FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

það snjóar

2. desember 2010 | Rósa Margrét

UPPHAFS PS.: SKYPE VIRKAR!!!!!!!!!!! rosa.oladottir

Skóli, skóli og aftur skóli. Ég tala mikið um skólann en það er bæði vegna þess að hann er stórfurðulegur og ég er alltaf að komast að einhverju nýju í honum. Ég hef tekið eftir alveg rosalega mikið af auka hlutum í skólanum nú nýlega þar sem fyrir sirka 2-3 vikum var ég farin að skilja nánast allt sem er verið að tala um í kringum mig. Þarf samt að reyna að einbeita mér, því það er ekkert jafn leiðilegt og þegar kennarinn spyr frekar pirraður: tu comprends? (skilurðu?) Og ef ég segi nei verður kennarinn ennþá pirraðri eins og ég eigi bara að skilja allt og byrjar að reyna að finna orðin á ensku í staðin fyrir að segja þetta bara aðeins hægar á frönsku. Ég vil ekki að fólk tali ensku við mig því ég skil mun meira í frönsku heldur en þau í ensku og allir þýða alltaf auðveldustu orðin sem ég skil…haha skrítið.

Ég er búin að fara í alveg nokkur próf, flest þó í ensku. Hæðsta einnkunn í Frakklandi er alltaf 20, það er nánast ómögulegt að fá það en það er þannig að 18 er glæsilegt! Einnkunnir eru svo engannveginn feimnismál hér, í flestum tilvikum les kennarinn upp allar einnkannir hjá nemendunum. Þegar Mme. Ferrari las upp meðaleinnkunina mína 12/20 fyrir alla áfanga til samans get ég sagt að nokkrir nemendur hafi verið frekar fúlir, þau vinna  og vinna eins mikið og þau geta á meðan við skiptnemarnir fáum heimanám í fæstum  tilvikum, fylgjumst ekki með og kennaranum gæti ekki verið meira sama ef við glósum ekki. ég held að hæðsta einnkunnin hafi verið 15 svo ég tel 12 bara mjög gott fyrir mig! Einnig er ég búin að taka nokkur önnur próf, var með kynningu í ensku sem ég fékk 18 fyrir, tók enskupróf sem ég fékk líka 18 og svo annað enskupróf í renforce þar sem ég fékk 0,75 vegna þess að í fyrsta lagi fattaði ég ekki hvað átti að gera og fattaði ekki að spurja og auk þess voru þetta óreglulegar sagnir þar sem sögnin var gefin upp á frönsku og ég hef lítið sem ekkert kýkt á franskar sagnir. Ég var þó bara ánægð með einnkunina, frekar pirrandi samt þegar kennarinn sagði við allann bekkinn; „já þetta er mjög erfitt fyrir hana því hún þarf að hugsa á þrem tungumálum.“ Alltaf verið að vorkenna manni.

Að sjálfsöðgu er aðal umræðuefni frakka „matur“ en næst á dagskrá er það svo sannarlega lærdómurinn. Hér er sko ekkert hægt að segja „ég gleymdi að gera heimanámið“, krakkarnir gera alltaf heimanámið en fara hinsvegar að gráta ef þau gleyma heimanáminu heima hjá sér eða eitthvað sllíkt vegna þess að það er tekið svo harkalega á því. Kennörunum er drullu sama en það eru foreldrarnir sem verða MJÖG reiðir. Foreldrar lesa þvílíkt yfir krökkunum um að læra heima og krakkarnir kvarta sko ekki þegar þau eru látin gera heimanámið á föstudags og laugardags kvöldum. Við skiptinemarnir fáum mjög sjaldan heimanám, við hreinlega tökum ekki eftir því þegar hinir fá eitthvað 2 tíma verkefni fyrir hvern dag í hverju fagi. Við þurfum að læra heima í ensku sem hefur verið þrisvar og einu sinni í S.V.T. þar sem kennarinn dömmpaði á okkur þriggja blaðsíðna verkefni um augað. Ég er svo heppin að host mamma mín gerði það fyrir mig en eitt er þó komið í ljós, ég ætla aldrei að vera augnlæknir!

