FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

enginn jólaköttur til frakklands.

7. desember 2010 | Rósa Margrét

Ég byrjaði að „huga“ að jólagjöfunum fyrir sirka mánuði og ákvað að allt yrði sent frá mér mánudaginn 6.desember, semsagt í gær. Ég hugsaði planið mitt þó ekki nógu vel þar sem ég endaði upp með það að þurfa að versla allar jólagjafirnar á einum degi sem kostar ekkert annað en stress og vesen. Ég breytti þó einum degi yfir í tvo sem bjargaði svoleiðis öllu og ég náði að klára allar gjafirnar. Ég var mjög ánægð en líka eitthvað út úr heiminum þegar ég sat á gólfinu inni í herberginu mínu að hlusta á íslenska jólatónlist og pakka inn þar sem ég þurfti að opna helminginn aftur því ég hafði gleymt að taka verðmiðann af. Það er örugglega verðmiði ennþá á einhverjum pakka en það verður bara að hafa það.

Þetta byrjaði allt saman síðastliðinn laugardagsmorgun þegar fósturmamma mín skutlaði okkur Irinju á lestarstöðina sem er staðsett í 3 mínútna göngufæri frá húsinu mínu, það er nú auðvitað vegna þess að ef þið þekkið mig rétt þá er ég alltaf á síðustu stundu með allt. Á lestarstöðinni hittum við stelpu sem er með okkur í ensku renforce, við þekkjum hana lítið sem ekkert en hún fékk þó eitt stikki vandræðalegt hæ frá okkur. Hún fósturmamma mín æddi þó upp að stelpunni og vinkonu hennar til þess að spjalla. Hún kynnti okkur og fór að spyrja ýmissa spurninga um ferðir þeirra til Tours, en það endaði með því að fósturmamma mín bað stelpurnar að tjékka á heimferðinni með okkur svo við myndum örugglega ekki missa af lestinni. Við spjölluðum aðeins við þær á leiðinni og kýktum svo á dagskránna í Tours, ég misskildi lestarbæklinginn algjörlega svo við hefðum misst af lestinni. Ég skil ekki hvernig ég á að læra á þetta kerfi þar sem ég rétt náði strætókerfinu í Reykjavík, það er nóg í bili.

Mjög skemmtilegt hvað við vorum ánægðar að fá að vera “einar í borginni”. Tours er jafn stórt og Reykjavík, þar hef ég nú aldrei haft neitt vandamál með að vafra um ein. Við ákváðum að byrja á H&M, varð svolítið svekkt vegna þess að ég hafði ætlað mér að versla eitthvað sætt á syskini mín og fyrir Thelmu en þá þurfti auðvitað „barnafatabúðin“ að vera á allt öðrum stað í bænum og afgreiðslukonan sagði að það þyrfti að taka strætó þangað sem ég var ekki að fara að leggja á mig fyrir þennann stutta tíma sem við vorum þarna. Þessi H&M ferð verður bara að bíða til betri tíma.

eins ánægð og ég var með að fá LOKSINS dominos eftir 3 mánaða skort, við byrjuðum á því að labba vittlausa átt en ákváðum síðan að spyrja gangandi vegfarendur nánari upplýsinga. Því miður vissi enginn hvað dominos væri en ég sá þrjá pizzastaði á aðal götunni svo ég giskaði bara að það væri „pizzugatan“ svo við rölltum hana. Eftir að hafa labbað í fimm mínútur sá ég elskulega dominos, ég var ekkert smá glöð. Þegar við komum þangað tók Irinja upp myndavélina og ég styllti mér upp alveg hrikalega ánægð fyrir framan. Hinsvegar datt öll gleðin mín í vaskinn þegar við ákváðum að labba inn, dominos var lokað á milli 14 og 18. Klukkan var 14.05.

um 6 leitið rölltum við aftur á lestarstöðina og stukkum inn í næstu lest til Bourges ánægðar með daginn þrátt fyrir dominos og barna H&M leysi. Ég náði ekki að klára jólagjafirnar svo við ákváðum að koma bara aftur daginn eftir, höfðum ekkert betra að gera.

