.a. farið og kýkt á Eiffel turninn :D

ég er ekki komin með fjölskyldu ennþá og veit þess vegna ekki í hvaða hluta Frakklands ég mun vera. Ég fer í Menntaskóla fyrir 15-17 ára (lycée) og er honum skipt í 3 ár: Seconde, Premiére og Terminale. ég held ég fái ekki að velja en það er líklegast að eg verði á milli árinu. Skólinn byrjar í September og endar í byrjun Júlí.. skólinn er yfirleitt frá 8-5/6 nema á miðvikudögum (og stundum laugardögum) er maður hálfann daginn. en þrátt fyrir allann þennann tíma í skólanum er ég nokkuð sátt með fríin sem Frakkarnir taka sér: Vacances da la Toussaint (10 dagar í endann á Október), Vacances de Noel (jólafrí í 2 vikur), Vacances d’hiver (2 vikur í endann á febrúar) og svo Vacance de Printemps (páskafrí, 2 vikur). hihi

Annars lýst mer bara nokkuð vel á þetta allt saman, aðeins 13 dagar í Reykjavík og 17 dagar í Frakkland og ég veit ekki hvort ég sé meira stressuð eða spennt hehe :)

Vouz me comprenez?

Posted in Óflokkað

2 ummæli

  1. Abba

    *Vous
    Je te comprends parfaitement (;
    Líst líka nokkuð vel á fríin hjá þér! :O :D

  2. Jóhanna

    flott blogg