ég sagði hóst mömmu minni að íslendingar hafa mikinn áhuga á að tala um veðrið, því það er alltaf að breytast. En nú situr hún oft fyrir framan sjónvarpið að horfa á veðurfréttirnar og segir „Je suis islandaise“ en hún tók því reyndar sem við tölum um fréttir eins og frakkar tala um mat en það er bara eiginlega ekki möguleiki á því…frakkar tala of mikið um mat, hóst mamma mín sagði mér einnig að á aðfangadag sitja þau við matarborðið í 6 klukkutíma og á jóladag í 6-7 klukkutíma, ég veit samt ekki hvort ég þurfi að upplifa það en það er vegna þess að við höfum ekki hugmynd um hvar við verðum á jólunum! Krakkarnir verða hjá hinum foreldrum sínum þannig við verðum bara 3 og host mamma mín vill að það komi á óvart!! Verðum í parís fyrir jólin og kannski einhverstaðar ALLT annarsstaðar um jólin eða bara heima…kannski veit ég það ekki fyrr en daginn fyrir jólin! En þá verður það bara fínt örugglega :)

ég er farin að vera mjög spennt fyrir jólunum, við ætluðum að skreyta jólatréð í dag en höfðum ekki tíma þannig það verður gert á morgun…já jólin koma snemma í ár!! ég þarf að baka eitthvað fyrir parísarferðina og ætla því að leifa þeim að smakka piparkökur því það er ekki til hér í frakklandi. Mér finnst piparkökur mjög góðar en þó er deigið það besta ;) en annars get ég ekki sagt að ég hafi verið í miklu jólaskapi undanfarið, er ekki búin að heyra eitt einasta franskt jólalag en ég fór á youtube í dag og hlustaði á nokkur íslenskt og þá kom sko jólafýlingurinn!!! It’s the happiest time of the year =)

Meira meira um mat….eins og ég hef eflaust sagt áður þá er alltaf baguette eða brauð með matnum (ég þekki ekki muninn, lýtur alveg eins út). Baguette er mjög heilagt fyrir frökkum! Það má ekki snúa því á hvolf né rífa af, maður þarf að skera snyrtilega með hníf. Það er bannað að klára ekki baguettið og maður notar það í lok máltíðar til þess að hreinsa það sem eftir er á disknum. Mjög dónalegt að hreinsa ekki diskinn sinn.

Það er ekkert jafn eðlilegt og að troða sér fram fyrir í röðinni í matsalnum og búa svo til pláss í röðinni fyrir 10 vini sína, einu manneskjurnar sem kippa sér eitthvað upp við þetta erum við skiptinemarnir því það er ekki mjög heiðarlegt að troða sér svona á okkar löndum, það gera þetta amk. 30 manns í hvert skipti sem ég er að bíða í röð sem gerir biðina mjöööög langa. Í matsalnum borða yfirleitt alltaf með Saami og Irinju en stundum eru fleiri með okkur, þegar við erum ekki í eyðu fyrir mat. Ég hef þó komist að því að ég er alveg stórfurðuleg!!! Pierre sagði að ég væri „strange“ fyrir að taka svona pitsubaguette og borða það með hnífapörum á meðan Saami borðaði það með höndunum. Það er þó ekki mesta undrið, í gær var ég að borða með 6 öðrum stelpum og allt í einu tók ég eftir því að það væru allir að stara á mig og ég var ekki að fatta afhverju og þá spurðu þau: „afhverju ertu að borða banana ofan á brauð???“ haha…þetta tíðkast ekki einu sinni í Finnlandi þar sem hún sagði að þetta væri of furðulegt fyrir hana til að smakka!!!! Hún þekkir “lífið” í finnlandi, kanada og sloveníu þar sem pabbi hennar býr þar og þetta er ekki gert í japan svo hún sagði að þetta væri eitthvað aaaaaaaalveg íslenskt!!! Ég elllska bananabrauð!!!