Þegar við fórum aftur buðum við Fionu með okkur, fóstursystir Irinju. Hún er ári yngri en við og mjög skemmtileg, svo var líka gott að hún kom þar sem við töluðum þá frönsku allann daginn.

Það fyrsta sem kom til greina að gera var DOMINOS, að sjálfsögðu. Ég var mjög glöð þó svo að það vinsælasta á matseðlinum er „Fromage de chèvre“ sem er geitaostur og eitt það viðbjóðslegasta sem hægt er að bjóða mér. Við hugsuðum ekki alveg út í planið hvar við ættum að borða svo við enduðum á því að standa úti í rigningunni, ég með pizzu og þær með geitaostasalat. Fundum okkur kaffihús þar sem við keyptum drykki svo okkur var leyft að setjast niður. Ég er mjög fegin að hafa smakkað frönsku dominos pizzuna en get þó sagt að það er eitthvað sem ég ætla ekki að gera aftur. Pizzan bragðaðist eins og heimabökuð misheppnuð pizza með sexfölldum skammtil af ost og ég varð algjörlega fyrir vonbrigðum en það er þó í lagi, íslenska dominos pizzan mun ekkert breytast svo ég fæ hana bara þegar ég kem heim!!!!

Við rölltum um bæinn, fórum inn í þær búðir sem litu út fyrir að vera skemmtilegar og ein þeirra var alveg einstök. Reyndar var hún ekkert einstök ég var bara með svo mikinn valkvíða að ég þurfti að prufa allt/allar tegundir og eftir sirka klukkutíma ákváðu Irinja og Fiona að setjast niður og bíða eftir mér á meðan ég hlaup út um allt að reyna að finna „það rétta“. Ég var mjög glöð þegar ég var búin að ákveða mig en þegar ég ætlaði að borga vildi svo skemmtilega til að það var ekki meiri peningur á kortinu mínu!! Ég ætlaði þá bara að hætta við að kaupa þetta en var þó mjög leið því ég hélt ég gæti ekki keypt meira það sem eftir var, elsku mamma mín reddaði mér þó og þetta blessaðist allt saman þó svo að stelpurnar hafi ekki verið neitt sérstaklega ánægðar að fara aftur inn í þessa búð. Haha.

Ég átti þó alveg rosalega skemmtilegt móment með dyravörðum búðarinnar þegar ég var á leiðinni út þar sem ég hafði óvart sett sokka í pokann minn án þess að hafa munað eftir því svo ég kom þjófavörninni í gang og það var eflaust mjög vandræðalegt.

Ég keypti síðustu jólagjöfina hálftíma áður en lestin átti að koma svo við höfðum tíma fyrir einn mcFlurry. Vorum þó algerlega á síðustu stundu og þurftum nánast að hlaupa inn í lestina. Kýktum á stóra skjáinn sem sýnir allar lestirnar eins og er yfirleitt á flugvöllum og við vissum að lestin okkar átti að fara klukkan 18.17 svo við hoppuðum inn í einu lestina sem átti að fara þá. Þessi lest var hræðileg, það var ekki hægt að labba á milli tengivagnanna svo við settumst niður í fyrsta vagninum. Við héldum að það væri allt í lagi með þessa lest þar til hún fór af stað, örugglega 50 ára gömul og hún brakaði alveg virkilega mikið. þvílíkur hávaði sem fylgdi henni, skrýtið hljóð á bak við sætið og svo var það líka sjóðandi heitt eins og það væri að kvikna í. Þegar lestin stoppaði í fyrsta skiptið fór fólkið við hliðina á okkur út svo við ákváðum að færa okkur þangað til þess að forðast óhugnarlega hljóðsins! Vorum síðan búnar að sitja þarna í sirka fimm mínútur þegar við föttuðum allt í einu að allir hefðu farið úr lestinni og við föttuðum ekkert svo við hlupum út úr henni. Þá hafði þessi lest ekkert ætlað lengra og við þurftum að finna okkur aðra lest til þess að fljóta með.  Biðin voru sirka 45 mínútur á þessari óhugnarlegu stoppistöð en þetta blessaðist þó allt saman og hin lestin var mun betri þar sem hljóð lestarinnar kæfði ekki umræður okkar.

