FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

vetrarfrí :)

2. nóvember 2010 | Rósa Margrét

Ég vildi óska þess að ég gæti bara ýtt á einhvern takka svo allt sem ég er búin að vera að gera birtist þá hér og þá þarf ég ekki að blogga. Það myndi spara alveg rosalegann tíma og hausverk um að hugsa hvað á að skrifa hérna. Allavegana ég lofaði öllum að vera dugleg að blogga á meðan ég væri í Frakklandi og það er orðið nokkuð langt síðan ég skrifaði seinast en það er vegna þess að það hefur einfaldlega ekki verið neinn tími til þess.

Ég er búin að vera í vetrarfríi í ellefu daga og ég get ekki sagt að ég eigi hrós skilið fyrir frönskulærdóm upp á síðkastið, host mamma mín er búin að vera að segja að mér er alltaf að fara fram en mér finnst eins og að þegar vetrarfríið byrjaði hafi ég bara ýtt á pásu. Skil það nú alveg því ég hef ekki haft neinn tíma til að setjast niður og læra frönsku en á morgun tekur alvaran við, skólinn byrjar aftur og ég ætla að halda áfram að læra eins og brjálæðingur eins og ég gerði fyrir fríið!

Í fríinu mínu fór ég til Suður-Frakklands í hitann og sólina. Við lögðum af stað laugardaginn 23.október klukkan 4 um morguninn og keyrðum um 800 kílómetra niður landakortið. Við vorum í lítilli hótelíbúð í bæ sem ber nafnið Hyères (borið fram: é), um leið og við komum fórum við beint til Saint-Tropez að röllta um, versla og borða crêpes!!! Á sunnudeginum fór ég í ekta franskt matarboð, þriggja rétta máltíð og sérstakt vín fyrir hverja þeirra. Við sátum í 4 klukkutíma við matarborðið og þau vildu endilega að ég og host bróðir minn myndum fá okkur kampavín með eftirréttnum (hann er fjórum árum yngri en ég). Við fengum rigningardag á mánudeginum svo við eyddum honum í að keyra um strendur suðurlandsins og kýktum svo á kaffihús og smá bæjarröllt í Saint-Maxime, ég keypti mér klút og armbönd og lærði líka að maður á ekki að vera jákvæður yfir öllu það endar ekki alltaf vel.. haha! á þriðjudeginum fórum við í heimssókn í næsta land, Mónakó. Við keyrðum þó fyrst í gegnum Cannes, Nice og fleiri bæi. Í Cannes pikkuðum við upp vinkonu Christellar og hún kom með okkur, Nice er mest heillandi borg sem ég hef komið til ég gjörsamlega elska hana!!! mig langaði mest af öllu til að vera í þessari borg sem skiptinemi en ég er samt eiginlega fegin að vera þar ekki því stórborgir eru bara til að heimssækja þær. Ég fæ kannski að koma þangað aftur í Febrúar vegna þess að Host mamma mín er ekki alveg búin að skipurleggja fríið þá en það er líklegast að við gistum í Cannes í klukkutíma fjarðlægð frá skíðafjöllum:) en það er alveg rosalega flott í Mónakó og mér finnst alveg stórkostlegt að þetta er bara eitt land og ein borg og þau eru með prins!! Það fyrsta sem við gerðum var að fara út að borða í tilefni hádegisins og svo var það L’aquarium du Musée Océanographique de Monaco. Ég held ég hafi aldrei séð jafn marga fiska koma saman, en þetta var mjög töff. Í mónakó fórum við einnig að skoða kirkju, kastalann hjá prinsinum og í tívolí. Í tívolíinu missti ég mig smá og það munaði ekki miklu að ég hefði eytt öllum peningunum mínum í áhættuleiki…haha en ég fór í eitt tívolítæki þar sem ég fékk að sjá alla borgina á hvolfi og vinkona Christellar splæsti crêpe á mig, svo ég kom nokkurnveginn jöfn út úr þessari ferð;) um kvöldið borðuðum við svo heima hjá gentil vinkonunni sem á heima í Cannes:)
