FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

mars

22. mars 2011 | Rósa Margrét

Þetta blogg er tileinkað fjölskyldunni minni og vinum mínum fyrir að vera ótrúlega falleg og æðisleg og takk fyrir allar þessar sendingar!!! Þið vitið ekki hvað ég er glöð!!! Ég elska ykkur!

Það er svo langt síðan síðast að ég ætla ekki einu sinni að reyna að telja upp hvert einasta atriði. Í seinasta bloggi var ég á leiðinni í vetrarfrí og í fyrri vikunni fór ég til Austur-Frakklands með fósturfjölskyldunni í fylki sem heitir Alsace. Það var rosa fínt þar, ferðuðumst mikið um og fórum m.a. til Strasbourg, Mulhouse, Colmar, Þýskalands og fleira. Seinni vikuna var ég bæði heima að slaka á og hitta vini mína, fór einnig til Tours og gisti þar hjá einni vinkonu minni. Ég er ekkert smá ánægð með þessi tveggja vikna frí sem Frakkar henda inn hér og þar í skólaárið!

Fyrir tvem vikum kom frönsk stelpa og gisti hjá mér, hún er á leiðinni til Nýja Sjálands í haust með AFS og þar sem AFS í fylkinu mínu gerir miklar áherslu á að skiptinemarnir og frakkarnir kynnist þá vorum við skyldug til þess að gera þetta svo ég mun fara til hennar einhvetíman þegar við ákveðum það. AFS lítur einnig á þetta þannig að frakkarnir sjái hvernig það er að koma inn á fjölskyldu sem þau þekkja ekkert og fyrir okkur skiptinemana að kynnast annarri ólíkri fjölskyldu.

Síðustu helgi fór ég til Bourges að hitta Gabriellu og Charito (Rotarý skiptinemi frá Perú), við fórum á subway mér til mikillar ánægju í annað skipti í 7 mánuði og rölltum svo í búðir. Ég keypti mér sumarjakka og skó þar sem það er orðið ALLTOF heitt fyrir kápuna mína, vorið kom opinberlega á sunnudaginn og veðrið er alltaf yndislegt! um kvöldið fórum við heim til Charito og gisitum þar, það var geðveikt gaman og ég vona að ég geti farið aftur bráðlega!

Ég fór á eitthvað risa karnival einhvetíman einhverstaðar…rosa flott og hellingur af tívolítækjum þar sem ég skemmti mér vel! í apríl verður karnilval í skólanum mínum og mér skilst að þetta sé big thing hér og ALLIR dressast í búning í skólann þann dag! Voða spennandi..

Var farin að gefast upp á skólanum áður en ég skipti um bekk en núna er hver dagur ævintýri, get þó ekki sagt að það sé auðvelt að vakna á morgnanna. Í rauninni ætti ég að vakna kl. 6 og fara út úr húsi kl. 7 en snillingurinn ég enda alltaf á því að vakna kl. 7 og fara út úr húsi kl. 7.10 og er þar af leiðandi hlaupandi eins og einhver brjálæðingur á lestarstöðina og það munar alltaf mjög litlu að ég missi af lestinni! Vinkonur mínar taka lestina 20 mín á undan mér og þær vakna kl. 5.30 á hverjum einasta morgni, hvernig er hægt að lifa við þetta?

Í skólanum skil ég alveg mest allt í tímunum en þó kannski ekki nógu mikið til að vera skynsöm og gera heimanámið mitt, hehe, uppáhalds áfanginn minn er Hagfræði vegna þess að kennarinn er alveg kolruglaður! Hann getur stundum verið pirraður ef allir eru að spjalla saman og lætur þau færa sig en hann elskar mig svo mikið að krakkarnir segja bara við hann „ég var sko að tala við Rósu“ og þá þurfa þau ekki að færa sig því ég er svo æðisleg og það má alltaf spjalla við mig! Ef þau eru ekki að tala við mig segir hann: „hafið hljótt til að bera virðingu fyrir Rósu“.

Stundum verð ég þó smá vandræðaleg þegar ég mæti þar sem hann tekur oft í hendina á mér, kallar nafnið mitt og spyr hvað ég segi gott á meðan hann lítur ekki á hina nemendurna. Um daginn tók hann töskuna mína og bar hana til borðs fyrir mig og tók stólinn frá svo ég þyrfti ekki að gera neitt. Ef þið vissuð það ekki elskurnar mínar, þá er ég algjör prinsessa og mun alltaf vera!