Það byrjaði að rigna um helgina sem þýðir aðeins það að snjórinn er farinn, í dag rigndi hinsvegar svo mikið að ein stílabókin mín sem var fremst í töskunni er ónýt, flott flott. Það snjóaði mjög mikið á frönskum mælikvarða á fimmtudagskvöldið svo ég fékk frí í fyrsta tíma af sökum þess að fósturmamma mín nennti ekki tvisvar til Romo þennann morguninn. Þegar ég mætti í skólann klukkan 9 hitti ég Irinju, Saami, Marie og Söru. Þær voru einu manneskjurnar í bekknum sem höfðu mætt í skólann. Við fórum á bak við pýramídann í smá snjóleiðangur þar sem við norðurlandabúarnir fengum okkur smá snjó í gogginn. Eftir smá kuldaskemmtun fórum við í læriherbergið í heitt kakó en stuttu eftir það ákváðu stelpurnar bara að fara heim til sín og skrópa það sem eftir væri af deginum svo við Irinja sátum einar eftir.

Ekki ætluðum við að dúsa einar það sem eftir væri svo við fórum á skrifstofuna og ég bað konuna að hringja í fósturmömmu mína vegna þess að ég væri ekki með símann minn og vissi ekki númerið hennar, hehe. Fósturmamma mín skutlaði okkur heim til Irinju þar sem við eyddum deginum í bakstur, ég gerði finnskar súkkulaðibitakökur og hún gerði franska eplatertu. Við ætluðum til Blois um kvöldið en sökum snjósins höfðum við bara cosykvöld í Gièvres þar sem Irinja gisti hjá mér.

Það kviknaði í í skólanum mínum í gær, ég sat sallaróleg í S.V.T. þegar einhver kona opnaði hurðina og sagði alveg innilega lágt og rólega „sortir“. Ég hef heyrt í brunabjöllunni í þessum skóla svo ég fattaði ekki afhverju hún var ekki sett í gang en við stóðum í aðal inngangnum í sirka tíu mínútur þar til einhver kall kom alveg upp að andlitinu á mér og sagði mér að fara út, það var smá krípí. Frakkarnir voru hinsvegar salla rólegir yfir þessu og sögðu „bíddu ég þarf að segja hæ við vin minn sem er þarna…“ eldurinn var semsagt það kviknaði í handa-þurrkunar-vélinni á einu klósettinu og við stóðum úti í sirka 40 mínútur á meðan slökkviliðsmennirnir sinndu sínum verkum. Ég held ég hafi aldrei séð slökkviliðsmenn vera að sinna öðru en æfingarverkefni svo það var mjög kúl þegar kallarnir komu hlaupandi í gallanum með hjálminn á hausnum og gaskútinn á bakinu…..hinsvegar var það bara glatað þegar þeir komu aftur út eftir að hafa lokið verkefninu, löbbuðu hliðina á hvor öðrum í slow motion með hjálminn undir hendinni og allir fögnuðu fyrir þeim!! hahaha

Annars var ég einnig á þriggja klukkutíma dansæfingu í gær og í dag mer til mikillar gleði. Erum að gera einhverjar æfingar eins og vélmenni þar sem við þurfum að gera hreyfingarnar geðveikt listrænar og ómægad…ólísanlegt alveg hreint. Varð bæði reið og sár í danstímanum í dag og leyfði nokkrum tárum að laumast, enda hafa þau ekki komið í mjög langann tíma. Það var ekki vegna íslandssöknuðar eða einhvað svoleiðis heldur einfaldlega vegna þess að tvær stelpur úr bekknum mínum höguðu sér eins og smákrakkar á versta stigi við mig og Irinju. Kennararnir og hinir nemendurnir voru svo aldeilis hissa og er mjög fegin að þetta hafi verið í danstímanum, einn danskennarinn sendi dóttur sína til japans fyrir ári og hún sagði bara við bekkinn “þið skiljið ekkert hvernig þeim líður, þær eru hérna mjög langt í burtu frá fjölskyldunni sinni og vinum og blabla…” ef þetta hefði verið í t.d. frönsku hefði kennarinn ekkert kippt sér upp og henni hafi verið drullu sama. Suma frakka þarf bara að ala betur upp.