Þegar ég kom út úr skólanum mínum á fimmtudaginn voru tveir sjúkrabílar, fullt af fólki og allt í rugli. Eins og allir gera er að kýkja hvað er í gangi og þegar við sáum að það lá manneskja á jörðinni fékk ég geðveikt mikið sjokk, ekkert smá óþægilegt að horfa uppá þetta. Slysið var semsagt að bíll keyrði á eina stelpu í skólanum mínum og hún fótbrotnaði á báðum fótunum, mjög slæmt en hefði þó getað farið verr! :/ en eftir þetta labbaði ég að skóla hóst bróður míns, leiðin liggur í gegn um miðbæinn og tekur um 35 mín. Það voru bílar stopp í röð í 20 mínutur sem ég labbaði, allt útaf slysinu! Þegar ég kom í skólann fékk ég að kynnast því hvað einnkaskólar í frakklandi eru ALLLLT öðruvísi…það eru alltaf nunnur sem stjórna öllum skólanum, allt er trúardót, það er allt bannað, allt er heilagt, allt er öðruvísi…held það sé betra á einhvern hátt en þó lítið frelsi fyrir krakkana. Foreldraviðtöl í frakklandi eru DJÓK, allir foreldrar og nemendur standa í rosalegum þrengslum frammi á gangi og fara í röð hjá þeim kennörum sem þeim langar að hitta, sumir vilja hitta alla kennarana en sumir hitta enga. Við þurftum að bíða í sirka hálftíma eftir stærðfræðikennaranum og tíu mínútur eftir enskukennaranum. Þegar komið er inn í stofurnar eru 3 kennarar í hverri stofu svo það eru 3 viðtöl í gangi á sama tíma og hurðin opin svo ekki mikill friður. Mikill söknuður á Grunnskóla Reyðarfjarðar á þessum tíma!!! En hóst mamma mín fór allavegana með mig og kynnti mig fyrir enskukennaranum og einni nunnu, þar sem ég er ekki í skóla eftir hádegi á þriðjudögum fer ég í þennann skóla í janúar og verð þá að kynna ísland fyrir litlum krökkum, taka þátt í umræðum og fæ held ég líka að sitja einhverja tíma :) mjög krúttlegt af þeim að bjóða mér þetta!

Helgin mín var annars nokkuð róleg, engin börn þannig ég fór út að borða með host foreldrunum mínum á föstudaginn. Geðveikt flott veitingarhús, vorum í sirka 3 klukkutíma og maturinn var semsagt: forréttur í þrem pörtum, aðalrétturinn, ostar, eftirrétturinn og síðan kaffi eftirá. Frakkar borða svo mun meiri ost en hægt er að ýminda sér!!! Þjónninn kom með risa „ostahlaðborð“ og svo völdu host foreldrar mínir hvernig ost þau vildu og borða það svo eins og vanalega annaðhvort með engu eða brauði, mér finnst það ennþá frekar hallærislegt….borða ekki ost, fékk mér stundum camembert en ekki lengur :( en mér fannst það annars alveg svakalega fynndið þegar fíni þjónninn kom með vínflösku, sýndi hana svona yfir borðið (svona eins og þegar módel eru að labba og sína báðar hliðar af sér fremst á pallinum hehe) svo opnar þjónninn vínið, hellir smávegis í glasið hjá host pabba mínum. Þá bíður maður eftir alveg svakalega dramatísku mómenti þar sem hann smakkar vínið og kinnkar svo kolli ef þetta var „rétta“ vínið og þá má þjónninn hella í hin glösin. Ég veit ekki hvort þetta sé á íslandi en mér fynnst þetta alveg æðislegt! Haha

