FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

Ça c’est Paris!

13. nóvember 2010 | Rósa Margrét

Veðrið: Þessi vika er búin að vera alveg rosalega blaut. Það byrjaði að rigna á mánudaginn eins og ég veit ekki hvað og ég hélt það ætlaði aldrei að stoppa!! Ég er alltaf tilbúin með krúttlegu regnhlífina mína í töskunni sem er eitthvað sem ég hef aldrei notað á Íslandi…ég fór til Parísar í dag, þó það hafi verið skýjað fengum við 18 stiga hita og enga rigningu sem bjargaði öllu algjörlega!

París: ég og fósturforeldrar mínir lögðum af stað klukkan 7 í morgun og sóttum Irinju. Þegar komið var til Parísar um hálf 10 heimssóttum við Louvre safnið til þess að skoða okkur um og auðvitað heilsa upp á Mónu Lísu vinkonu mína. Í hádeginu borðuðum við á geðveikt flottum fancy veitingarstað sem heitir Mollard og er frá 1867! Ég ákvað að taka þetta french style og fékk mér SNIGLA í forrétt og drakk rauðvín með matnum! Eftir matinn fórum við á röltið og svo eyddum við Irinja góðum klukkutíma í H&M. Ég keypti ekki mikið þar en ég get þó verið stolt af því að ég er byrjuð á jólagjöfunum :) Við rölltum síðan meira um París og fundum aðra H&M búð, þar var ég bara að versla fyrir hana Birtu mína sem verður aðal gellan í Mosó með öll nýju fötin sín :) Fórum á smá rúnnt þar sem við keyrðum að Arc de triomphe og Tour Eiffel!!! Tókum lyftuna upp í effel turninn og skoðuðum útsýnið…frekar mikill vindur en það var geðveikt flott útsýnið yfir öll ljósin. Ég er búin að ákveða að ég ætla að labba upp effel turninn (1665 þrep) og ég veit að enginn hér á eftir að nenna að gera það með mér svo mamma við förum saman!!!!!! Eftir effel turninn borðuðum við á veitingarstað rétt við hliðina á turninum sem var mjög töff. Fórum svo heim um kvöldið og ég var komin um 1 heim. En samt svona án djóks ÉG ELSKA PARÍS, geðveikt falleg borg og endalaust hægt að skoða. Ég fer aftur 10.des með bekknum og svo rétt fyrir jólin með host mömmu minni, í janúar á útsölurnar og meirameirameira!!! Ég þarf svo virkilega að kynnast borginni betur!!! Var samt ekki nógu ánægð með hvað ég keypti lítið en ég fer til Tours aftur í þessum mánuði til að versla jólagjafirnar :)

Skólinn: hann var fínn þessa vikuna, við Irinja lenntum í smá veseni á mánudaginn og við þurftum að hlaupa upp og niður alla stigana nokkrum sinnum í rennandi blautu fötunum okkar, alveg yndislegt. Dagur tvö og þrjú í vikunni liðu mjög fljótt þó svo að ekkert spennandi hafi gerst. Frídagur í gær og síðan var dagurinn í dag skrópdagur útaf París!!

Fleira: Ég smakkaði mitt fyrista Kebab á mánudaginn, vildi vita hvað væri svona merkilegt við það þar sem allir eru alltaf að tala um það!! Það smakkaðist nú bara ágætlega sko en þetta er ekkert dominos!!!! Á þriðjudaginn kom Irinja til mín í sveitina, við bökuðum skúffuköku og gerðum sveitó hluti. Á miðvikudaginn fór ég í badminton, kynntist mjög næs stelpu sem var partnerinn minn. Var svo að spjalla við einhverjar aðrar stelpur eftir tímann og þær spurðu mig hvort ég væri frá Portúgal, lít ég út fyrir það? Mér finnst líka mjög skemmtilegt að alltaf þegar ég segist vera frá Íslandi halda þau að ég sé að tala um Írland og vita ekki hvar Ísland sé nema ég segi rétt fyrir neðan Grænland…Frakkar eru mjög lélegir í landafræði!

Frakkar: áður en ég kom til Frakklands voru allir að segja að Frakkar eru svo rosalega ánægðir með tungumálið sitt og vilja bara tala frönsku en það er svo engann veginn satt!! allir frakkar sem kunna smá ensku, tala hana! ég tók sérstaklega vel eftir þessu í París, í öllum búðum þegar ég var að tala við afgreiðslufólkið talaði ég frönsku og um leið og þau heyrðu að ég er ekki frönsk byrjuðu þau að tala ensku alveg svakalega stollt að kunna hana. þetta er svo líka svona í skólanum, vinkonur mínar sem kunna smá ensku tala hana alltaf til að “æfa sig” þó svo að við Irinja viljum tala frönsku þá segja þau bara þið talið frönsku og við ensku…haha ég skil nú ekki hvað við græðum á því en whatever. allavegana til að summa þetta rugl þá eru frakkar mjög stoltir ef þeir kunna ensku!!

Frakkland: ég elska Frakkland svo geðveikt mikið!!! frábært land og tungumálið verður alltaf skemmtilegra með hverjum deginum! hehe en ég get ekki beðið eftir jólunum hérna….trúi því ekki að það sé strax kominn nóvember, þetta líður allt svo fljótt! allt er orðið geðveikt geðveikt jólalegt í París og það verður svo geðveikt að sjá borgina þegar hún verður alveg tilbúin fyrir jólin! og SNJÓR ég vil snjó! ég ætla ekki að hafa þetta meira í bili, ég held að myndirnar lýsi bara restinni. sem minnir mig á það, ég er búin að setja myndir inn á facebook frá París. og og líka bloggið hérna fyrir neðan er læst afþví að það er svo langt, þetta er það sama og ég setti í facebook glósu og ef þið trúið mér ekki þá er lykilorðið claude.

ég elska parís og frakkland en ég elska ykkur meira! bæjó :*

Posted in Óflokkað, Bloggarar

2 ummæli

 1. Jóhanna

  aa vá það er alltaf jafn geggjað að lesa bloggin þín! þú hefur það svo gaman :)
  búin að skoða myndirnar og þær eru ekkert smá flottar :)
  elska þig líka ;*

 2. Auður Bergþórsdóttir

  Vá hvað það er alltaf mikið og skemmtilegt að gera hjá þér.. pinu öfund hérna megin verð ég að viðurkenna
  Og jú þú er nú pínu lík portugugölum þú ert náttúrulega svo tanned hihihi :D
  lovju lika ;*