FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

AFS week-end :)

21. nóvember 2010 | Rósa Margrét

Ég er búin að vera mikið að pæla í hinum fræga AFS rússíbana sem lýsir semsagt lýðan skiptinemans sem er alltaf að fara upp og niður. Þetta er frekar ruglandi system, það er nokkuð erfitt að vita „hvar“ í rússíbananum maður er staddur þar sem hann getur breyst við svo hratt, maður getur dottið algerlega niður við eitthvað pinkulítið moment og svo kannski eitt bros færir hann efst upp, það þarf ekki meira…þegar ég á alveg svakalega góðann dag þá endar hann ekkert alltaf með því að ég sé glöð með daginn heldur er ég leið yfir því að margir venjulegir dagar eru næstir á dagskrá og þegar það eru margir venjulegir dagar þá líður mér frekar vel því þetta er ekki eitthvað sem ég „verð að gera“ heldur eitthvað sem ég er að gera og er löngu búin að sætta mig við það. Það er mikið flóknara að vera skiptinemi en að bara leika sér, ég blogga nú yfirleitt bara um partana sem ég er að leika mér en þetta er í rauninni frekar mikil vinna því maður þarf að leggja sig alveg svakalega mikið fram til þess að læra tungumálið, vera innan um fjölskylduna, vinina og margt fleira. Það er fáránlega erfitt að eignast vini hérna, það er líka tekið á móti skiptinemum í Frakklandi eins og á íslandi.. þá meina ég í skólanum, það hafa ekkert margir þolinmæðina í að hlusta á mann segja eitthvað á frönsku sem tekur mann heila eilífð að ropa út úr sér og svo kannski meikar það ekkert sens á endanum. Fyrir utan Irinju þá eru krakkarnir í skólanum bara svona „skólavinir“, skólinn er svo langur á daginn að þegar krakkarnir koma heim læra þau í tvo tíma, borða og sofa. Þetta á við um alla skiptinemana sem eru í fylkinu mínu, ekki margir vinir utan skóla því Frakkarnir eru lokaðir, óþolinmóðir og fullbókaðir með familíunni. Ég er samt mjög fegin að hafa Irinju því við höfum alltaf eitthvað að gera í eyðum og þegar við erum búnar snemma í skólanum!! Reynum stundum að bjóða Saami (japan) með en hún er mikið fyrir að fara bara heim í tölvuna. En sama hvað ég sagði hér um tilfinningar þá ÇA VA!

Ég eyddi helginni með skiptinemunum í fylkinu mínu og þeim krökkum sem eru á leiðinni út sem skiptinemar. Á föstudaginn gisti Irinja hjá mér, við vorum aðallega að vinna í kynningunum okkar sem kom síðan í ljós að við lögðum miklu meiri vinnu í þær en allir hinir sem voru á námsskeiðinu, það var samt allt í lagi. Um hádegisbil á laugardeginum skutlaði host fjölskyldan mín okkur á námsskeiðið.  Það er yfirleitt haldið helgarnámsskeið eftir 6 vikur en í mínu fylki var þetta svona ákveðin kveðjustund fyrir þá sem eru að ljúka tímabilinu sínu í næstu viku, þ.e.a.s. þeir sem eru hérna aðeins í 3.mánuði. Við gistum á mjög krúttlegu hosteli, þetta minnti mig samt frekar á sumarbúðir því herbergin voru öll með kojum, það voru tveir salir eins og skólastofur og svo risastórt eldhús ásamt matsal. Þetta var allt inná svona lokuðu svæði þannig þetta gætu alveg verið sumarbúðir þó ég held að Frakkar stundi það ekki, annars veit ég ekki.

Dagskráin var frekar þétt myndi ég segja, allt fór fram á frönsku og konan sem var yfir sagði í byjun að við værum ekki hér til þess að tala ensku, rússnesku eða íslensku. Við værum hér til að læra frönsku svo við ættum bara að gjöra svo vel að tala frönsku! Skil nú ekki alveg hvers vegna hún nefndi ísland þarna því það myndi meika svo lítinn sens ef ég færi að tala við sjálfa mig á íslensku en þó þetta hafi verið hálf strangt þá skildi ég þetta eiginlega vegna þess að það eru þrjár rússneskar stelpur í hópnum sem tala nánast bara Rússnesku við hvor aðra. Mér fannst það svosem ágætt, ég skildi nú eiginlega allt og ef ég á að bera mig saman við hina skiptinemana þá held ég að ég sé sirka í miðjunni þó svo að flestir tali og skilji jafn mikið.