Á laugardaginn vann hóst pabbi minn 2000 evrur í lottóinu sem er yfir 300þúsund þannig við sóttum það, fórum í blómaskreytingarbúð sem var geðveikt krúttleg og um kvöldið í afmælisveislu hjá rafvirkjanum&píparanum okkar og bróðir hans. Þeir voru 20 og 30 ára, þeir voru búnir að leigja sal og voru með sérstaka veitingarþjónustu og dj, ég held þetta sé frekar oft gert þegar það eru afmæli í franss. Eins og frakkar elska mikið að borða þá vorum við sitjandi frá 10-2 að borða en ég skemmti mér þó vel því það var rosalega mikið í gangi á sviðinu, karíókí og einhverjir skrítnir leikir. Svo var líka einn kall sem var algjörlega á skallanum allann tímann og án djóks íslendingar hegða sér ekki einu sinni svona, en hann hélt mér þó hlægjandi allt kvöldið svo þetta var í lagi! Eftir matinn var síðan dansað fram eftir nóttu, ég elska öll lögin sem voru þarna og er núna að reyna að grafa upp franska partý tónlist!!

Ég er loksins hætt í körfubolta en er núna komin yfir í dans. Við fórum í verklegt körfuboltapróf sem var nú bara svipað og mót, ég fékk 12 fyrir það sem er sennilega meira en ég hefði átt að fá því mér fannst svo fáramlegt hvað krakkarnir voru keppnisóðir að ég hló bara að þeim nánast allann tímann. Ég er búin að fara í tvo danstíma, það er alveg ágætt svosem. Næsta mánudag fáum við frí í nokkrum tímum því við verðum hjá einhverjum sérstökum danskennara í 3 klukkutíma og á þriðjudaginn förum við bara í einn frönskutíma og svo aðrir þrír tímar í dansi. Á föstudaginn í næstu viku fer ég svo til Parísar með bekknum og dans-, sögu- og frönsku kennurunum. Þetta er aðallega dansferð myndi ég halda, við förum í Óperuna og leikhús sem er bæði danstengt. Held að við förum líka á dansnámsskeið en ég er ekki viss.

Í síðustu viku byrjuðu frakkar að panika, það var kominn snjór. Ég gat þó ekki séð neinn snjó þar sem hann bráðnaði um leið og hann snerti jörðina en ég var ekkert að kvarta þar sem frakkar meiga alveg vera stolltir ef þeir vilja. Á sunnudaginn byrjaði þó að snjóa af einhverju viti, það snjóaði nonstop allann daginn og hætti svo rétt fyrir miðnætti. Það hefur ekki snjóað síðan en hann hefur vel haldið sér þar sem það er yfirleitt sirka -5°C en það á eftir að verða kaldara, afhverju þurfti ég að vera akkúrat í miðju landinu!!!!!! Get ekki lýst því hversu kalt það er þegar ég sest á morgnanna inn í nýja bílinn sem host mamma mín var að kaupa með LEÐURSÆTUM í -5°C…ojooojjj! En allavegana þó það hafi snjóað allann sunnudaginn var snjórinn fljótur að hverfa af götunum, svo það er ekkert mál að keyra. Frakkar eru hinsvegar mjög hræddir og alveg rooooosalega fáir hafa mætt í skólann! Erum búin að vera 6-7 í bekknum alla vikuna, veit samt þó að meira en helmingurinn af þeim sem er ekki að mæta er bara að gera þetta því þetta er svona nokkurnveginn afsökun til að koma ekki. Það var þó eitt sem böggaði mig við snjókomuna var það að rafmagnið var blikkandi yfir allann daginn, frakkland er ekki hannað fyrir þetta.