En við förum allavegana til Parísar á föstudaginn og þá gisti ég hjá Irinju á fimmtudaginn því rútan fer klukkan 7 um morguninn. Aðal umræðuefni vikunnar í skólnum er “hvað ætlar þú að baka fyrir París” þar sem við þurfum að koma með kökur og allir verða yfir sig hissa þegar ég segist ætla að gera piparkökur og segja “og kannt þú að gera það???” haha og auk þess getur einhver svarað mér því afhverju þetta heitir piparkökur? þetta heitir líka piparkökur á finnsku þó það sé örugglega öðruvísi skrifað en pipar er ekki orð í finnsku og það er ekki pipar í piparkökum….þvílík þvæla.

Um þessar mundir væri ég svo mikið til í að vera í Grunnskóla Reyðarfjarðar, ég sakna þess svo mikið að byrja desembermorgna á nokkrum jólalögum. Ég er búin að heyra eitt franskt jólalag, reyndar ekki…það er bara búið að segja mér hvernig textinn er og í staðin fyrir “klukknahljóm” eða “Jingle Bells” syngja frakkar “Vive le vent” sem þýðir eiginlega bara “lifi vindurinn“.. haha mjög skemmtilegt! Ég er hinsvegar mjög leið yfir því að eiga engin jólalög í tölvunni minni og þarf að hlusta á þau höktandi á youtube, það væri svo yndilegt ef einhver gæti sent mér svo ég muni eiga gleðileg jól!!

ég tilkynni Irinju í hverjum frönskutíma að við séum að læra um Voltare og “ontrógímé” þetta er það eina sem ég heyri kennarann segja. í dag spurðum við hvað þetta ontrógímé væri og þetta eru semsagt gæsalappir….ekki eins merkilegt og ég bjóst við.

Það er ekki meira að frétta í bili en það væri þó alveg yndislegt ef þú myndir skilja eftir eitthvað hér fyrir neðan þó það sé ekki nema „þú ert töff“. Ég kveð allavegana. Bless. Adios Amigos!!

Ps. Ég er búin að kenna öllum sem á vegi mínum verður að það verður að kaupa einhverja flík fyrir jólin svo jólakötturinn komi ekki. Ég er save þar sem ég spælsti í eitt stykki kápu sem var á „must buy“ listanum mínum.

Posted in Óflokkað

9 ummæli

 1. Friðrik Bjartur

  úú Voltaire er nettur gaur sko og vel gert með dominos:P En já ætli það sé ekki bara því bragðið af þeim minnir á pipar? en flott blogg:)

 2. Pabbi

  þú ert töff

 3. Jóhanna

  alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt :)

 4. Mamma

  Hæ elskan þú ert töff og vá hvað þú ert flott í kápunni:)

 5. Þóra

  hljómar svo frábærlega! haha langar avo að fara til frakklands :)
  er svo sammála með jólalög! finnst einhvern veginn vera svo lítil stemning hérna í þýskalandi fyrir jólunum, íslensku jólalögin mín sem ég spila hérna heima alveg að bjarga mér. og nú ert þú líka komin með þau :D
  ég verð að segja að mér finnst þetta alveg frekar fyndið með það hvað frakkar eru greinilega lélegir að mæta í skólann þegar það snjóar, allar hinar stelpurnar í frakklandi eru að blogga um það sama haha.
  allavega, njóttu jólalaganna!

 6. Kristveig

  haha þú og dominos rósa!
  eeen það er geggjað að þú skemmtir þér svona vel elskan og lemdu þessa frakka frá mér sem eru með dónaskap við þig!
  hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim :)

 7. Pálína

  Hæ sæta
  Ohhh, njóttu þess nú í botn að eiga öðruvísi jól og gera allt þetta sem er svo framandi og skemmtilegt:) Hangikjötið á eftir að flæða allt út úr eyrunum á þér alla ævi en þessa reynslu færðu bara eitt tækifæri til að upplifa!!
  Segir gömul geit sem flest allt veit:)

 8. Thelma

  Það er hvítur pipar í mínum piparkökum :)
  En ekki velta þér upp úr H&M ferðinni vina mín !
  Og þú ert töff :D

 9. Abba

  Þú ert klárlega töff! ;D