FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

ný byrjun..

28. janúar 2011 | Rósa Margrét

Hæhæ,  hef ekki verið að uppfæra ykkur mjög mikið upp á síðkastið en ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að ég hef svo allt of mikið að gera og aldrei tími í að taka smá pásu til að henda einhverju inn.

Það er mikið búið að gerast í skólanum núna á nýja árinu, staðan er semsagt þannig að ég er að fara að skipta um bekk, ekki bara ég heldur Irinja líka. Það eru margar ástæður fyrir því að við viljum skipta og ég nenni ekki að fara að telja þær upp. Kerfið er þó aðeins flóknara en maður mætti halda, við erum semsagt búnar að vera að vinna í þessu í sirka 2 vikur og þetta fór reyndar úr því að ég, Irinja og Saami myndum skipta um NOKKRA tíma en vera ennþá í okkar bekk yfir í að við ætluðum að skipta um bekk. Það fór reyndar aðeins lengra og við ákváðum að fara allar sitthvora leiðina, núna er tímabilið okkar hálfnað og ætlum að taka grísina þrjá á þetta.

Skólastjórinn var þó eitthvað efins um að senda okkur á erfiðari braut með miklu meira námi og auk þess eru bekkirnir þar troðfullir. Verkefni okkar nú til þessa er því að skrifa bréf til skólastjórans, afhverju við viljum skipta um bekk, þessi helgi verður svo skemmtileg!

Annars gengur lífið bara sinn vanagang, vakna við helvítis hanagal alla morgna og druslast út úr húsinu klukkan 7 til að missa ekki af lestinni. Reyni þó að bölva ekki þessa lest því hún vekur mig á morgnanna með öllum ólátunum sem hún býr til.

Alltaf eitthvað að gerast allar helgar svo ég ákvað fyrir tvem vikum að planið fyrir þessa helgi væri að plana EKKERT! Fyrir tvem vikum vöknuðum við Irinja ótrúlega hressar, fengum morgunmat í rúmið og skelltum okkur til Tours þar sem við hittum Gabriellu á leiðinni, í Tours hittum við alla skiptinemana í fylkinu okkar. Skelltum okkur á útsölur, týndum helmingnum af hópnum og fórum síðan á kaffihús í gamla bænum, það var rosalega fínt og þetta var svona nokkurnveginn kveðjustund fyrir þá sem eru á leiðinni heim til sín núna! Ég, Irinja, Abigail og Gabriella fengum þó að upplifa alveg einstakt fyrirbæri og það voru sko alvöru mótmæli, það voru löggur allsstaðar í svaka búningum, með hjálma, skeldi og byssur, löggubílar um allt troðnir af löggum að hlusta í talstöðvar, lögguþyrla, slökkviliðsbíll og fleira. Slökkviliðsbíllinn sprautaði vatni á allt fólkið og þegar við ætluðum að fara á lestarstöðina kastaði löggan nokkrum táragas sprengjum sem dreifðust mjög hratt og mikið, við litlu skiptinemarnir vissum ekkert í okkar haus og hlupum því beint inn í táragasið! Við föttuðum ekki að snúa við og þessvegna héldum við bara áfram að hlaupa og vorum virkilega að drepast í lungunum og augunum, þetta var fáramlegt!!! Komumst síðan loksins út úr reyknum og ætluðum að halda áfram til að ná á lestarstöðina en elsku löggan bannaði okkur að fara þangað útaf hættu, hellú afhverju voruði að kasta þessu drasli ef þið teljið það hættulegt! En það var ótrúlega næs kona sem gaf okkur augndropa og svo misstum af lestinni en tókum þá bara aðra og við Irinja gistum hjá Gabriellu í Bourges. Daginn eftir fórum við í miðbæ Bourges og þetta er með flottustu borgum sem ég þekki, allt svo gamaldags og krúttlegt!

Síðustu helgi fórum við Irinja aftur til Tours og við fórum í búðir með Abigail og Rachel. Síðan kom Elínborg, ein af íslensku skiptinemunum, og við fórum út að borða og fleira. Alveg eitt það furðulegasta í heimi að tala íslensku, ég var ekki svona rugluð í ríminu þegar ég hitti Stellu í París en þarna talaði ég eiginlega allann tímann annaðhvort ensku eða frönsku, var engann veginn að ná því að hún kynni íslensku! Þegar við vorum búnar að borða tók við hernaðar leitun að einhverju húsi þar sem það var svona smá AFS hittingur, samt aðallega bara gamlir skiptinemar og einn kall fór til USA 1949!!! Þegar við vorum að fara var alveg vikilega skrítið að kveðja Rachel sem er einmitt að fara heim til sín til Ástralíu þessa helgi :(

Annars held ég að það sé ekki mikið fleira í fréttum, fjölskyldan er alltaf jafn frábær og franskan gengur vel! er byrjuð að lesa bækur á frönsku og ég skil ALLT! Kannski koma orð og orð sem ég skil ekki en annars er þetta allt að koma! Þá er það bara málfræðin, skriftin og allra erfiðast: SMS málið!! Já frakkar eiga það til að skrifa sms og á facebokk á sérstöku máli sem þau kalla SMS málið og þá er bara skrifað það sem er borið fram, stundum getur verið MJÖG erfitt að skilja það!

