FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

jólaparís

22. desember 2010 | Rósa Margrét

Ég lofaði að vera dugleg við þetta blogg mitt svo ég hef ákveðið að setja inn eitt svona rétt fyrir jólin. Voða margir skiptinemar að kvarta yfir „jólaskapsleysi“ en ég get sagt að ég sé bara mjög spennt, þrátt fyrir snjóleysi. Ég er samt eiginlega bara fegin að það sé ekki mikill snjór hér vegna þess að snjór + frakkar er stærðfræði sem ekki einu sinni Túlli getur reiknað!!!

10.des sl. Fór ég til Parísar með bekknum, það var mjög fínt. Við fórum á tvö söfn, Musée Rodin..ef þið vitið ekki hvað það er getiði googlað „le penseur“ sem er voða fræg stytta frá þessu safni og safnið einkennist aðallega af nöktum styttum. Þegar ég verð stór ætla ég að búa til safn með fólki í fötum, það er eitthvað sem bráðvantar í París! Ég man nú ekki hvað hitt safnið hét en það var ekkert smá flott og það sem við skoðuðum af safninu voru endalaus málverk og fórum síðan á toppinn þar sem við sáum yfir Parísarborg. Rölltum niður Champs élycées götuna, elska svo allt við hana og til að bæta súkkulaði ofan á kleinuhringi eru að koma jól og því alveg endalaust af litlum jólamörkuðum sem er alveg rosalega vinsælt hérna og geðveikt gaman að skoða. Í matnum áttum við að vera 3+ manns að fá okkur að borða saman og ég varð sko heldur betur pirruð þegar kennararnir sögðu að það kæmi ekki til greina að ég, Irinja og Saami værum bara einar. Ekki það að ég vildi að við yrðum bara þrjár heldur kennararnir líta á okkur eins og algjöra smákrakka, í fyrsta lagi kunnum við svo vel að bjarga okkur á frönsku, í öðru lagi þekkjum við París ekkert minna en krakkarnir í bekknum okkar og í þriðja lagi tala ALLIR starfsmenn champs élysées ensku!! ÉG ER BRJÁLUÐ! Við enduðum kvöldið á því að fara í Óperuna sem er án efa fallegasta hús sem ég hef séð, salurinn er svo geðveikur og það vildi svo heppilega til að myndavélin mín varð akkúrat batteríslaus þegar komið var þangað, en það var í lagi því Irinja tók slatta af myndum! Skólinn hafði spælst nokkrum lúxus sætum á nokkra nemendur bekkjarins og við horfðum á ballett sýningu, ég verð að viðurkenna að ég dottaði smá við fyrsta atriðið (þrjú atriði, 50 mín hvert) en hin voru þó rosalega flott!! Ég fór heim eftir þetta kvöld mjög ánægð með daginn og hafði grætt eitt stykki risa súkkulaði-jólasvein frá danskennaranum mínum, voða sjontí af henni!

Allavegana, ég er komin í jólafrí og búin að fá einkunnirnar fyrir „Premiére Trimestre“ og þær voru svona allt í lagi. Er reyndar ekki búin að taka þátt í prófum eða verkefnum í Sciences Vie & Terre, physique-chimie, historie og francais þannig ég fékk bara umsögn þar. Íþróttakéllan var ekki alveg nógu sátt með mig og körfubolta hæfileika mína svo ég fékk 9 þar, það snertir mig nú voða lítið og ég var ekki lægst svo þetta er í lagi! Ég fékk 9,50 í stærðfræði, finnst það frekar hátt miðað við hvað ég mæti ekki einu sinni með bók í tímann. Fékk 13 í ensku og 14,67 í ensku renforce, það er frekar lágt miðað við að kennararnir skrifuðu glæsilegt, reiprennandi og fleira í umsögnina. En ætla þó ekki að velta mér upp úr þessum einkunnum, ég stend mig bara betur næst og rúlla síðan upp Baccinu í sumar, ef ég tek það þ.e.a.s..

Núna á laugardaginn fór ég til Orlèans með Irinju og fjölskyldunni hennar, við kýktum á jólamarkaðina, sáum jólasveininn og skoðuðum okkur um, það var rosa fínt.  Á sunnudaginn fór ég síðan aftur til Parísar, ég get einfaldlega sagt að sunnudagurinn hafi verið erfiðasti dagurinn minn hingað til í Frakklandi, ef ekki bara í lífinu! Það var allavegana þannig að hóst bróðir minn átti að fara í lest svo við tókum metró á stóru lestarstöðina og biðum þar í sirka 2 tíma, síðan tók við annar klukkutími af bið og loksins þegar ég hélt að við værum að fara heim þá var tilkynnt  í kallkerfinu að það hafi orðið lestarslys svo nokkrar leiðir væru lokaðar. Í staðin fyrir að taka tvær lestir og vera komin heim þurftum við að taka sirka 12 og ég var svo þreytt á að vera alltaf að skipta og það er alltaf svo mikið af fólki að maður þarf að standa og vera í kremju allann tímann og ég var bara að deyja!! Vorum komin á leiðarenda um 8 leitið þar sem ég var alveg uppgefin, var komin með hita, var ískallt allsstaðar og gat ekkert borðað svo ég fór bara snemma í háttinn. Eftir þennann dag hef ég ákveðið að búa ekki í París í framtíðinni, Metró er það sem ég kýs allra síst að stunda.

