FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

2011

8. janúar 2011 | Rósa Margrét

Heil og sæl elskurnar mínar, og þá meina ég elskurnar mínar því þetta blogg er tileinkað mínu fólki. Ég ákvað að hætta að blogga vegna þess að mér finnst svo ekkert gaman að í hverri viku koma yfir fimmtíu manns á síðuna mína og ég hef bara ekki hugmynd um hverjir það eru. Allir urðu svo fúlir yfir því að ég ætlaði að hætta að blogga svo ég ákvað að nota tæknina og læsa bara blogginu!

Ég man ekkert nákvæmlega hvað ég er búin að gera þessa daga en þeir hafa svo sannarlega verið yfirfullir af allskonar lýsingarorðum!! Ég er búin að vera hér í 4 mánuði og þegar ég hugsa út í það fynnst mér eins og þetta sé bæði búið að líða sem einn mánuður en einnig eins og eitt ár. Þessir mánuðir hafa verið ótrúlega viðburðarríkir, held ég hafi aldrei lært jafn mikið á svona stuttum tíma en þá einnig örugglega erfiðustu fjóru mánuðir í heimi. Haha þetta er flókið og það er eiginlega ekki hægt að útskýra þetta nema gerast sjálfur skiptinemi. Sama hvað ég fór á mörg undirbúningsnámsskeið og kynningar um AFS hafði ég ekki hugmynd um hvað væri að fara að gerast fyrr en ég var farin af Parísarnámsskeiðinu og komin til fjölskyldunnar! Búmm!

Þegar ég kom í september var ég nánast hrædd við að halda jólin hérna, var svo harð ákveðin í að ég gæti svo engann veginn haldið jólin öðruvísi en ég er vön. Annað kom á daginn, þegar jólin skullu á var ég svo alls ekki með heimþrá, hoppaði bara allskát um allt klukkan 7 (6 á íslenskum tíma) og óskaði öllum gleðilegra jóla á Íslensku. Um áttaleytið var borðað, ég vissi að Frakkarnir eru ekki jafn mikið fyrir að dressa sig upp en ég ákvað þó samt að gera mig fína. Ég og fósturmamma mín vorum einu sem fórum í sturtu fyrir matinn en hún er alltaf í sturtu svo það er ekkert að marka!  Í matinn var ýmisslegt, eins gaman og frökkum fynnst að borða en það voru tveir forréttir, byrjuðum á Champagne et petits fours. Einn forrétturinn var Foie gras avec toast pain d‘épice et confiture d‘oignon, mjög vinsæll jólaforréttur og ekki get ég sagt að það sé það besta sem ég hef smakkað en þetta eru semsagt andarlifur með sérstöku brauði og lauk-sultu! Aðalrétturinn var Norvegien – fond d‘artichaut + sauce + oeuf poché et tranche de saumon. Kann ekki nákvæmlega að þýða þetta því ég hef eiginlega ekki hugmynd! Það var allavegana egg og lax í þessu. Í eftirrétt var síðan dýrindis terta, eins og þær eru alltaf góðar á bragðið!!

Borðaði fleira sniðugt í jólafríinu, fékk STRÚT á jóladag sem er eitthvað alveg nýtt fyrir mér (held ég!) og daginn fyrir gamlárs fórum við á kínverskann veitingarstað sem er miklu betra en ég bjóst við, ætla svo pottþétt aftur! Og aftur!

En talandi um allann þennann mat þá get ég verið stolt af því að matargenin mín hafa svo sannarlega þroskast hér í Frakklandi. Hef tekið eftir því að það skiptir ekki máli hversu ógeðslegur maturinn í skólanum er, enginn kvartar! Á heimilunum kvartar enginn! hvar er allt matvanda fólkið?? En já eins og frakkar tala um matinn sinn sem besta í heimi en ég held því fram að þetta er bara venjulegur matur. En þó aðeins öðruvísi en maturinn á íslandi því ég borða matinn minn hérna! Fæ meira að segja klapp á bak fyrir að fá mér kæfubrauð í forrétt (fannst það ógeð þegar ég kom hingað en núna rosa rosa gott) og osta í eftirrétt en það gerist því miður of sjaldan. En þó kemur það í ljós hvort ég muni líka klára matinn minn þegar komið verður til íslands aftur, það verður gaman að sjá.

