FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

très bien

6. október 2010 | Rósa Margrét

Bonjour… ég ætla að reyna að blogga smá hérna og tala þá sem minnst um skólann! Haha mér finnst ég ekki gera annað en að tala um þennann skóla en ég held það sé þá bara vegna þess að ég er alltaf í honum! Þið fáið samt eina skólasögu..sú saga átti sér stað í frönskutíma og ég hélt einhvernveginn að ég væri að horfa á mynd því þetta var eitthvað svo óraunverulegt. Það var semsagt þannig að ég var að dunda mér að skrifa eins og í öllum frönskutímum þegar stelpan fyrir framan mig stendur upp úr sætinu sínu af öllum krafti og stóllinn skýst í borðið mitt… ég fór að fylgjast með og hún labbaði upp að kennaranum, lét símann sinn á borðið og settist aftur. Síðan fóru þær tvær eitthvað að öskra á hvor aðra á frönsku sem ég skildi ekki en stuttu eftir það tekur kennarinn símann og hendir honum í ruslið! Haha ég var alveg gáttuð en eftir að kennarinn gerði það stóð stelpan upp, tók dótið sitt og ætlaði að strunsa út þegar kennarinn kom og eiginlega hrinnti henni út!!! Haha ég vissi ekki hvað ég ætti að gera en þetta var semsagt útaf því að stelpan var að skoða sms sem hún hafði fengið!

Ég var að reyna að downloada msni í nýju tölvuna mína en það var alveg svakalegt vesen! Fyrst virkaði það aldrei en síðan fann ég eitthvað sem hét msn 7,5 og hugsaði þetta er örugglega rosa fínt. Var rosalega glöð þegar það virkaði að downloada því en svo vildi tölvan ekki opna það því það var of gamalt! En svo loksins náði ég að downloada msni sem virkar og þetta er einhvað 2011 msn sem er mjög töff, það er tengt við facebook þannig ég get skoðað facebookið inná msninu og talað við alla sem eru online á facebook eins og ég sé að tala við þá á msn. En það er ekki það sem er merkilegt…á nýja msninu gleymdi ég að skrifa einhverjar tölur svo ég byrjaði að senda út víruspósta hægri vinstri og fékk nokkrar fyrirspurnir um Viagrað sem ég væri að selja! Hahaha, því miður hef ég ekkert viagra handa ykkur en þið megið endilega láta mig vita ef þið fáið aftur svona póst!!!

Á föstudaginn var ég búin kl. 4 og beið þá eftir Irinju til 6 því hún þurfti að fara í þýsku.. það var ekkert alslæmt því ég fór bara í tölvurnar og kýkti aðeins á heimanámið. Christelle kom og sótti okkur því Irinja var að fara að gista hjá mér :) það var mjög gaman hjá okkur! Við bökuðum pizzu með íslensku uppskriftinni minni en hún kom allt allt öðruvísi út og ég held hún hafi bara verið betri! Veit ekki afhverju en samt var pitsusósan ekki góð, ég fann enga góða í búðinni….samt gott :) Ég skemmti mér líka alveg svakalega þar sem við vorum bara fjögur og spjölluðum við matarborðið í svona einn og hálfann tíma og ég skildi allt og gat líka tjáð mig fullt!! Það var æði :D Um kvöldið vorum við bara að spjalla og ég sýndi henni How I met your mother því hún hefur aldrei séð það áður!!

Á Laugardeginum borðuðum við alveg svaka sniðugt kjöt! Það var semsagt hrátt kjöt og við vorum með svona pinna sem við stungum kjötinu í og ofan í pott og þá steiktist það á no time! Þetta var geðveikt gott og núna er ég örugglega að segja það í billjónaðasta skiptið en maturinn hérna er bara geðveikt góður! Ég elska hann!! Er samt ekki farin út í ekta fromage……….a bientot!!!! Haha :)

En við heimsóttum líka kastala á laugardaginn sem var mjög fallegur. Við fengum síma sem við gátum hringt í númer á hverju herbergi þannig við fengum enskann guide! Hehe en ég gerði ekkert mikið um kvöldið nema bara njóta lífsins! Á sunnudaginn hélt ég uppá það að hafa verið hérna í einn mánuð með því að vera á náttfötunum allann daginn og hafa það mega cosy! Bara gaman!

Á mánudaginn var kennarinn veikur fyrstu tvo tímana þannig að ég fór bara á barinn með bekknum, ég hef aldrei pælt í því hvort það sé áfengi selt á þessum bar og hvað þá á morgnanna. Ég og Irinja vorum smá mikið hissa þegar nokkrir úr bekknum keyptu sér einhvern tequila bjór sem var 6% klukkan 9 um morguninn á skólatíma! Haha og þeim fannst ekkert jafn eðlilegt!

