FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

íslenskir stafir…þæö

29. september 2010 | Rósa Margrét

Hæhæ, ég nennti ekki að blogga í byrjun vikunnar því ég vildi bíða eftir nýju tölvunni minni sem er loksins komin og ég er geðveikt ánægð með hana! ég er búin að vera hérna í 3 og hálfa viku og mér finnst mjög skrítið hvað tíminn flýgur!

Skólinn er búinn að vera nokkuð venjulegur síðustu daga.. ég er búin að komast að því hvað Ed.Civiq.jurdiq.soc er, ég er semsagt að læra eitthvað tengt lögfræði og pólitík, vúhúú. Og já stærðfræðin er einhverskonar gagna fræði, þessvegna erum við alltaf í tilgangslausum excel verkefnum. ég er búin að fara í þrjú próf, í sögu, frönsku og ensku. Ég vissi ekki af þessu söguprófi vegna þess að ég skil ekki mikið í þeim tímum en kennarinn bað mig að skrifa allt sem ég kynni á frönsku og eitthvað smá á ensku líka. Í frönsku var próf úr einhverri heimsspeki bók sem við erum búin að vera að lesa en ég gerði ekkert í því þar sem ég skildi ekki spurningarnar, en kennarinn sagði að við þyrftum ekki að gera þetta. Enskuprófið var hinsvegar mjög erfitt. Kennarinn nýtur þess svo að pynta okkur skiptinemana og þessvegna fengum við ekki sama próf og hinir í bekknum.

Síðasta fimmtudag var verkfall (Gréve), frakkar mótmæla hækkun á ellilífeyrisaldri úr 60 í 62. Ég skrópaði í ensku með hinum stelpunum í bekknum án þess að vita að við værum að skrópa en við fórum í einhverja skrúðgöngu í bænum. Í hádeginu fórum við á McDonalds vegna þess að matsalurinn var lokaður vegna verkfallsins og stelpurnar í bekknum ætluðu þá að skrópa í stærðfræði því einn tími er of lítið fyrir hádegismat en við skiptinemarnir vildum ekki skrópa, fórum í tímann en þá var kennarinn að taka þátt í verkfallinu svo ég og Saami fórum bara á McDonalds með stelpunum en Irinja fór heim. Í “tilefni verkfallsins” horfðum við á friends með alvöru röddum leikaranna í ensku renforce, varð svolítið hissa á því að Saami hefur aldrei heyrt um friends áður, btw. Ég er með kveikt á því akkúrat núna :)

Ég er mesti snillingur í heimi, mér finnst ekki mjög auðvelt að sitja í þýskutímum vegna þess að þó ég elski kennarann þá skil ég ekki neitt og host mamma mín lét skrá mig úr því og ég þarf ekki að taka neitt í staðin. Því er ég búin að breyta stundartöflunni minni þannig að ég er frá 9-18 á mánudögum, 8-12 á þriðju- og miðvikudögum, 11-18 á fimmtudögum og 8-16 á föstudögum. Síðan er ég í svona trilljón eyðum inn á milli og ég elska stundatöfluna mína og ég elska að ég fæ að sofa til 10 á morgun en ekki 7 eins og venjulega!!!

Á Laugardaginn fór ég til Orléans með Christelle og Alexis að hitta AFS, við erum sirka 12 í fylkinu (Bara einn strákur) ! Okkur var skipt í hópa, ég var með Gabriellu frá Ohio, Rachel frá Ástralíu og frönskum sjálfboðaliða sem var í Costa Rica. Skildi nú varla verkefnið en við þurftum að finna staði í Orléans og taka myndir af okkur á stöðunum. Eftir sirka fimm staði gáfumst við upp, sameinuðumst nokkrir hópar, fórum í leiki og skoðuðu okkur um. Liðið mitt lennti í síðasta sæti. Haha. En eftir þetta vorum við bara að spjalla í svona tvo tíma um fjölskyldurnar okkar, skólann og fleira. Ég hafði ekkert til að kvarta undan minni fjölskyldu en það voru ekki allir í þeirri stöðu, því miður. á leiðinni heim frá Orléans á Laugardagskvöldið stoppuðum við hjá systir Jean-Michel og manninum hennar, við borðuðum hjá þeim dýrindis kjúkinga-pasta.

