FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

fjölskylda :)

24. ágúst 2010 | Rósa Margrét

Hæ, ætla að skrifa smá í tilefni þess að ég er komin með fjölskyldu í frakklandi. Ég verð í litlum 2000 manna bæ sem heitir Gièvres. Hann er staðsettur í Loir-et-cher sem er í Centre fylkinu (sirka miðju landinu).

Fjölskyldan samanstendur af fjórum aðilum: pabbinn heitir Jean Michel (55) og hann vinnur við eitthvað sem heitir Commercial attaché. Mamman heitir Christelle(61) og vinnur sem business manager. Síðan á ég tvö syskini, systir mín heitir Pauline og er fædd 2000 og bróðir minn heitir Alexis og er fæddur 1997. Ég er búin að sjá myndir af fjölskyldunni og smá af húsinu. Mér sýnist húsið vera alveg nokkuð stórt, ég verð í sérherbergi með fataskáp, skrifborði og stóru rúmi. Skólinn minn heitir Lycée Claude de France. Hann er staðsettur í 18000 manna bæ sem heitir Romorantin-Lanthenay og er í 13km fjarlægð frá Giévres.

Berglind og Ester Inga eru bara c.a. 100 km frá mér sem er bara æði og ég var líka að tala við host mömmu mína og hún sagði að þau fara reglulega til Parísar sem er bara 240km í burtu og auk þess eiga þau ættingja um allt frakkland m.a. uppí fjöllum þannig að þau fara stundum þangað á skíði :D Það er lika tveggja vikna frí í Október sem þau eru búin að ákveða að fara með mig til vinafólks í suður-Frakklandi (Marseille, Cannes, Saint Tropez)

Annars lýst mér rosalega vel á þetta, get ekki beðið eftir að fara út! nú er það bara að pakka pakka pakka, busaball á föst og Reykjavík á sunnud. þetta er allt svo gaman! :D

Posted in Óflokkað

5 ummæli

 1. Audda frú Begg

  alveg hreint frábært blogg :)…. en djöfull er mamman gömul hehe :)

 2. rosamargret

  pabbinn er eldri.. sko hun er fæddárið 61 og hann 55;) þannig þau eru 49 og 55 ára :)

 3. Audda frú Begg

  Haha hlaut að vera ;)

 4. Friðrik Bjartur

  Mikið var að þú fékkst fjölskyldu:)

 5. Jóhanna

  geeðveikt! :)