FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

“íslenskur matur”

16. nóvember 2010 | Rósa Margrét

Hæhæ…nú stend ég á gati, er að fara á AFS námsskeið um helgina og ég þarf að koma meðhttp://www.eurovision.tv/img/upload/flags/big/iceland.jpg “mat frá mínu landi” ég hef ekki hugmynd um hvað það gæti verið…afhverju er ekki neitt til sem heitir “íslenskur matur”, frakkarnir hafa franskar, japanir hafa japanskann mat, kínverjar hafa kínverskann mat, bandaríkin hafa…skyndibita??? ísland étur skindibitann? en alllavegana þá er ég alveg lost og hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera og ennþá meira lost yfir því að þetta þarf að vera eitthvað geymanlegt því ég þarf að búa þetta til daginn áður!!! Getiði hjálpað mér?? Svo er líka meira….þarf að fylla út nokkur plaggöt Á FRÖNSKU með mismuni á milli íslands og frakklands…getiði komið með einhverjar rosalega merkilegar staðreyndir sem má ALLS EKKI gleyma???

ps. slátur, hákarl og fleiri þorramatur er ekki talinn með því það er ekki eitthvað sem er daglega útbúið á öllum heimilum!

Posted in Óflokkað

4 ummæli

 1. Auður Bergþórsdóttir

  En hvað með bara fiskinn ?

 2. Jóhanna

  fiskibollur?

 3. Friðrik Bjartur

  hmm… dettur ekkert í hug

 4. Jóhannes Bjarki

  Það er nú alveg til hversdagslegur þorramatur t.d. flatkökur, rúgbrauð eða jafnvel harðfiskur. Annars er ég nokkuð viss um að franskar kartöflur séu Belgískar (what a twist).