Við byrjuðum á kynningum að sjálfsögðu, þurftum að kynna okkur og fórum í nokkra leiki, leikirnir voru voða fínir en ég get ekki sagt að það hafi verið mjög gaman þegar við þurftum að tala um leikina, afhverju gerðist þetta, hver var tilgangurinn með þessu og blabla.. en einn leikurinn var þannig að við vorum í hring og áttum öll að hlaupa í miðjuna og grípa tvær hendur þannig að allir voru að leiðast og við áttum að losa flækjuna, eftir sirka 20 mínútur gáfumst við upp, ég var mjög flækt þar sem ég gat ekki hreyfti mig og það voru tvær stelpur fastar utan um handlegginn á mér, voða gaman. hehe en svo var annar leikurinn þannig að við sátum í hring og ein manneskja hélt á penna, gerði eitthvað með honum og rétti svo til næstu manneskju og ef maður gerði rétt þá var klappað, við skiptinemarnir vorum engann veginn að fatta þennann leik því það var aldrei klappað fyrir okkur, við vorum að reyna að fatta hvað þau væru að gera með pennanum en málið var að við gleymdum að segja „merci“ þegar okkur var rétt pennann, það skipti engu máli hvað við gerðum með hann!! Við erum greinilega ekki kurteis hehe..

Síðan var það að sjálfsögðu umræðuhópar, frönsku krakkarnir fóru í sér hópa og okkur ófrökkunum var skipt í tvo hópa, við vorum með tvo sjálfboðaliða með okkur og áttum að segja frá hinu og þessu, auðvitað á frönsku sem gerði þetta aðeins erfiðara en við vorum aðallega að tala um fjölskylduna, skólann, fyrsta mánuðinn, menningarsjokk og fleira tilheyrandi, það var ágætt en ég var þó ekki að heyra neitt nýtt vegna þess að ég þekki alla skiptinemana svo vel að við erum alveg búin að deila fjölda mörgum sögum. Ég var smá pirruð út í sjálfboðaliðana, reyndar ekki í mínum hóp heldur í hinum hópnum. Ég veit það hljómar frekar asnalega þar sem ég var ekki á staðnum en ég get svo vel ýmindað mér að hafa verið þarna!! Það var semsagt þannig að Irinja sagði frá því að hún er með mér í bekk og við erum mjög mikið saman, þegar við kynnumst krökkum þá kynnumst við þeim saman og blablabla…en nei þá fóru sjálfboðaliðarnir að vera frekar reiðir og sögðu að það væri alls ekki gott að við værum alltaf saman og eitthvað, í fyrsta lagi er það AFS að kenna að við erum í næstum því sama bæ, það er aðeins einn skóli sem kemur til greina fyrir okkur og það er heldur ekki okkur að kenna að við erum í sama bekk. Svo er bekkurinn okkar svo lítill að við gætum ekkert bara hætt að tala við hvor aðra, mér finnst þetta alveg fáramlegt hvað AFS er að væla yfir einhverju sem þau gerðu í raun og veru! Í umræðuhópnum mínum sögðu þau líka að þetta væri slæmt en ég sagði það er ekki mikið sem ég get gert, annað en að reyna bara að tala frönsku við hana..