Ég hafði það rosa gott um áramótin, frekar notaleg og engin læti eins og síðustu sautján ár hjá mér. Að sprengja upp flugelda sjálfur er alveg stranglega bannað á áramótunum en ég hef þó heyrt að þau gera það á þjóðhátíðardeginum sínum 14.júlí sem ég mun því miður rétt missa af. Megan, skiptinemi frá Kanada kom til mín 23.des, Gabriella frá Ohio kom til mín 30.des og þær fóru báðar 2.janúar. Megan var yfir jól og áramót hjá mér vegna þess að fjölskyldan hennar er **.. en Gabi er vinkona mín sem var líka hjá mér í hinu fríinu og hún kom bara til mín því hana langaði til þess, ekkert vesen :) Það var mjög fínt að hafa þær báðar og við gerðum ýmisslegt skemmtilegt. Irinja kom líka og gisti eina nótt hjá mér svo þetta var svo sannarlega skiptinemafrí..eða eitthvað! En mér líkar rosa vel við Gabi og næstu helgi ætlum við skiptinemarnir í fylkinu mínu að hittast í Tours og síðan tek ég lestina með Gabi og gisti hjá henni:) alltaf svo gaman að vera skiptinemi!

Þegar ég tala um lestir ætla ég að segja ykkur stolt að ég er byrjuð að taka lestina í skólann. Þó ég hafi búið í Reykjavík í 10 ár get ég ekki sagt að ég sé ekta borgarbarn þar sem ég hef aldrei lært á þetta helvítis strætókerfi, gleymi því aldrei þegar ég var lítil og fór með Karen í kringluna nánast hvern einasta föstudag og ég ýtti á stoppi bjölluna alltaf tvem til þrem stoppistöðum áður því mér fannst þetta líta út eins og kringlan. eða þegar ég var í sirka 4 bekk og var að fara heim úr sundi með vinkonu minni, við ákváðum að taka strætóinn sem kæmi á undan svo við hlupum yfir götuna þegar næsti strætó kom og fórum þar af leiðandi lengst niður í bæ og okkur var hennt út úr strætónum á Hlemmi og ég held ég hafi aldrei verið jafn hrædd og þegar við sátum inni og rónarnir komu allir að bjóða okkur bjór. síðasta skiptið sem ég villtist í strætó er ekki fyrir svo löngu en þá þurfti pabbi einmitt að koma að sækja mig lengst niður í bæ.

en hvað um það, franska lestarkerfið: ekki mjög flókið en maður þarf þó að vita í hvora áttina maður ætlar svo fyrsta daginn minn töllti ég voða hress yfir lestarteinana og beið bara…ein! komst svo að því að ÞAÐ ER STÓRHÆTTULEGT AÐ LABBA YFIR LESTARTEINANA!!! allt blessaðist þó en heimleiðin er þó aðeins erfiðari, stundum stoppar lestin og snýr við, eða heldur áfram svo ég veit eiginlega ekki hvort ég sé á leiðinni heim eða til Salbris. ég LOFA það mun koma sá dagur sem ég tek vittlausa lest, það mun kosta mig mikinn tíma og vesen því það er ekkert bara hægt að hoppa út og hringja í pabba…

Ekkert smá mikil kvöl og pína sem fylgir því að taka lestina þar sem ég (morgunglaða manneskjan) þarf að vakna 6.30, út úr húsinu kl. 7, í lestinni til 7.45, rútu í 5-10mín, skóli til SEX, bíða eftir lestinni og LOKSINS komin heim klukkan sjö að kvöldi til þegar ég þarf að fara í sturtu, borða, sofa og endurtaka þetta allt saman aftur. Það er svo engann veginn auðvelt að vera FRANSKUR nemandi í Frakklandi þar sem þau gera mjög mjög mikið af heimanámi, eintóm gleði. Ég hressi mig þó við það að vera búin klukkan 12 tvisvar í viku þó svo að næstu vikur mun æðið halda áfram þar sem ég mun þurfa að fara í allskonar „verkefni“ utan skóla.