Miðvikudagurinn var líka geðveikt langur, fórum í labbitúr meðfram klettum í Cassis með Adèle vinkonu minni og fjölskyldunni hennar. Fengum okkur svo pik-nik á leiðinni sem var geðveikt gott baguette og svo var líka steikjandi sól og sirka 25°C! Eftir gönguna keyrðum við til Marseille, ég hélt ég myndi fá hjartaáfall þegar ég sá allt ruslið þar!! Það er ekki búið að taka ruslið í nokkrar vikur og þetta er alveg hræðilegt! En þrátt fyrir allt ruslið er Marseille mjög falleg borg og sú næst stæðsta í Frakklandi á eftir París. Við fórum á kaffihús og túristabúð þar sem ég splæsti á mig nýjum sólgleraugum í tilefni þess að ég sá ekki neitt fyrir sólinni. Svo kom önnur vinkona Chrstellar og við fórum í H&M, alveg rosalega skrítið að elskulega há-og-emm heitir allt í einu hass-et-emm. Ég lét það þó ekki stoppa mig og verslaði mig alveg nokkuð sátta, ætla þó aftur í H&M á næstunni því hún er í Tours, Bourges og Orlèans sem eru allar í klukkutíma færi frá heimilinu mínu:) um kvöldið fórum við í afmælismatarboð til þessarar vinkonu Christellar þar sem aðal umræðuefnið var verkfallið í frakklandi og ég náði nú ekki miklu því stelpan sem var þarna talaði alveg virkilega hratt. Fimmtudagurinn var rólegur, við rölltum um Saint-Tropez og kýktum í margar margar búðir, ein af þeim var Hermes. Þetta er algjör snobb búð þar sem allt er mjög mjög dýrt, þegar við komum þangað byrjaði host mamma mín á því að kynna mig fyrir starfsfólkinu. Ég skildi nú ekki alveg afhverju en ég fékk allavegana enskann guide um búðina þar sem gellan sagði mér hvaðan hlutirnir kæmu, afhverju þetta væri svona dýrt og ýmisslegt fleira, aldrei hef ég nú fengið jafn góðar móttökur í verslun og svo bætti ekki úr skák þegar þau gáfu mér rosalega fancy bækkling og spil til að læra ýmsa klútastæla í sérstökum kassa merktum Hermes. ég reyndi ekki að líta á verðið í búðinni en ég get sagt ykkur að handklæðin mín sem ég nota heima hjá mér eru frá þessari búð og kosta 300 evrur. Þegar ég fór í heimssókn til systir hóst pabbans fyrir nokkrum vikum sýndi hún mér fullt af veskjum sem hún vinnur við að sauma og hún er semsagt að sauma fyrir þessa búð, sum þeirra eru yfir 1000 evrur! Á föstudeginum keyrðum við aftur heim en stoppuðum þó í Toulon, borðuðum hádegismat þar sem ég hélt það yrði mitt síðasta því host mömmu minni langaði svo mikið að borða úti í sólinni og það var svo heitt og alveg logn og ég var að kafna!!! Fórum svo í klukkutíma siglingu þar sem við fengum að heyra sögu allra herskipanna þarna og guð hvað var mikið af þeim!!! Haldið var svo bara heim og ég var komin um miðnætti.

Þar sem ég tala ekki frönsku reiprennandi gat ég ekki heyrt mjög mikinn mun á suður-frönsku og minni frönsku en þau hljómuðu þá smá eins og ítalir. það sem mér fannst mest skrítnast við suður-frakka er að þegar þau kyssa hæ byrja þau á hægri kynninni og svo vinstri!! það er alveg rosalega ruglandi, það er vinstri hægri halló!