Á mánudaginn vorum við Stella búnar að plana að hittast í parís en elskulegi snjórinn kom í veg fyrir strætóferðar svo það varð ekki meir úr því þann dag, ég fór hins vegar með hóst mömmu minni á champs élycées, le marché de noël (jólamarkaðirnir), parísarhjól, Arc de triomphe og margt fleira, það var samt frekar kalt því það hafði snjóað um nóttina en það var hálfgerð rigning svo allt var í slabbi og ógeði..

Dagurinn í dag var þó æði, mest allur snjórinn var farinn og það var ekkert blautt úti svo það var bara nokkuð heitt. Stella hitti mig og hóst mömmu mína um klukkan ellefu í morgun og við TÖLUÐUM ÍSLENSKU. Stella er semsagt ein af stelpunum sem komu með mér til Frakklands og hún býr rétt hjá París. Þó svo að þetta hafi verið styðsti dagur ársins á íslandi var hann frekar langur í Frakklandi, mér fannst það allavegana! Er búin að vera að velta því rosalega mikið fyrir mér hvort það sé Subway í frakklandi, hóst mamma mín vissi ekki hvað það væri og ég hef aldrei heyrt auglýsingar svo ég hélt bara ekki. síðan fór Stella eitthvað að segja að hún hafi farið á Subway í Frakklandi og þá bara VARÐ ég að borða subway en var alveg viss um að við fynndum það aldrei en getiði nú hvað blasti við leið og ég kom út úr Metrónum nokkrum mínútum eftir röfla um hvað mig langaði mikið í Subway….SUBWAYYY!!!

Ég finn virkilega fyrir harðsperrunum sem eru að koma og ég hlakka svo engannveginn til að stíga út úr rúminu á morgun!! Við semsagt löbbuðum út um allt á milli Eglise de la Madeleine, La tour Eiffel, Champs élycée, óperunnar og bara nefndu það!!! Hóst mamma mín tók sér smá röllt eitthvert annað í nokkra klukkutíma á meðan við Stella LÖBBUÐUM UPP effel turninn!!!! Það var svo gaman að ég ætla að gera það aftur!!! Langar meira að segja að gera það í hvert skipti sem ég kem til Parísar, tekur ekkert alltof langann tíma og maður tekur ekkert eftir tímanum svo lengi sem maður er bara röflandi eitthvað á íslensku :D Eftir effel turninn áttum við svo innilega skilið eitt stykki crêpes sem er það elskulegasta í heimi!!!!

Sá mikið af löggum í París, mér fannst löggu rútan sem ég sá í gær ekkert lengur spennandi þegar ég sá nokkrar löggur koma hjólandi að effel turninum í dag og það var vegna þess að það eru svona trilljón afríku gaurar að selja litla effelturna og túrista dót ólöglega. Þegar löggurnar komu hjólandi inná svæðið kipptu allir upp draslinu sínu og hlupu í burtu, skelfingarsvipurinn á þeim öllum…alveg ólýsanlegt en þó það fyndnasta sem ég hef séð hingað til!

Á þorláksmessu förum við hóst mamma mín að sækja vinkonu mína frá Kanada og hún verður hjá okkur yfir jól og áramót, ég ætla nú ekki að fara að rifja upp ástæðuna fyrir því að hóst fjölskyldan hennar ætlar ekki að hafa hana um jólin en hóst mamma mín vill nú ekki að hún verði bara með einhverri Siggu útí bæ svo hún ákvað að taka hana :) mér hlakkar mjög mikið til og ég held þetta verði bara fínustu FRÖNSK jól !

GLEÐILEG JÓL – JOYEUX NOËL

Posted in Óflokkað

5 ummæli

 1. Friðrik Bjartur

  Fínt flott blogg;)

 2. Auður Bergþórsdóttir

  Frábært blogg hjá þér, elska að lesa þau ! alltaf eitthvað svo mikið í gangi hjá þér. Gott líka að þú sért svona ánægð og hlakki svona til jólanna þarna úti.
  En hvað er það hæðsta sem hægt er að fá í prófum, þú veist á Íslandi er það 10 og þarna úti varstu bara að fá 14 komma eitthvað haha :) ?
  Sakna þin mestast & gleðileg jól ástin min ;*

 3. Jóhanna

  “og til að bæta súkkulaði ofan á kleinuhringi”
  -hahaha geggjað máltæki :)

  Annars er alltaf jafn gaman að lesa bloggin þín, þau eru alltaf svo lífleg og stúúúútfull af allskonar upplifunum! Það er alltaf svo gaman hjá þér :)
  Það er gott að þú hafir góða tilfinningu fyrir þessum jólum í frakklandi.
  Sakna þín mikið mikið og gleðileg jól elskan ;*

 4. malla

  flott blogg hjá þér rósa mín:) og alveg sammála með þér með þessar lestir þarna, það var þetta verkfall þegar ég var úti og við þurftum að taka endalaust margar lestir með allan farangurinn okkar… eitt erfiðasta sem ég hef upplifað hahaha

  og öfunda þig mjööög mikið að fá að fara á champs élycées oft í mánuði:(:(

  en gleðileg jól og vonandi verður allt frábært hjá þér:*

 5. Fríða Björk

  Hæ elskan:)þú ert orðin svo mikill heimsborgari:)
  mikið hlakka ég til að rölta með þér í parís og sérstaklega upp
  effel turninn! heyrum í þér í kvöld kl 6 !söknum þín kveðja mamma:)