Skiptinemarnir sáu um kvöldmatinn og Frakkarnir sem fara út á næsta ári sáu um eftirréttinn, við þurftum að kynna matinn okkar fyrir framan alla sem voru þarna og segja hvað væri í honum, mitt var semsagt „un plat avec le pain et le sauce de fromage, jambon, poivron vert et poivron rouge et poivre“ ég veit ekki hvort þetta sé rétt skrifað en til þess að þýða þetta á íslensku er það bara brauðrétturinn hennar mömmu :) Ég lagði einnig á borð harðfisk sem pabbi hafði sent mér, ég hellti honum bara á disk og skellti honum á borðið svo enginn vissi hvaðan hann kom en diskurinn gekk alveg nokkra hringi á öllum borðunum og sirka 20% þorði að smakka. Ég vil ekki monnta mig mikið en brauðrétturinn fékk alveg rosalega góð viðbrögð (get ekki ýmindað mér annað, það var ostur og brauð í þessu) en semsagt sjálfboðaliðarnir, skiptinemarnir, yfirsjálfboðaliðarnir…allir að hrósa mér fyrir góðann mat, haha ég sem hélt ég myndi drepa einhvern þar sem ég er nú ekki sú besta í eldhúsinu! Megan(canada), Abigail(usa) og Hannah(usa) báðu líka um uppskriftina mina (ég er meistari). Eftir matinn þurftum við að tala um það sem okkur líkaði við matinn, fyrsti gaurinn sem bauðst til að tala sagði „J‘aime la plat avec le poivron…….“ og þá voru fleiri bara já það var gott, þá spurði sjálfboðaliðinn hver hver gerði það og ég rétti upp hönd og þá fór hann að spyrja mig trilljón spurningar um þennann mat en svo þegar ég hélt ég væri sloppin þá sagði hann, hver kom með fiskinn?? Þá fékk ég auðvitað ennþá fleiri spurningar, með hverju borðaru þetta og blablabla og svo spurði hann hverjir smökkuðu og nokkrir réttu upp hendi og hann spurði hverjum fannst hann góður og allir sem réttu upp hendina fyrst réttu hana aftur upp svo þeim fannst hann góður :) bara eitthvað pjattað fólk sem þorði ekki að smakka útaf lyktinni. En til að summa þetta upp þá var áætlunin að ræða um matiNN en við töluðum bara um minn mat, voða gaman haha…einnig voru kynningar þar sem hver og einn talað um kynninguna sína á frönsku, það sem þeim fannst mest áhugavert við mína kynningu var 13 jólasveinar, Aurora borealis, bannað að ganga í skóm í skólanum, bláa lónið, ég hef hitt forseta íslands, hrútspungar, íslensk eftirnöfn, einn skógur, engar lestir, sigurrós og fleiiira…

Um klukkan 10 „losnuðum“ við úr umræðuhópum, við vissum ekki hvað við ættum að gera af okkur svo við hópuðumst saman sirka 15 stelpur og fórum í „j’ai jamais“ sem er það sama og „ég hef aldrei“. Ég gaf þeim íslenskt súkkulaði og kenndi þeim íslensku, ég get sagt ykkur það að orðið Reyðarfjörður er sko tvöþúsund sinnum erfiðara en Eyjafjallajökull!! Eftir þessa íslenskukennslustund sem gekk ekki nógu vel sameinuðumst við fleiri krökkum þar sem rússarnir voru að stjórna leik sem var einhver mafía, prostitute og eitthvað…en svo um eitt leitið vorum við svo rekin inn í herbergin okkar til þess að fara að sofa, ég var í herbergi með Gabriellu (Ohio), Hönnuh (New Mexico) og Marie (Frakkland – nýjasjáland á næsta ári). Ég vorkenndi frönnsku stelpunni smá því hún vildi svona eiginlega fara að sofa á meðan við hinar vorum að spjalla endalaust… en allavegana, ég var ekki mjög ánægð þegar ég vaknaði í morgun.. sjálboðaliðarnir opnuðu herbergin klukkan hálf átta með stálpotta og skeiðar, margir sjálfboðaliðar í einu og hávaðinn var geðveikt mikill. Þetta var svipað og þegar útskriftarhópurinn í kom uppá vist í ME á seinustu önn fyrir utan að sjálfboðaliðarnir öskruðu ekki eins og einhver ljón og komu ekki heldur inn í herbergin til þess að hoppa ofan á manni!!

Við fórum aftur í þessa litlu hópa, vorum þá ekki látin tala eins mikið og seinast en þarna var bara verið að segja hvað þau ætlast til þess að við gerum og fleira. Síðan spurðu þau okkur spurningar um AFS í frakklandi og við áttum að finna rétt svar, en í flestum tilfellum var það rangt því ég held það séu ekki margir að pæla í því hvað séu margir sjálfboðaliðar starfandi hjá afs í frakklandi…..hinsvegna fannst mér eins spurningin alveg ferlega skrítin, þetta var semsagt aukaspurning sem ég trúi ekki ennþá svarinu við: Quel est le pays qui produit le plus de bananes en Europe? – Hvaða land framleiðir flesta banana í Evrópu? Hópurinn minn giskaði á Spán en ég missti andlitið þegar hún sagði að það væri ÍSLAND…haha ég vissi ekki einu sinni að ísland myndi framleiða banana???