Fjölskyldan mín er æði, tel mig mjög heppna og ég er ekki ein um það þar sem ég hef fengið komment frá skiptinemunum sem hafa dvalið í húsinu mínu um það hvað ég er heppin, hvað fjölskyldan er frábær og svo framvegis. Ég elska hvað þau eru áhugasöm, opin og hafa gaman af öllu sem ég segi. Ég er ekki eina sem viðurkenni það að samband mitt á milli syskinanna hafi verið svolítið erfitt í fyrstu. Stelpan talar nú ekki orð í ensku en ég kynntist henni rosa vel um jólin þegar við gerðum margt saman og spjölluðum helling, hún er ábyggilega feimnasta manneskja sem ég hef hitt! Ég er alveg viss um að strákurinn hafi verið hálf hræddur við mig svona fyrstu 2 mánuðina, við töluðum aldrei saman og fyrsta skiptið sem við vorum tvö ein heima spurði ég hvað hann væri að gera og hann horfði á mig skíthræddur. Haha en þetta er allt horfið og mér líkar mjög vel við hann núna, hann er alveg hættur að vera feiminn og í staðin fyrir að vera hræddur við mig hlær hann bara að mér því ég geri svo mikið af skrítnum hlutum..

það eru þó ennþá tveir fjölskyldumeðlimir sem mér hefur ekki tekist að komast í sátt við, það eru kettirnir á heimilinu..við rífumst eins og ég veit ekki hvað og verða þeir alltaf svo reiðir út í mig þegar ég tek þá og fer með þá út úr herberginu mínu og ég fékk svo sannarlega illa “kvessu” í gær. þetta hef ég svo sannarlega ALDREI séð neinn kött gera…ég held þeir virkilega hata mig og ég get ekki sagt að ég sé eitthvað svakalega spennt fyrir þeim. sérstaklega hvíta kettinum, hann er algjör frekja!!!

Já og GLEÐILEGT NÝTT ÁR! Gleymdi því alveg, það er núna árið 2011 sem gleður mig mikið því mér finnst svo gaman að skrifa það…þó ekki jafn skemmtilegt og 2000! Árið 2010 var frábært í alla staði og gleymi þó aldrei fiðrildunum sem dingluðu í maganum á mér frá janúar til september útaf skiptinemabrasinu mínu! Er svo fegin að hafa ákveðið að fara hingað vegna þess að þetta er allt svo þess virðis, þó ég hafi nú ekki vitað að þetta væri líka erfitt en að koma heim með nýtt tungumál, fjölskyldu og vini í öðru landi, AFS vini um allann heim, helling af minningum, upplifunum, menningardóti og bara allt er bara það frábærasta í heimi! Ég er líka svo glöð að hafa valið Frakkland! Átti í virkilega miklum vandræðum með að velja land en eftir mikla hugsun ákvað ég að mig langaði að kynnast menningu Ný Sjálendinga og tala góða ensku. Fiðrildin sögðu að ég væri að gera eitthvað vittlaust svo ég skellti mér á AFS skrifstofuna og talaði við hana Lindu sem sagði mér alveg rosalega mikið um löndin og þó ég hafði hugsað aðeins um Frakkland var þetta svona nokkurn veginn skyndiákvörðum svo það þurfti að endurkalla umsóknina mína sem komin var til Nýja Sjálands en í staðin fékk ég SEINASTA plássið til Frakklands sem ég var í rauninni að stela af einhverjum sem var ekki búinn að staðfesta sína umsókn hihi.

