FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

lesanlega langt blogg!

7. nóvember 2010 | Rósa Margrét

Hæhæ, frekar stutt síðan ég skrifaði síðast en ég ætla allavegana að reyna að blogga oftar svo ég þurfi ekki að hafa þvílíkt langa ritgerð í hvert skipti. Held enginn nenni að lesa það.

Eftir að skólinn byrjaði aftur finnst mér eins og allt hafi dottið úr reglu, ég er alltaf þreytt og ég get ekki alveg áttað mig á því hvort það sé helgi, frí eða eitthvað annað, mér finnst allavegna ekki eins og ég hafi verið í skólanum fyrir stuttu! Ég held þetta hafi nú líka eitthvað að gera með það að seinustu helgi breyttist klukkan um einn klukkutíma til baka svo nú er ég bara einum klukkutíma á undan íslandi :)

Helgin er búin að vera fín, á föstudaginn um kvöldið tók ég röllt um bæinn minn og hringdi í nokkur stikki íslendinga :* á laugardaginn skutlaði host mamma mín mér til Irinju og ég fór með henni og host foreldrum hennar til Tours á AFS hitting. Við höfðum ekki hugmynd um hvað yrði gert þar en þetta var semsagt fundur fyrir foreldrana á meðan við skiptinemarnir fórum að röllta í bænum. Við fórum í H&M og eitthvað verslunarmoll, ég keypti ekki neitt því ég er að spara peninginn minn fyrir París. Það var mjög næs að hitta þessa krakka, svo ótrúlegt hvað við getum spjallað um allt mögulegt þó svo að við rétt kynntumst fyrir tvem mánuðum og hittumst voða lítið inn á milli. Á þessum hittingi er einn strákur og hann er frá fylippseyjum og svo eru stelpurnar frá finnlandi, ástralíu, bandaríkjunum, austurríki og svo tvær frá Rússlandi. Þessar rússnesku eru frekar útúr hópnum því þeim þykir mun skemmtilegra að tala bara við hvor aðra á sínu tungumáli og eru ekkert mikið fyrir að spjalla við okkur, svo eru þær líka alveg stórfurðulegar en ég ætla nú ekki að fara út í það. Eftir verslunarferðina settumst við niður á einhverjum bar og AFS splæsti í drykki…nei ekki áfenga drykki þó við hefðum örugglega mátt það. Um kvöldið gisti ég svo hjá Irinju og við horfðum á Grease og spjölluðum svo lengst frameftir…

veðrið er búið að vera mjög gott miðað við Nóvember, mér líður ekkert eins og jólin séu eftir einn og hálfann mánuð þar sem haustið var rétt að byrja hér!! Það eru lauf út um ALLT og yfirleitt 15-16°C sem er mjög þægilegt!

já og svo má ég ekki gleyma….ég talaði um svona kynningu um ísland fyrir löngu löngu, ég er semsagt að vinna í henni núna þannig plís segið mér eitthvað merkilegt um ísland sem ég veit örugglega ekki! elska ykkur krúsidúllur:*

Posted in Óflokkað

7 ummæli

 1. Friðrik Bjartur

  Það er nú alltaf gaman að lesa þau hvort sem þau eru löng eða stutt:)

 2. Jóhanna

  sammála Friðrik :)
  alltaf gaman að lesa blogg frá þér.
  en það er líka alltaf frí í skólanum hjá þér!

 3. Audda frú Begg

  Og ég elska þig líka mússímússíið mitt

 4. Jóna María

  Bláfjöll opna á morgun :-)

 5. Rósa Margrét

  MÉR LANGAR Á SKÍÐI!!!!!!!!!!! hér rignir bara og rignir..ekki gott! og ég er líka búin að fá að upplifa franskann vind!!

 6. Stella

  thad er mikid betra vedur hja thér en hja mér …. vedrid er buid ad sveiflast svolitid upp og nidur, en thad er buid ad vera i kringum tiu gradur sidustu tvaer-thrjar vikurnar, med mjög köldum dögum a milli. I augnablikinu er einhversskonar rigningartimabil, og thad er ALLTAF rigning: h&m regnhlifin min er ekki alveg ad meika thad … svo er veturinn ad byrja nuna, og ég hef heyrt ad i kringum fyrsta desember verdi kominn alveg vetur …. og thad er virkilega kalt, var i tveimur sokkum i gaer !!

 7. Rósa Margrét

  eftir að ég skrifaði þetta blogg byrjaði að rigna…eða í svona 4 daga og þá ekkert lítið!!! ég er bara 2-3 tímum frá þér þannig ég held það sé ekkert svo mikill munur…regnhlífin mín er líka besti vinur minn í augnablikinu og ég held ég hafi aldrei notað regnhlíf áður!! núna er veðrið dottið niður í 10 gráður :)