FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

Verkfallið sem ætlar aldrei að taka enda

15. október 2010 | Rósa Margrét

Hæhæ krúttin mín..  Núna er ég búin að ljúka skólaviku númer sex hérna í Frakklandi og það er bara ein vika eftir af þessari önn! Smá öðruvísi skólakerfið þar sem annirnar yfir árið eru fimm í staðin fyrir tvær eins og á íslandi. Held það eina sem breytist er að það er alltaf tveggja vikna frí á milli annanna en samt breytist stundataflan ekkert…vildi samt að hún myndi gera það, hehe :) allavegana í fríinu mínu fer ég til með host mömmu minni og host bróðir mínum til Suður-Frakklands í heimssókn til vinkonu Christellar. Við verðum fyrir sunnan frá laugardegi til föstudags, gistum í Marseille og förum einnig til Saint-Tropez, Cannes og fleiri staði. Þegar ég kem heim eru ennþá nokkrir dagar eftir af fríinu og þá er einhver Matar-hátíð í Romorantin sem við förum á. Bandarísk stelpa sem er líka skiptinemi verður hjá okkur í fjóra daga í lok frísins því fósturfjölskyldan hennar er að fara að taka á móti einhverjum ítölum á matarfestivalið.. ég þekki hana alveg ágætlega svo ég held að það verði bara gaman :)

Verkfall: Það er búið að vera allt í rugli í skólanum mínum og eiginlega bara öllu Frakklandi síðastliðið. Ég var búin að segja ykkur frá skrúðgöngunni sem var í bænm mínum um daginn í tilefni mótmælanna á hækkun á ellilífeyrisaldri. Það er ekki bara gamla fólkið sem er ósátt heldur eru nemendurnir alls ekki sáttir. Ég hef bara einu sinni á minni ævi upplifað íslenskt verkfall og ég held að það sé ekki að ræða það að íslenskir unglingar „haldi sitt eigið verkfall“. Það var semsagt þannig að þegar ég mætti í skólann á fimmtudaginn í síðustu viku var ég ekki alveg að fatta hvað væri í gangi þar sem lögreglan var búin að loka allri skólagötunni, önnur lögga var „inná svæðinu“ og svo endalaus læti… upp við hliðið hjá skólanum var stór hluti af þessum þrjúþúsund nemendum búinn að troða sér í einhverja klessu, alveg upp við hliðið voru auka grindverk fyrir svo það var alveg lokað fyrir innganginn, uppá þessum auka grindverkum sátu fullt af krökkum og svo voru einhverjir sem stjórnuðu einhverjum mótmæla hrópum sem ég skildi ekki…þetta er semsagt kallað Blocus og er mjög títt hér í Frakklandi! Það var 25 stiga hiti úti svo það var nánast ólíft að vera þarna en klukkan 12 náðum ég og Irinja að troða okkur inn um lítið gat á grindverkinu og fórum því í stærðfræðitíma, við vorum þrjár sem mættum þangað svo kennarinn leyfði okkur bara að leika okkur í tölvunni. Síðan eftir matinn ætluðum við í frönsku en þá mættu hvorki nemendurnir né kennarinn svo við fórum bara á McDonalds að kaupa McFlurry í góða veðrinu =) en svo fór ég í anglais renforce sem var ótrúlega næs, bara sex sem mættu, skiptinemarnir og þrír aðrir. Þau voru bara að spyrja okkur fullt af spurningum um hvað okkur líkaði við hérna, hvað við söknum og eitthvað þannig :) ég var búin klukkan sex í skólanum en þessi dagur leið eins og heil eilífð útaf allri biðinni og hitanum og blablabla..

Vulcania: Á laugardaginn fór ég með fósturfjölskyldunni til Vulcania, við keyrðum í sirka 2-3 klukkutíma á hraðbrautinni, mér fannst voða gaman að ferðast nánast alla leiðina á löglegum 130km hraða hehe :) en Vulcania er semsagt fjölskyldu garður sem tengist eldfjöllum, um allt eru hljóð eins og það séu eldfjöll í gangi í kring um mann og svo voru alveg hellingur af svona bíósölum sem voru með venjuleg gæði og 3D. Í öllum 3D sölunum voru sætin á hreyfingu, vindur um allt og vatn skvettist stundum framan í mann!! Haha… stundum fannst manni alveg eins og maður væri inni í myndinni, ég man ekki alveg hvað ein myndin var um en það kom allt í einu snákur og hann kom svona út úr skjánum útaf 3D gleraugunum og svo byrjuðu fleiri snákar að skríða á myndinni og allt í einu kom eitthvað hjá fótunum þannig það var eins og það væru snákar á fótunum á manni!!! Ógeðslegt! Og svo var annar salurinn rússíbani þar sem sætin voru risa stór og maður þurfti að vera í belti því sætið hreyfðist svo mikið! haha… en við vorum þarna fram í daginn, keyrðum svo einhvert lengst til að kaupa osta í sér fromage búð og ég get ekki sagt að bíllinn hafi lyktað mjög vel á heimleiðinni ;) hehe en við stoppuðum líka á veitingarstað þar sem ég var smá mikið pirruð að skilja ekkert á matseðlinum en endaði með ótrúlega gott kjöt!!! En við vorum komin heim um klukkan eitt um kvöldið eftir mjög góðann dag :)  á sunnudaginn hitti ég Adèle sem var mjög fínt, fórum hjólandi til Chabris og það var geðveikt gott veður og við fórum út þar sem ég var að stikkna úr hita á bara stuttbuxum og hlýrabolnum!!