Fyrsti skólaíþróttatíminn minn var líka á mánudaginn, við verðum í körfubolta þangað til lok nóvember eins og ég held ég hafi sagt áður. Það er mikill munur á skólaíþróttum á íslandi og í Frakklandi. Í ME mætir helmingurinn í tímann sjálfann en hinn helmingurinn biður um að „fara út að labba“ = fara upp á vist í tölvuna. Hér væri ekki hægt að taka það í mál heldur þurfa allir að vera með, ég veit ekki hvort þeim finnist það skemmtilegt en þau eru allavegana mjög alvarleg um að vinna og spila geðveikt vel og bara taka fullann þátt! Ég hef ekki farið í íþróttatíma sem svona margir eru spenntir fyrir honum síðan ég var í Egilsstaðaskóla, haha :) …já og eftir íþróttatímann eru allir svaka sveittir og hoppa yfir í venjulegu fötin sín, engin sturta!

í gær fór ég beint til Gièvres eftir skóla og bakaði geðveikt góða kanilsnúða, án djóks þeir hafa aldrei verið jafn góðir hjá mér og þeir slóu algerlega í gegn hjá þeim sem smökkuðu!! :) Í dag eftir skóla fór ég í mat með Saami og skellti mér síðan á badminton æfingu! Ég ætlaði að æfa tennis en langaði frekar í babbó :) Krakkarnir í babbóinu eru voða næs og ég held ég hafi bara staðið mig ágætlega þrátt fyrir að slá eina stelpuna með spaðanum í hendina svo hún þurfti að kæla hendina! Núna er ég hinsvegar að drepast í hægri hendinni! Hún er algjörlega máttlaus og ég á erfitt með að lyfta hlutum og svo titrar hún endalaust…hehe vona að þetta verði búið að lagast fyrir næstu æfingu!

Svona fyrst ég er ótrúlega stoltur íslendingur ætla ég aðeins að tala um veðrið….síðustu daga er það bara búið að vera nokkuð venjulegt, skýjað og 10-20 stiga hiti og stundum rigning. Á morgun og föstudaginn verður yfir 25 stig og sól sem þýðir bara út að hjóla og sóla! haha Vúhú!! :D

En hérna eru nokkrir tilgangslausir punktar

- Evran hækkar bara og hækkar…ansk.helv
- Ísland er ekki talið hluti af evrópu afþví að það er ekki í evrópusambandinu.
- Þá eru frímerkin dýrari en til hinna evrópulandanna!
- Ég er alltaf minnst í öllu á íslandi en hérna er ég bara venjuleg!!! =)
- Ég fer bráðum að venjast því þegar fólk lætur vaða í pappír í kennslustund og við matarborðið.
- Ég elska allann matinn hérna!
- Ég er farin að tengja vekjaraklukkuna mína við draumana, svo ég vakna ekki!
- kóngulærnar og hrossaflugurnar hérna eru mestu ógeð í heimi! þær eru eins og í bíómyndum svona RISA RISA stórar….
- það er ein risa stór hrossafluga inni í herberginu mínu núna og þá get ég ekki farið að sofa :(

Núna ætla ég að hætta að drekkja ykkur í lestri, ég sem ætlaði að hafa þetta stutt! Þangað til næst…Bisous!!

Posted in Óflokkað

5 ummæli

 1. Friðrik Bjartur

  Ekkert að því að detta smá í það í skólanum.. nee spaug, ekki gera það
  En já það er ekki lengur þannig með ME íþróttirnar, núna fær enginn að fara út að labba og allir taka bara þátt;)
  en annars bara flott blogg og allt það:)

 2. Jóhanna

  ég sýndi henni How I met your mother því hún hefur aldrei séð það áður!! - greinilega fleiri en ég sem hafa ekki séð HIMYM :)

  En flott blogg og þú ert mjöög dugleg að blogga og setja inn myndir!
  Miss you ;*

 3. Stella

  haha jaa ég er lika farin ad venjast thessu med ad lata thad bara vada xd er farin ad gera thad sjalf ….
  heppin ad vera bara nybyrjud i ithrottum, ég er buin ad vera i hverri einustu viku sidan ég byrjadi :( hver vissi ad FRISBI gaeti verid tekid svona alvarlega?
  Eg keypti mér frimerki um daginn, og sagdi bara til Evropu … ekkert mal :)
  og kongulaernar … ewww, Thomas host-brodir minn er buinn ad drepa nokkrar sem hafa tekid sér bolfestu a badherberginu minu xd

 4. Bryndís Björt

  haha já núna þurfa sko allir að taka þátt í íþróttunum í ME, komnir nýir kennarar! en gaman að lesa bloggin hjá þér og skemmtu þér nú vel þarna sæta :):*

 5. bjorgvin frændi

  bærilegt!!!!!!!!!! djö væri gaman að kíkja á þig í sumar :) skemmtu þér sæta frænka