Við gerðum eitthvað smá fleira þennann morgun en eftir hádegi vorum við bara úti að spjalla og í einhverjum leikjum sem okkur langaði að fara í. Frekar fynndið að við vorum örugglega um 30 krakkar þarna og það voru 5 sem stóðu útúr, á meðan við vorum öll í einhverjum leik stóðu rússarnir þrír, pólskur strákur og tékknesk stelpa við hliðiná í leik á einhverju furðulegu tungumáli.. veit allavegnana að pólverjinn og tékkneska stelpan geta skilið hvort annað, örugglega svipað og við og Færeyjar en ég skammast mín frekar mikið vegna þess að ég talaði helling við stelpuna frá Tékklandi og ég sagði við hana að ég hef aldrei heyrt um Czech Republic, haha ég hef aldrei verið í sögu á ensku hvernig átti ég að vita að Czech Republic er Tékkland!!! En allavegna þessi stelpa verður bara í Frakklandi í þrjá mánuði svo hún fer heim til sín í næstu viku, það er geðveikt skrítið að við kynntumst henni fyrsta daginn í Frakklandi en töluðum ekki mikið saman þá, kynntumst betur núna og þegar við vorum að kveðja hana fór litla Irinja mín að gráta…það er bara svo skrítið að hugsa, við eigum örugglega aldrei eftir að hittast aftur en samt skil ég ekki afhverju það skipti svona miklu máli því við þekkjumst eiginlega ekkert, mjög skrítið!

Það eru nokkrir aðrir sem fara heim í næstu viku, mér finnst geðveikt leiðinlegt fyrir þeirra hönd! Í fyrsta lagi vilja þau vera lengur því þau eru ekkert búin að ná frönskunni nógu vel… ég veit að ég hugsa oft að mig langi bara að vera heima á Reyðarfirði eða á vistinni að chilla en þegar ég hugsa svona út í þetta þá vil ég alls ekki koma heim fyrr en ég er búin að læra frönskuna vel! Get ekki ýmindað mér annað! Það eru líka nokkrir sem fara heim í endann á Janúar, mér finnst það mjög skrítið vegna þess ef maður pælir í því þá er tímabilið þeirra meira en hálfnað og þetta á eftir að líða geðveikt hratt. Ég veit það getur verið smá scary en ég er geðveikt fegin að hafa ákveðið að fara allt árið! Eiginlega það eina sem ég á eftir að sakna mest eru jólin en það er allt orðið svo venjulegt hjá mér að ég er búin að sætta mig við það!

Áður en ég hætti ætla ég aðeins að tala um það sem AFS stendur fyrir „Another Fat Student“ þetta er eitthvað sem ALLAR skiptinemastelpur geta ekki hætt að hugsa um en vilja samt ekki hætta að borða! Haha við vorum að tala um þetta á milli okkar um daginn og það eru lang flestar búnar að bæta hressilega á sig. Hannah frá bandaríkjunum frá „við mælum öðruvísi landinu“ sagði að hún væri eitthvað um 130 pounds minnir mig og ég spurði hana hvað það væri mikið í kílóum og hún sagði ég held 300, haha hún lítur meira út fyrir að vera svona 65…en allavegan þá stend ég auðvitað líka við það að vera ekta AFS-ari en ég sagði host mömmu minni að ég ætla að byrja í átaki eftir jól, hún sagðist sko ætla að elda bara hollann mat, hætta að kaupa kók, kex, eftirrétt, nammi og allt það þannig ég fæ fullt af hjálp því ég ætla sko ekki að koma rúllandi heim!!! Það verður líka auðveldara fyrir mig að fara út að hjóla þegar sumarið byrjar í apríl sirka, þá verður ekki alltaf myrkur og kuldi :)

Ég ætla ekki að tala um skólann eða neitt svoleiðis þar sem þetta er orðið svo langt, ég ætla bara að fara að sofa og læra frönsku.. sem minnir mig á það að þó svo að ég fékk ekki að fara í neinn tungumálaskóla þá förum við Irinja kannski í Collège Notre Dame sem er miðskólinn í Romo og þá förum við í frönskutíma með litlum krökkum :) held það sé rosa fínt! En túdles, vona að þið náið að klára  að lesa fyrir næsta blogg!!!