En átstæðan fyrir því að ég er glöð yfir að hafa valið þetta land er öll náttúrufegurðin, þetta er svo stórt og svo margt að sjá, París er alltaf æði, Effel turninn mun alltaf vera besti vinur minn, tungumálið er erfitt (tel það mjög jákvætt því ég er næstum búin að ná því),

Kannski ekki svo skemmtilegir hlutir um frakkland (ekki vera neikvæð rósa blablabla, maður þarf alltaf að segja þessa hluti líka)…krakkarnir eru mjög lokaðir, það er bannað að vera einn úti í myrkri því það eru svo margir „flakkarar“ í bænum mínum sem ég nenni ekki að útskýra en þeir eru hættulegir, skóladagurinn er ALLTOF langur, kennararnir svo sannarlega ekki sjontí og „ferska loftið“ er ekki ferskt…

man ekki hvort ég hafi sagt það hér en við Irinja ákváðum að eftir áramót myndum við aðeins tala frönsku og ég get sagt að það hafi gengið bara ágætlega, auðvitað tölum við ekkert BARA frönsku en nánast og það er mjög skemmtilegt hvernig við breytum bara allt í einu um tungumál og stundum fatta ég ekki einu sinni hvort ég sé að tala frönsku eða ensku fyrr en ég pæli í því þegar maður kann bæði segir maður bara eitthvað! ég dýrka að læra frönskuna, ég er að fara að hitta konu sem er frönskukennari og hún ætlar að hjálpa mér að skrifa á frönsku sem er dálítið mikið erfiðara en að tala, finnst mér!

GALETTE! gömul frönsk hefð er að hafa galette (googlið) í eftirrétt alla daga í Janúar! það er lítið dót inní galettunni og sá sem fær dótið innifalið í sinni sneið fær kórónu og auðvitað að eiga dótið, en kannski ekki jafn skemmtilegt að sú manneskja þarf að kaupa næstu galettu! haha en þær eru góðar!

VEÐUR! ætla að byrja á því að ég var að skoða AFS síðu sem var að lýsa íslandi og það stóð að íslendingar móðgast ef talað er um veðrið í matarboðum eða eitthvað þannig…man ekki hvernig þetta var orðað en allavegana mjög asnalega! veðrið hérna er byrjað að vera mjög gott, bjóst allavegana ekki við þessu…það var búið að segja við mig að það ætti að vera -5 til -15 alveg fram í lok janúar og síðan fer aðeins að lagast og svo mun rigna ALLLANN mars og örugglega stórann hlut af febrúar líka en síðan á að byrja að vera gott veður í Apríl…ég tel veðrið bara nokkuð gott þar sem það er búið að vera 15 stiga hiti í nokkra daga, um daginn kom VINDUR! aldrei datt mér í hug að ég gæti saknað vindsins en í þetta eina skipti sem kom vindur get ég ekki sagt að hann hafi verið mikill en hann var heitur þannig það var bara gaman!! það má segja að það sé komið íslenskt sumarveður til frakklands! er þó frekar stressuð yfir sumrinu vegna þess að það er yfirleitt 30-35 stig yfir allt sumarið þar sem ég bý..

ég veit það er frekar langt þangað til en ég hlakka rosa mikið til næstu AFS-helgi um miðjann febrúar því þá koma nýjir skiptinemar til að vera í hálft ár á þá verðum við “skiptinemarnir með ráðin” haha nei djok en samt gaman að kynnast nýjum hressum krökkum :)…ps. vonandi íslendingur!! þó það er aldrei að fara að gerast..já og meira, er smá pirruð eins forvitin og ég er að þá sagði host mamma mín við mig og host syskini mín að fyrstu vikuna í febrúarfríinu (16 dagar takk fyrir elskurnar mínar) og hún ætlar ekki að segja okkur hvert verður haldið, við þurfum bara að pakka viðbúin öllu og svo verðu bara keyrt af stað…þau ætla ekki einu sinni að nota gps tækið, það er gamli taktíkinn og tekið kortið á þetta! allt til að gera okkur forvitin! ps. ég fæ líka 16 daga frí í Apríl…æj já þið örugglega líka

en það gleður mig að þú hafir nennt að lesa þetta blogg og vona að þú skiljir eitthvað krúttlegt eftir handa mér í kommentunum, annars segji ég þér ekki lykilorðið á næstu færslu! mú,ha,ha,

Góða nótt Ísland, þið eruð sæt.