Á laugardagsmorgun kom Gabriella til mín og var hjá mér þar til í dag. Við gerðum alveg ýmisslegt þó það var eins og við gerðum ekkert! Við byrjuðum laugardaginn á því að röllta um Gièvres, þar fundum við sjoppu og keyptum ís og fórum heim að klára hann allann á meðan við spjölluðum um allt mögulegt. Þegar á daginn leið fórum við til Sells-sur-cher að kaupa í matinn og hoppuðum svo í baksturinn og vorum að baka til klukkan 10 þegar við ákváðum að klára næsta dag! Við gerðum pítsu og köku, alveg rosalega gott nema okkur tókst að hafa kökuna brennda að utan og ótilbúna að innan…borðuðum hana þó með bestu list! Á sunnudaginn fórum við til Romorantin að hitta Irinju, það var matarhátíð einhver sem kallast Journées Gastronomiques, við fengum einhver gul armbönd sem við skildum ekki alveg hvað stóðu fyrir en við kýktum inn í nokkur tjöld þar sem voru alveg ólýslanlega töff súkkulaði listaverk, ég þorði ekki að taka myndir af því! En við rölltum á McDonalds og fleira en settumst svo niður á kaffihús og störðum á einhverja blindfulla kellingu sem var að biðja um athygli. Í gær kláruðum við bakaralistir okkar þar sem við gerðum aðra köku og helling af kanilsnúðum, svo ótrúlega gott!! Ætluðum svo aftur í sjoppuna sem við höfðum fundið á laugardaginn en hún var lokuð þannig að við fundum aðra sem var alveg pinkulítil og aðstoðastarfsmaður sjoppunnar var geðveikt sætur hundur. Settumst svo niður hjá lestarstöðinni í svona klukkutíma því henni langaði að sjá lestina koma en svo var það ekkert skemmtilegt. Ég sýndi henni himym og hún gjörsamlega féll fyrir því og við horfðum á alveg slatta af því :). Í dag fórum við að skutla Gabriellu aftur til Bourges og byrjuðum á því að fara í alveg ótrúlega krúttlega nammibúð, kallinn sem var að vinna þar er vinur Christellar og hann gaf henni tvo kassa af konfekti og leifði okkur Gabriellu að smakka eins og við vildum á meðan við vorum þarna. Það var alveg agalega spennandi hvað myndi gerast svo við þessa konfektkassa en það kom í ljós að Christelle gaf mér einn þeirra svo ég er mjög glöð!!! Þetta var líka geðveikt súkkulaði!!!!!! Mmmmm híhíhí…..svo fórum við heim til konunnar sem Gabriella býr hjá núna þar til hún flytur til nýrrar fjölskyldu, greyjið stelpan er alltaf flytjandi! En konan er semsagt með mikinn áhuga á íslandi og hefur komið þangað tvisvar og sýndi mér fullt af myndum :) hún var ekki beint reið, heldur meira svona vonsvikin að við hefðum bara talað ensku saman allann tímann. ég get sagt það sjálf að þessi enska er alveg stórhættuleg…svo þegar ég talaði við ísland í símann byrjaði ég setninguna einu sinni á ensku og svaraði nokkrum sinnum með “oui” í staðin fyrir “já” hehehehe…en eftir að hafa heimsótti Gabriellu fór ég með hóst mömmu minni og bróðir mínum í heimssókn til fólks sem býr á svona sveitabæ og þau eru ekki beint með venjuleg sveitarbæjardýr….þau eru semsagt í því að temja dýr fyrir sirkus og eru með allar græjur fyrir það í garðinum. Dýrin sem ég sá voru 4 fullorðin tígrisdýr og 3 fullorðin ljón, barnaljón, dýr sem hræddi mig virkilega því ef maður kom smá nálægt búrinu stökk dýrið á búrið og kvæsti, tveir einhverskonar hundar veit ekki hvort þeir séu fyrir sirkusinn eða að þetta voru hundar en voru allavegana líka í búri….og svo voru fleiri dýr sem ég man ekki en kallinn þarna hefur allavegana verið að sýna sirkus í sjónvarpinu og mér fannst þetta mjög töff hvernig þau geyma fullt af ljónum bara í garðinum í búri!!