Ég gerði ekki mikið á sunnudaginn, fór með fósrturfjölskyldunni minni til Romorantin í afmæliskaffiboð til Irinju, það var mjög fínt. Þetta var semsagt surprise afmæli en ég veit ekki hvort hún hafi fattað það, hehe. allt er eitthvað svo surprise hjá okkur þegar við skiljum ekki hvað er í gangi ;)

Þegar ég mætti í skólann á mánudaginn var grenjandi rigning, ég kýkti aðeins inn áður en hliðið lokaðist og það var gjörsamlega allt í ógeði á gólfinu útaf rigningunni og auðvitað fer maður ekki úr skónum hér. Beið með bekknum eftir rútunni og við vorum á leiðinni í kastala sem heitir Chambord og er 40mín frá Romorantin. Ég held ég hafi aldrei komið áður í kastala svo ég vissi ekkert hvað við værum að fara að gera. En við fórum í risastórann sal og vorum á dansnámsskeiði frá 9-17. Þetta var nú ekki alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert um æfina en þetta voru einhverjar mjög skrítnar æfingar og við áttum að tjá okkur með líkamanum á mjög skrítinn hátt. Í þessu tjáningardæmi áttum við að gera stutt leikrit þar sem við notuðum bara líkamann en ég skildi ekki hvað ég átti að leika, haha! Fengum síðan að skoða kastalann aðeins og við fórum inn í einhver nokkur herbergi og þurftum að skrifa niður það sem við sáum og sýna fyrir framan bekkinn þar sem við sýndum „lýðan“ okkar með líkamanum út frá hlutunum. Þetta var eitt það furðulegasta sem ég hef gert.

Fjölskyldulífið er mjög gott, mér líkar alltaf betur og betur, og ég gjörsamlega elska matinn hérna. Um daginn fann ég ritz kex í búðinni svo ég ákvað að fá mér ost með matnum.  Það er geðveikt gott en þó mér er núna alltaf boðið ost eftir matinn þá kann ég að hemja mig og geri þetta bara einstöku sinnum! Síðasta þriðjudag fór ég í hjólatúr með Christelle og Alexis, við hjóluðum í sirka tvo klukkutíma og þá sá ég hvernig Giévres er geðveikt fallegur bær! Ég elska að hjóla hérna því allt er svo slétt og fallegt!

já ég má ekki gleyma því síðasta en ekki sísta (segir maður það ekki?) allavegana þá dreymdi mér í gær alveg svakalega skondinn draum, það var semsagt þannig að ég var komin heim til Íslands, ég var nátturulega orðin svo vön þessu kyssa á báðar kynnarnar og var að fara að hitta Jóhönnu. ég var geðveikt stressuð yfir því vegna þess að ég vissi ekki hvort ég ætti að kyssa hana á báðar kynnar, knúsa hana eða segja bara kaldhæðnislegt Hæ eins og íslendingar gera oftast…. en þegar ég hitti hana í draumnum mínum gerði ég ekkert af þessu, heldur beit ég hana geðveikt fasst í kynnina!!! haha sorry Jóhanna mín og til hamingju með afmælið! og Alex lika!!!

ég ætlaði að setja myndir í bloggið en netið er svo hægt og ég fattaði að tölvan er stillt á íslenskann tíma þannig ég þarf að fara að sofa!!…bonne nuit!

Posted in Óflokkað

6 ummæli

 1. Jóhanna

  jess! nýtt blogg :)
  haha þessi draumur .. een takk fyrir ammó kveðjuna :)
  gott að þú hefur ekki undan neinu að kvarta þarna úti, og að allt sé gott og blessað!
  ps. hlakka til að eiga skype deit við þig bráðum.

 2. Friðrik Bjartur

  Varla ertu orðin svo frönsk að þér finnst eðlilegra að kyssast helduren að heilsa bara með hinu óvandræðalega smithættulausa hæ-i?
  en annars flott blogg bara, og gott að þú sért komin með tölvu:)

 3. Pabbi

  Falleg vinna
  Ferðu þá að fíla rauðvínið næst :)
  Skemmtu þér vel um helgina

 4. Rósa

  Friðrik þetta er mjög sniðug hefð, þú ættir ekki að vera að dissa hana því ég ætla að taka hana upp á íslandi einn daginn. og pabbi eins og ég segji alltaf þegar það er spurt mig hvort ég vilji fá sterkari osta: Â bientôt!!! efast samt um að mér eigi eftir að líka við rauðvínið…

 5. kristrún

  vá ég kemst ekki yfir það hvað þú ert góður bloggari :)
  gaman að heyra frá þér stelpan mín :*

 6. Andrea

  sæl, ég ætla að kommenta því mig sárvantar nýtt blogg :) ég er að vinna í bréfi sem ég ætla að handsenda með hjálp póstmanni og flugvél :) faleg blogg og láttu þér lýða vel :) love þín eldri systir Andrea