Posted in Óflokkað

13 ummæli

 1. Guðbjörg

  Flott blogg ! :D Öll matarnöfnin láta þetta hljóma svo girnilega :)

  Gott að þú sért að skemmta þér þarna úti og ég öfunda þig svooona smá mikið !

  Er samt orðin svolítið forvitin um hina fjölskylduna hjá gellunni frá Kanada.. ef hún er svona slæm afhverju skiptir hún ekki bara?

 2. Friðrik Bjartur

  Langt og skemmtilegt blogg:) Efast um að þú hafir borðað strút áður, reyndar var kengúra í gamlársmat hjá mér seinast..
  En já örugglega sniðugt hjá þér að læsa þessu, en ætla samt að biðja um áskrift að lykilorðunum og fá þau send strax eftir að hvert blogg hefur verið gert, hvað myndi það kosta?

  En farðu þér ekki að voða í lestunum og passaðu þig á flökkurum!

  Þinn einlægur,
  Friðrik Bjartur

 3. Rósa Margrét

  Guðbjörg, AFS vill ekki að hún skipti um fjölskyldu því hún fer heim til sín í lok Janúar því hún er bara hálft ár og svo er held ég engin önnur fjölskylda fyrir hana..mjög skrítið samt!
  og friðrik ég hef nú ekki hugsað út í það en góð hugmynd samt…að rukka fyrir svona fyrirfram lykilorðs afhendingu!

 4. Jóhanna

  Laaangt og rosalega skemmtilegt blogg, alveg þess virði að lesa það :)
  Það er alltaf svo rosalega gaman hjá þér og gaman að upplifa þetta allt í gegnum þig, mér finnst eins og ég sé skiptinemi í frakklandi alltaf þegar ég er að lesa bloggin þín :) haha..

  Ég vil líka svona áskrift eins og Friðrik, þú myndir ábyggilega græða mikið á því..
  Í guðanna bænum, viltu ekki fara þér að voða á þessum lestastöðum ljúfan og passaðu þig á flökkurunum (hahah eru þetta svona flakkarar eins og við eigum ? :) nei ok, ömurlegur brandari!)

  Haltu áfram að skemmta þér svona vel.
  Sjáumst eftir 6 daga :)

  Þín ástkæra vinkona (og fyrrverandi herbergisfélína)
  Jóhanna

 5. Birta Möller

  m, .m fcv d hj vnbwwwwwwwwww gh unmjv fdg hj j jhjm mnnnnn mmmm hgg g m bm,m,, b b mb nnmcg v

 6. Jóna María

  hæ hæ elsku Rósa mín, takk fyrir að afhenda mér lykilorðið. Þetta er gott plan svo þú sjáir nú hvaða lið er að fylgjast með þér :-) og hverjir ekki…. hehehe :-|
  Ég er ánægð með að þú sért að borða alskonar, ég öfunda þig af strútnum hef heyrt að hann sé góður og langar að smakka. Ef þú rekst á krókódíl þá mæli ég með að éta hann nammi namm.
  Ef þú lendir í veseni með lestarnar væri ég alveg til í að koma og sækja þig, gætum kíkt í búðir í leiðinni.
  Ég er svo ánægð með hvað þú ert heppinn með fjölskyldu og hvað þau eru æðislegt við þig. Ég held að það séu mikil forréttindi að eiga góða vini í útlöndum og margir sem vildu vera í þínum sporum eftir þetta, þú stendur þig svo vel og þú sem vissir ekkert hvað þú varst að fara út í áður en þú fórst. Þú verður þessi sem allir segja við í framtíðinni ´
  “OOOOOO GEGGJAÐ ég vildi að ég hefði farið erlendis sem skiptinemi en þorði því aldrei ” Pældu í því !!!
  Kossar og knús til þín Rósa min, þín er saknað hér á klakanum :-)