Á þriðjudaginn var stór dagur í verkfalli Frakkanna svo host mamma mín leyfði mér að sleppa skólanum, ég skil ekki alveg afhverju þar sem allir tímarnir voru, þó fáir hafi mætt en það var mjög gaman að fá að sofa út og vera bara heima! Ég vaknaði í hádeginu og var ótrúlega dugleg að fara alveg sjálf til læknis án þess að þurfa frönskumælandi hjálp! hehe.. smá skrítin heilsugæslan hérna í Gièvres, hún er staðsett í íbúarhúsi þar sem læknirinn er eini starfsmaðurinn, maður mætir þegar það er opið og bíður þar til maður fær aðstoð svo ég þurfti að bíða í klukkutíma! það eina sem læknirinn gerði var að mæla blóðþrýstinginn minn og skrifa á einhverja pappíra og nú hef ég leyfi til að stunda badminton og svo held ég að ég sé að fara að byrja í ræktinni eða einhverri leikfimi en ég fékk semsagt líka leyfi fyrir því :) haha skritið að þurfa leyfi fyrir þessu…

Það er einn crazy kall að vinna í skólanum mínum, hann bannar allt! Um daginn var ég í eyðu með Saami og einni annarri stelpu og hann byrjaði á því að öskra á alla sem stóðu í salnum þar sem inngangurinn er svo við fórum bara út til að bíða eftir að hliðið myndi opna og þá kom hann og bannaði okkur að standa úti. Við þurftum að vera inni í caféteriunni sem er bara svipað og setustofa, en maður getur ekki haft það cosy þar því það er bannað að hafa fæturnar uppá borði. hehe…Og þessi gæji bannaði líka Irinju að setja tómatsósu í plastglas, maður verður að setja hana ofan á franskarnar!!! hann er geðveikt pirrandi því hann labbar alltaf um í matsalnum og horfir bara á mann borða?

Badminton-Tennis: Á miðvikudögum þarf ég að drífa mig geðveikt mikið í matsalinn því ég hef bara hálftíma í að borða til að mæta á réttum tíma í Badminton en það var mjög pirrandi núna á miðvikudaginn þar sem sirka 10 stelpur þurftu að troða sér undir girðinguna beint fyrir framan mig í röðinni svo ég þurfti að bíða geðveikt lengi og Saami að bíða eftir mér og bara þvílíkt vesen. En þetta reddaðist þó og þegar ég mætti í babbó kom íþróttakennarinn til mín og sagði mér að ég væri ekki að fara í badminton í dag, heldur tennis! Haha badminton hópurinn var að fara á einhvað mót sem þau voru víst löngu búin að skrá sig í þannig þeir sem fóru ekki voru bara sendir í tennsi! En það var samt bara rosalega fínt, kynntist fleiri krökkum og náði að gera mig að algjöru fífli þar sem ég kann ekki rassgat í tennis! Þjálfarinn var samt voðalega fín kona, hún heldur að ég kunni allt í ensku þar sem það eina sem hún sagði var hvernig er þetta og þetta á ensku… hehe og ég hafði bara ekki hugmynd!! Fyrst spurði hún um einhver nöfn á líkamanum og svo var eitt af því sem ég vissi ekki svo ég bullaði bara eitthvað og krakkarnir endurtóku bara orðið og enginn sagði neitt við því hahaha :) en svo þegar hún spurði mig hvernig tennisstöðurnar eru á ensku var ég ekki með nógu gott ýmindunarafl þar sem ég þekki ekki einu sinni nafnið fyrir það á íslensku!

Í gær var meira verkfall í skólanum, ekki jafn mikið og áður en það var búið að stafla fullt af brettum fyrir framan innganginn og planta einhverjum fána á það. Ég sá mér ekki fært að komast í fyrsta tímann þar sem það var enginn möguleiki á að komast inn svo ég fór með Manon á rölltið í escape culturel að kaupa mér inneign sem ég veit ekki einu sinni hvort hafi virkað! Klukkan 12 tróð ég mér inn um pínulítið gat og fór í stærðfræði, þar vorum bara við skiptinemarnir og kennarinn leyfði okkur að leika okkur í tölvunum eins og vanalega. Síðan fórum við í mat og gaman að segja frá því að eftirrétturinn hennar Irinju var mjög ógirnilegur, pinkulitlir bananar í einhverju áfengu sósusulli, ég smakkaði það og get ekki sagt að það hafi verið gott! Í dag tók ég mér líka öðruvísi eftirrétt sem leit alveg vel út en kakan var líka áfeng.. haha!! En eftir matinn kýktum ég, Saami og Irinja aðeins heim til Saamiar og fórum svo í anglais renforce, þar var ótrúlega virðulegur Breti klæddur þröngum jakkafötum og röndóttum sokkum. Hann ætlar að vera auka enskukennari í skólanum og læra frönsku hér þangað til í Apríl. hann býr á gistiheimili í Romorantin, ég skil ekki hvernig honum datt í hug, af öllum 36000 bæjum í frakklandi ákvað hann að velja pinkulítinn bæ sem er örugglega ekkert gaman að leika kennara því ekki mikið að gerast…..