Hvað verkfallið varðar þá hef ég eiginlega ekki hugmynd! Ríkisstjórnin er búin að skrifa undir og er því búið að hækka ellilýfeyrisaldurinn úr 60 í 62. Mótmælunum er þó ekki alveg lokið en ég veit ekki alveg hvernig þetta er svo ég ætla ekki að fara að fullyrða neitt. Það hefur þó verið nokkuð mikið vesen að fá bensín hér í kring um bæinn minn.. host mamma mín þurfti að keyra í klukkutíma eftir bensíni um daginn og maður lifir eiginlega í óvissu hvað varðar að komast eitthvað því lestastöðvarnar og strætóarnir stoppa líka þegar þeim sýnist.

Það má líkja vistinni í ME við paradís miðað við heimavistir í frakklandi, ég veit ekki hvernig allar heimavistir í frakklandi eru en þetta er semsagt vistin í skólanum hennar Gabriellu: Allir verða að fara á fætur klukkan 6 og fara í morgunmat, eftir morgunmatinn ferðu og sækir skóladótið og klukkan 8 er herberginu þínu læst. Klukkan 6 er skólinn búinn og þá kemstu aftur inn í herbergið, þú færð að vera þar í klukkutíma og þarft svo að fara að borða, eftir matinn þarftu að læra heimanámið í tvo klukkutíma með hinum krökkunum á heimavistinni og mátt ekki gera það í herberginu þínu. Þegar komið er inn í herbergi hefuru sirka hálftíma til að koma þér í rúmið því þú þarft að fara að sofa klukkan 10 til að gera það sama næsta dag…ég veit ekki hvernig heimavistin í skólanum mínum er en ég sé allaveganna aldrei neinn á henni svo ábyggilega svipað.

Núna er ég búin að vera í akkúrat 2 mánuði og það eru akkúrat 250 dagar þar til ég kem heim! Ég tel hinsvegar eftir öðru kerfi, eftir fyrsta mánuðinn kom ég upp mínu eigin kerfi. Mánuðurinn leið svo hratt að ég hugsaði um fyrsta mánuðinn sem einn dag af tíu og þá verð ég bara hérna í 10 daga. Núna er ég búin að vera í 2 daga í Frakklandi og það er ekkert erfitt, sjáumst eftir 8 daga :)

Posted in Óflokkað

8 ummæli

 1. Jóhanna

  víí loksins nýtt blogg :)
  sé að þetta hefur verið geggjað vetrarfrí!
  ojj þessi vist! ertu ekki að grínast?! fáránlegt ..

  Haha krúttlegt kerfi sem þú komst þér upp :)

  hlakka til eftir 8 daga ;*

 2. Kristveig

  vá, lengsta blogg sem ég hef á ævi minni lesið! en það er samt gaman að þú ert dugleg að blogga svo maður geti fylgst með þér :)

  Vona bara að þú haldir áfram að skemmta þér svona vel og vera svona jákvæð gagnvart öllu þarna :)
  Hlakka til eftir 250 a.k.a 8 daga!

 3. Jón Vigfússon

  Gaman að lesa bloggin þín, og sérstaklega gaman að fá pósrkort.Gangi þér allt í haginn og sjáumst eftir rúma viku :þ

  p.s. hættu að tala um mat, maður verður bara svangur

 4. Auður

  mig langar í pik-nik…
  en ánægð með þig að hafa nennt að gera þetta langa blogg og gott að þú sért að skemmta þér svona vel þarna úti

  fatta ekki alveg þetta 8 daga kerfi en mig hlakkar bara til að hitta þig eftir 250 daga

  ps. veeij að þú lést myndir og gaman að heyra í þér þarna um daginn sæta min!

 5. Pabbi

  Áfram Rósa mín, hér er nú bara snjór. Get ég nokkuð komist að sem skiptinemi þarna?

 6. Friðrik Bjartur

  sofnaði við að lesa þetta í gærkvöld, var bara að klára það núna.. en foux de faaa..

 7. Bríet

  Djöfuls lúxus á þér, get alveg sagt þér að ég er græn á litin eftir að hafa lesið þetta !

 8. Thelma

  Alltaf jafn gaman að lesa bloggin þín :)
  Skoðaði líka myndirnar, ekkert sma fallegt þarna..