ég vissi að hóst mamma mín gæti ekki þagað alveg fram að fríinu hvert við myndum fara en við erum semsagt að fara í fylki í Austur-frakklandi sem heitir Alsace og er við landamæri þýskalands. Fríið er frá 19.febrúar til 7.mars og við verðum þarna í 8.daga! hlakka rosa mikil til, strasbourg, þýskaland, kannski lúxemborg og margt fleira! :)

Annars blogga ég örugglega fljótt aftur ef ég skipti um bekk, er samt frekar mikið stressuð því ég þekki engann þar nema einn strák sem er með mér í Anglais Renforce…já það þýðir það að ég verð ennþá í ensku fyrir lengra komna, á sama tíma og þá með Irinju og Saami. En toodles krútt..ég ætla að fara að skrifa bréf til virðulega skólasjóranns míns, OG AFS!!

og talandi um AFS þá er AFS helgi eftir tvær vikur, núna um helgina koma nýju skiptinemarnir en það eru nú ekki margir…í mitt fylki koma 4 skiptinemar: Þýskur strákur sem verður í tvo mánuði og í hálft ár er Stelpa frá Kólumbíu, strákur frá Paraguay og síðan Bandarísk stelpa sem er einmitt besta vinkona Gabriellu síðan þær voru þriggja ára. Hún er búin að vera að röfla í okkur síðan í október eða eitthvað að hún voni að Anna vinkona sín verði í fylkinu okkar og við nenntum varla að hlusta á hana því við vissum að það myndi aldrei gerast. Svo fékk Anna bráðabirgðarfjölskyldu í austur frakklandi minnir mig en svo breyttist það og hún mun búa um 16 km frá Bourges og skólinn hennar er í Bourges, samt ekki sami skóli og Gabi er í en guð minn góður hverjar eru eiginlega líkurnar á þessu!

og og.. (ég ætla aldrei að hætta).. er búin að fá þessa spurningu oft: er þér ekki farið að hlakka til að koma heim? og svarið er NEI haha ég elska svo mikið að vera hérna og ég trúi því ekki að ég er búin að vera hérna í 5 mánuði sem þýðir aðeins að ég fer heim eftir 5 mánuði og mér finnst það allt of stutt! núna þegar ég er komin upp fjallið er það niðurleiðin sem er alltaf lang skemmtilegust, hver dagur er ævintýri! ég þakka guði á hverjum degi fyrir hvað ég er heppin, er búin að vera að reyna að kenna frökkum faðir vor á íslensku og í ljós kom að ég kann það ennþá og frakkarnir segja bara: ólýsanlegur framburður! jee

Posted in Óflokkað

9 ummæli

 1. Jóhanna

  Looooksins kom blogg!
  Að sjálfsögðu er alltaf líf og fjör hjá þér.
  Gangi þér vel að skipta um bekk og skrifa bréfin :)
  miss you

 2. Emilía

  Gaman að lesa að það er svona gaman hjá þér og að fjölskyldan er skemmtileg! :D
  Gangi þér vel með það að skipta um bekk og allt það =)

 3. Þóra

  Af hverju viltu skipta um bekk?

  Frábært að allt gengur svona vel hjá þér og fjölskyldunni :D

  Nææs, þú verður í 2 og hálfan tíma í burtu frá mér :D Það er borg þarna rétt hjá (klst+) sem heitir Neustadt an der Weinstraße, sjúklega flott borg ef þið ætlið til Þýskalands! :)

  Geðveik tilviljun með vinkonu þína og vinkonu hennar haha, afs minnkar heiminn :D

 4. Friðrik Bjartur

  Komst loksins inní þetta blogg:)
  Flott blogg;)

 5. malal

  flott blogg rósa mín og gaman að heyra hvað það er gaman hjá þér:)

 6. Kristveig

  Geggjað að heyra hvað þú ert alltaf ánægð með fjölskylduna þina og hvað þér gengur vel að ná frönskunni :)
  Vona að þetta lukkist með að skipta um bekk!
  missju

 7. Bóel Rut.

  Æði með fjölskylduna og frönskuna og fríið ;) Vonandi skemmtiru þér vel það sem eftir er af þessari ferð :)

 8. Stella Bryndis

  Gaman ad lesa bloggin thin :)
  Flott ad vita ad einhver annar nennir ad blogga …. thvi ad ekki nenni ég thvi xd

 9. Pabbi

  Ætlarðu nokkuð að vera þarna í 2 ár elskan?