Sáralöng eru bloggin mín en það er ekki mér að kenna að þið lesið þetta, hehe.. hér koma allavegana nokkrir punktar sem geta verið ganglegir, en þó alveg örugglega ekki…

-þegar það eru kökur í eftirrétt eru allar sneiðarnar skornar í byrjun í staðin fyrir að hver skeri sitt.

-yfir 80% af þeim sem kynnast mér hafa aldrei heyrt um ísland áður.

-ég ELSKA að vera kölluð Mademoselle/Ungfrú =)

-á íslandi reynir maður að forðast að þurfa að hella í glös fyrir alla en hér er það þannig að fyrsta manneskja sem tekur drykkinn er svo góð að hella fyrir alla sem eru nálægt sér! Þó þau þekkjast ekki…

-mér er alltaf kalt á nefinu

-ég hata að versla jólagjafir, það er svo erfitt!!! elska samt að finna gjafirnar og gefa !!! ;)

-stelpurnar í skólanum alltaf grenjandi útaf einhverjum gaurum!

-það er stelpa í skólanum mínum sem talar japönsku vegna þess að fyrir 3-4 árum byrjaði hún að horfa á japanska sjónvarpsþætti, hún hefur aldrei komið þangað og það er ekkert á planinu…

-lessan í bekknum mínum er alltaf að sjúga þumalfingurinn sinn..

-Frakkar setja í veðurfréttirnar hversu margir sentimetrar af snjó eru á hverjum stað!!! undur.

-Eftirnafn hóst mömmu minnar er Gentils, borið fram „sjontí“ og það þýðir indæl,góð,næs :)

-ég kemst ennþá í splitt!!!!!!

-frakkar nota regnhlíf í snjókomu.

-ég fer í jólafrí eftir tvær vikur, er alveg sama þó þið farið á undan mér….ég fer til parísar og engin próf!! Ooog gangi ykkur samt vel í prófunum :)

-jólatréð skreytt fyrsta des í frakklandi

-eiiitt annað!! Saami Japanska vinkona mín er á vegum Rotary sem virkar þannig að hún skiptir um fjölskyldu þrisvar yfir árið og hún var alltaf að segja að nýja fjölskyldan hennar býr í Romorantin en hún þarf að taka lestina í skólann. Í dag þegar host mamma mín kom að sækja okkur heim til hennar var hún að tala við hóst mömmu Saamiar og hún mun ekkert vera í Romo, hún flytur í bæinn minn!!!! elskulega Gièvres :) þannig í Janúar byrjum við að taka lestina saman í skólann og við erum búnar að plana sushi partý handa okkur!! haha vííí…ég hlakka til, loksins þekki ég einhvern hér!!!! :)


Irinja mín vældi sko mikið yfir að hún væri blaut í fæturnar, hefði viljað taka mynd af hneikslunar svip afgreiðslufólksins þegar hún tók á því að fara úr skónum inní búðinni…

ég fer sennilega til Blois á föstudaginn eftir skóla ef það verður ekki snjóstormur, Irinja gistir hjá mér líka og á Laugardaginn tökum við lestina til Tours til að klára jólagjafirnar og hittum Abigail og förum á DOMINOS…lífið er yndislegt.

ps. var að leita að íslenskum jólalögum á youtube og fann þetta: http://www.youtube.com/watch?v=KRiX2lAHwXA&feature=related haha minnir mig svo ooof mikið á gömlu dagana!!!! <3

KNÚS Á YKKUR ÖLL :*

Posted in Óflokkað

8 ummæli

 1. Jóna María

  hæ hæ Mademoselle mín. Til lukku með einkunnir þetta er bara klassi hjá þér. Aðal atriðið er að þér líði vel og hafir það gaman. Spennó hvað þið eigið eftir að gera á jólunum verður pottþétt eitthvað skemmtilegt :-) Góða ferð til París og vona að DOMINOS smakkist vel á laugardaginn. Kossar og Knús til þín sæta Mademoselle……..