 7. Þóra

  haha sjitt skil ekki hvernig þú nennir alltaf að blogga svona mikið! en alltaf gaman að lesa :D
  en næs að stelpan frá canada hafi mátt vera hjá ykkur og gott að þér líði svona vel hjá fjölskyldunni - btw, á í nákvæmlega sömu vandræðum með ketti hostsystur minnar haha! var með útklóraða hendi á aðfangadag af því ég gerði eitthvað sem hentaði annarri læðunni bara alls ekki, úff!

 8. Pabbi

  Æi hvað þetta er krúttlegt og sætt blogg elskan.
  Mér finnst ekki hafa komið fram hver var aðalmaðurinn í því að þú færir til Frakklands, en ekki á sveitabæ í …..
  Það er yndislegt að heyra að þér leið vel um jólin og áramótin.
  Elska þig
  Þinn PABBI

 9. Pabbi

  Ég hata ketti, fullt af þeim alltaf í garðinum mínum :)

 10. Auður Bergþórsdóttir

  Ég elska bloggin þin, alltaf jafn skemmtileg og fræðandi (Þótt ég hafi ekki skilið neitt af þvi sem thu skrifaðir um matinn ) haha

  en já gott að thu hafðir það svona gott um jólin & ég fer alveg að fara senda þér pakkann þinn og það er eins gott að þú verðir ánægð með hann hihi ;*

  Kommentið frá Birtu Möller er alveg það flottasta & Jóa mér finnst þetta fyndinn djókur haha :D

  Sakna þin rosalega mikið
  Ps. Þú ert líka sæt

 11. Bóel Rut.

  Þú mátt ekki hætta að blogga, það er svo gaman að fylgjast með því hvað þú ert að gera :) & já gleðilegt nýtt ár sæta ;P

 12. Jón Vigfússon

  Skemmtilegt blogg, þó það sé lang, maður gleymir sér í lestrinum ;). Ég segi samt það sama og sú efsta hvað er málið með fjölskylduna hjá þessari stelpu?.

 13. Stella

  Ahh, thad er svo gaman ad lesa bloggid thitt afthvi ad ég skil svo margt sem thu ert ad segja ;)
  Thetta med lestina er reyndar allt ödruvisi fyrir mig, thar sem ad ég er alvant borgarbarn, og laerdi a lestina eftir manud, eftir ad hafa tekid hana einu sinni ein :) Parisarkerfid er natturulega risastort, svo ad thetta er allt ödruvisi fyrir mig.
  Ja, folkid er lokad, en thetta er allt ad koma nuna thegar franskan er komin. Thad er bara svo leidinlegt hvad thad er litid félagslif utan skola, og ég fer alltaf til Parisar til ad hitta skiptinemavinina en vil ekki gera thad of oft til ad gera ekki hostforeldra mina fula :/
  AFS helgin min er tharnaestu helgi, og mig hlakkar semi til :) Gaman ad hitta alla krakkana, og nyja folkid, en ég veit ekki alveg hvad mér finnst um “fraedsluleikina” ….
  Februarfriinu minu verdur eytt a skidum i Ölpunum, og ég eeeer svo spennt, enda ekki buin ad fara a skidi sidan ég gekk enn med bleyju eda eitthvad …. og hostbrodir minn aetlar ad “kynna mig fyrir baejarlifinu” thar ;)
  Aprilfriinu verdur svo eytt a litilli eyju af sudurströnd Bretagne, thar sem ad hostfjölskyldan min a hus …. nu verd ég bara ad koma mér i gott form fyrir bikiniid!
  En ja, bisous, og Bonne année sömuleidis :)