Franskan mín…..þó ég segi sjálf frá þá er mér búið að fara alveg rosalega mikið fram, ég lagði voðalega lítinn metnað í þetta í fyrstu en núna þegar ég er byrjuð að getað tjáð mig og skil alveg margt þá hef ég svo miklu meiri áhuga á þessu og geri því allt til þess að læra meira. Host mamma mín er búin að prenta út fyrir mig troðfulla möppu af frönskulærdómi sem ég fékk á netinu og við erum alltaf að fara yfir það. Svo eru mjög áhugaverðar síður sem ég skoða líka á netinu. :) Ég tala eiginlega bara frönsku við host mömmu mína og ég þarf að læra frönsku í amk. Klukkutíma á dag heima með henni. Ég og Irinja erum búnar að ákveða að við megum bara tala frönsku við hvor aðra 1.janúar og við æfum okkur stundum með að spjalla smá á frönsku.. haha það er bara gaman :) allir hafa sagt hvað franska er fallegt tungumál en ég tók ekki eftir því fyrren ég byrjaði að læra hana sjálf :) mér fannst sko ekkert töff við að hlusta á fólk tala og skilja ekki orð! Hehehe

Pakkinn frá mömmu er komi nn, takk æðislega:* svo fékk ég líka ótrúlega fallegt bréf frá litlu syskinum mínum. Takk æðislega yndin mín:* þið fáið bráðlega bréf til baka! já og nafnið mitt er líka komið á póstkassann þannig ef einhver vill senda mér svona krúttlegt bréf þá er heimilisfangið:

Rósa Óladóttir
9 Rue de la Hubardière
41130 Gièvres
France

en ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í bili, hér koma nokkrir tilgangslausir punktar…

- ég keypti headsett og mikrafón í dag, er ekki búin að prófa hann en eins gott að hann virki á skypið því hann var rándýr!! ég prófa á morgun :)

-það koma myndir á morgun

-mjólkin í frakklandi rennur út í Janúar

-kettirnir á heimilinu geta opnað hurðina

-vínberin eru smá eins og krækiber

-ég tek ógeðs-vítamíns-drykk á hverjum degi og flúor !!

- gæludýrabúð hérna sem selur mýs og rottur!!! Hver vill eiga svoleiðis ?

- Enskukennarinn minn spurði mig hvort mér líður eins og ég sé ekki íslensk vegna þess að ég borða ekki þorramat og ég hlusta ekki á Björk.

-góða ferð til Færeyja mamma og pabbi :)

 

kiss og knús
ÓLADÓTTIR, Rósa :)

Posted in Óflokkað

8 ummæli

 1. Abba

  Vá hvað mér líst vel á að þú sért að fara að kenna frökkum svona bull-ensku :’D .. og ojj hvað er að frétta með mjólkina? af hverju endist hún svona fáránlega lengi?

 2. Friðrik Bjartur

  Þeir leifturhita hana örugglega, það er allavega þessvegna sem kókómjólk endist svona lengi.
  En róleg á að vera það mikill stórborgari að þú kallir 18.000 manna bæ pínulítið, en allavega flott hjá þér hvað þér gengur vel með Frönskuna;)

 3. Rósa Margrét

  jáá það er allt öðruvísi að vera í frönskum 18000 manna bæ og íslenskum.. það er tildæmis ekkert verslunarmoll hérna! örugglega þessvegna sem gaurinn klæðist alltaf pínku litlum þröngum jakkafötum! haha

 4. Auður

  Haha vá hvað mig langar að fara til Vulcania og á þessar 3D myndir!!
  En gott að þú sért að ná frönskunni svona vel á litlum tíma :D!

 5. Jóhanna

  geggjað :)

 6. Bóel Rut

  - gæludýrabúð hérna sem selur mýs og rottur!!! Hver vill eiga svoleiðis ? Það er fyrir snákana sína :) ógeð ég veit ;)

 7. Kristrún

  mig langar að sjá þessar 3D myndir!!!!
  alltaf gaman að heyra i þér rósa mín :)

 8. Stella

  Haha, malid med enskukennarana er ad thad vilja vist allir vera a Parisarsvaedinu, en thad fa thad ekki allir, og their velja ekki hvert their fara. Eg er lika med einn gaur fra Bretlandi, sem er yfir sig hamingjusamur yfir ad vera thar sem hann er; hann thurfti ad taka einhver prof og eitthvad kjaftaedi xd

  og mjolkin? frekar freaky …. finnst gedveikt skritid ad hun sé ekki geymd inn i iskap nema thegar thad er buid ad opna hana ….