Ps. Ég er í facebook pásu í mánuð, vil einbeita mér að frönskunni en ef það er eitthvað merkilegt þá svara ég oladottir_ @hotmail.com :)

Bonne nuit tout le monde !

Posted in Óflokkað

9 ummæli

 1. Friðrik Bjartur

  Vá ég var ekki að trúa þessu með banana en Sigurður gúgglaði það og þá stóð að það væri Ísland:S
  Gaman að því hvað þeim fannst maturinn þinn góður og allt það:)
  Hehe það er fyndið hvernig Frakkar nota tú le mond

 2. Thelma

  Það er gott að þú ert að leggja hart að þér í að læra frönskuna, þá mun mér ganga vel í fjarnáminu þegar þú kemur heim þar sem þú ert sjálfskipaður frönskukennari minn :)

 3. Rósa Margrét

  haha Friðrik þessi bloggsíða er opin fyrir öllum í heiminum :):) haha en já Thelma þessvegna kom ég hingað, til að geta verið kennarinn þinn ;)

 4. Auður Bergþórsdóttir

  Hahah sammála þér vissi ekki neitt um þetta banana dæmi, vissi ekki heldur að þeir væru framleiddir hér,
  en samt skemmtilegt blogg ég festist alveg inni því :D!!
  keep up the good work sætan min

 5. Pabbi

  Magnað blogg hjá þér elskan, og fljótlesið, svo mikið að gerast hjá þér. Þú veist að rússíbanar fara alltaf upp aftur. Eigum við að reyna að gefa frökkunum harðfisk með smjöri næst?
  Mér líst vel á að hvíla Facebook. Viltu að ég sendi þér rjúpu um jólin?
  Hafðu það gott og ég hringi fljótlega.

 6. Jóhanna

  bananar á íslandi ? whaaat .. alltaf er maður að læra eitthvað nýtt :)
  Flott hjá þér að leggja niður facebook og einbeita þér að frönskunni, stendur þig vel.
  það er allt svo gaman hjá þér þarna! hlakka til að heyra í þér :*

 7. Stella

  Fyndid ad thad séu framleiddir bananar a Islandi en vid bordum tha innflutta ef ég hef ekki rangt fyrir mér ……
  ég hef sjalf ekki lent i thessum typiska russibana. Audvitad getad verid ups and downs, en ég held ad mestan timann sé ég bara a midjunni, eda a milli midjunnar og hatt uppi, og stundum hatt uppi, en hef bara einu sinni eda tvisvar farid nidur …. veit ekki alveg :/ en, kannski er Paris eitthvad ad hjalpa mér ;)

 8. Rósa Margrét

  sjálfboðaliðarnir sögðu að það kæmu svona mikið af bönönum frá íslandi vegna þess að það eru byggt risa stór gróðurhús nálægt eldfjöllum og þá er svo heitt…alltaf er maður að læra eitthvað nýtt um fagra ísland :)

 9. Jóna María

  Elsku Rósa mín, alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Ég veit að þú átt eftir að massa þessa löngu, skemmtilegu og spennandi rúsíbana-ferð sem þú ert í :-) Takk æðislega fyrir sendingu, öll fötin voru geggjuð ég var eins og lítill krakki á jólum ég var svo æst hehehehe jólin komu semsagt snemma hjá mér í ár. Æðislegt heyra að liðið hafi verið ánægt með matinn sem þú varst með á kynningunni. Veit að þessi kynning hefur verið flott hjá þér, sniðugt að draga fram jólasveina dæmið, forsetann, eftirnöfnin og lestarnar þetta er soldið spes hjá okkur íslendingu. Já eitt einn það eru fleirri en 1 skógur á ísl og það eru ekki framleiddir bananar á íslandi :-| (EÐA HVAÐ ) Allavega æðislegt, heyrumst seinna sæta mín. kossar og knús