 2. Jóhanna

  Til hamingju með góðar einkunnir, glæsilegt!
  Þótt bloggin þín séu löng, þá eru þau samt svo skemmtileg að þegar maður byrjar að lesa þá getur maður ekki hætt fyrr en það er allt búið :)
  -lessan í bekknum mínum er alltaf að sjúga þumalfingurinn sinn.. hahaha takk Rósa fyrir að segja þetta! mér líður miklu miklu betur :) (hló samt mjög mikið af þessu)
  Gott að þú hafir það gott og spennandi hvað þú gerir um jólin :)
  Mig langar í dominos!
  Hafðu það gott og ég heyri í þér á skype eftir prófin Mademoselle mín ;*

 3. Stella

  Haha, ég elska bloggin thin, vona svo innilega ad ég geti hitt thig thegar thu kemur til Parisar fyrir jolin !!
  nokkrar breytingar fra thér til min :
  -ég skreyti ekki jolatréd fyrr en 11. og vid hefdum gert thad 18. ef host systir min vaeri ekki ad fara eitthvad tha helgi.
  -okei, eins, en ég sa eitthvad rosalegt rifrildi milli tveggja stelpna i skolanum um daginn, thaer voru byrjadar ad slast og hefdu virkilega radist a hvora adra ef einhver hefdi ekki gengid a milli …. ég get rétt imyndad mér yfir hverju thad var ….
  -jolagjafir : ERFITT!! en ég er samt buin :)
  -folk sem ég hitti veit ekki hvar danska er tölud
  -og thetta med leikfimina, ég var frekar anaegd med 12, en samt frekar ful thar sem ad folk sem gerdi ekki rass fékk sömu einkunn og ég. held ad besta einkunnin hafi verid 15, en ég hélt ad hun myndi fa 18 eda 19!! hun er otrulega aktif i timum, og ef hun naer ekki 20, tha naer thvi enginn!!
  -ostar : oja, elska tha, en get samt ekki bordad neitt sterkara en camembert xd
  -og thetta med matarrödina! ég HATA thad, thad er kannski endalaus löng röd, svo thegar madur er loksins komin eitthvad afram, tha kemur ein stelpa og tredur sér inni, asamt tuttugu vinum sinum !!
  ja, sma pirringur i gangi xd
  haha en bisous
  oooog thu segir mér hvenaer thu kemur til Parisar!!

 4. Rósa Margrét

  shit þú veist ekki hvað ég öfunda þig að vera búin með jólagjafirnar, ég hef ákveðið að klára alltaf næstu ár fyrsta nóvember!!! eða bara um sumarið!!!
  en annars þá veit ég það núna, við keyrum til parísar um morguninn 19.des, ég man ekki hvenær þú ferð..geturu sent mér númerið þitt svo við getum bara planað þetta ef þú verður heima! en bisous á þig :*

 5. Friðrik Bjartur

  Miðað við frásagnir ykkar virðast Frakkar bara frekar heimsk og sjálfhver þjóð.. Hélt alltaf að þeir væru frekar nettir útaf Rússó, Lacan og Descartes og þeim fávitum en neinei, svo vita þeir ekki einu sinni hvað Ísland og Danska er.. hehe annars bara flott blogg, það var kominn tími á blogg;)

 6. Thelma

  Vá flott hvað þér gengur vel í skólanum :)
  Og gaman að Saami sé að flytja svona nálægt þér..
  En sendu mér mail í dag, við Tristan erum orðin rosa spennt að fá sendinguna ;)

 7. Fríða

  Hæ elskan
  alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt
  en þetta með rauðvínið þetta er líka gert á íslandi
  svona á fínum veitingarstöðum.vonandi gengur vel í verslunar
  ferðini sem þú ert í núna Andrea biður heilsa.:)

 8. Pabbi

  Skemmtilegt að lesa bloggið þitt elskan, uppáhalds jólabókin mín í ár :)