Ef ég hefði nú tímann í það gæti ég sagt ykkur allt frá nýja bekknum mínum og öllum nýju vinum mínum, þau eru hreynt æðisleg í alla staði. Svo allt það furðulega sem þau láta mig gera, án djóks, strákunum fynnst sérstaklega skemmtilegt að kenna mér öll „ljótu orðin“ og biðja mig um að segja þau við einhvern. Um daginn labbaði ég upp að stelpu sem ég hef aldrei séð áður, horfði á hana og sagði svo SALOPE geðveikt hátt sem þýðir drusla og hún var alveg í sjokki á meðan vinir mínir gátu varla andað úr hlátri því flest þessara orða má segja á milli vina en ALLLS EKKI svona. Frönskukennarinn minn var aldeilis reið þegar hun heyrði einn strákinn bekknum mínum vera að kenna mér hóra og drusla! Ég var einnig beðin um að segja við einhvern lítinn gutta á lestarstöðinni „hvað er sodomie?“ ætla ekki einu sinni að segja hvað það þýðir en gaman að skemmta vinum mínum!  Einn strákur í bekknum (þegar ég segi einn strákur þá er þetta alltaf sami strákurinn sem hefur alltaf jafn mikinn áhuga á ljótum hlutum) hann sagði við mig í tíma í dag: „hérna…Rósa ég var að pæla hvort ég megi spyrja þig að einni spurningu…“ síðan lét hann spurninguna flakka og allir sprungu úr hlátri, þetta var ekkert smá vandræðalegt en þetta er einmitt líka spurning sem ég læt ekki hingað!

Svo elska ég líka að fá spurningar um Ísland, í dag fékk ég stórt spurningarflóð frá einhverjum strák sem ég hef aldrei áður talað við og taldi örugglega upp allar búðir sem hann þekkir og var aldeilis ánægður þegar ég sagði „Já“ við IKEA! McDonalds var hinsvegar spurning eitt og ég fæ þá spurningu að meðaltali 1 sinni á dag! Svo eru fleiri spurningar sem ég fæ frá þessum strákum en kannski ekki eitthvað til að setja hingað!!

Þið hafið eflaust tekið eftir því hversu mikið ég kvartaði ávallt yfir þeim sem riðjast í röðinni með því að mæta kannski 10 saman, troða sér undir súluna og hleypa öllum vinum sínum með…getiði hvað, núna er ég ein af þeim!!! Ég er ekki að segja að ég sé stolt af því en guð hvað þetta er miklu skemmtilegra! Maður skellir sér bara undir súluna og fær strax að borða, og það besta við þetta er að ENGINN  segir orð yfir því að maður riðjist. Á íslandi yrði maður bara laminn! Eða eins og í grunnskóla, sendur aftast!

Annars er alltof mikið að gera hjá mér næstu vikurnar! Það er að sjálfsögðu skóli, skóli, skóli og er að fara á morgun til Saamiar því ég græt úr gleði að fá frí eftir hádegi á miðvikudögum, ekki það að það sé leiðilegt í skólanum, þetta er bara svo þreytandi allt saman! Um helgina var ég að pæla í að fara til Tours að versla, náði ekki nógu miklu síðustu helgi! Helgina eftir það er ég svo að fara í afmæli hjá vinkonu minni, eftir það er AFS helgi, helgin eftir það er ég komin í tveggja vikna páskafrí. <3

-kennarar brjálast ef nemandi er með tyggjó eða síma í tíma en að vefja upp í sígarettu er ekkert mál, maður þarf sko að vera redí þegar bjallan hringir!

-þegar krakkarnir tala saman á facebook segja þau alltaf „mdr“ í staðin fyrir „haha“ en það þýðir „mort de rire“ –dauðahlátur

-„þú ert með súkkulaðiplötu“ er sagt er þú vilt meina „þú ert með six pack“ (une tablet de chocolate)

-um daginn spurðu tveir vinir mínir mig hvort ég vildi koma að sofa, ég var ekki alveg að skilja spurninguna svo ég svaraði henni bara játandi svo við fórum á heilsugæsluna, strákurinn sagðist hafa farið í partý um helgina og væri alveg rosalega þreyttur og þá fengum við alveg rosa kósý rúm með sæng og öllu, ekkert smá þægilegt!

-Frakkar eru alveg kolkreisí og kalla aðra hæð fyrstu hæð og fyrsta hæð er bara jarðhæð…okei ég samþykki það en verð samt smá pirruð þegar þau kalla tveggja hæða hús, hús á einni hæð!

-held ég hafi nefnt það áður en líf unglinga fer alfarið fram í skólanum og þessvegna er alltaf talað um þriðju hæðina betur þekkta sem staðurinn þar sem kærustupör “njóta ásta”, var einmitt að spjalla við eina portúgalska lesbíu sem sagði mér frá 1hæð, 2hæð, 3hæð, barinn….og fleira…! oj bjakk

-í febrúar var alþjóðlegur pönnukökudagur svo ég lét flakka, íslenska uppskriftin hennar mömmu hefur aldrei verið jafn vond og ég fattaði að þetta væri í fyrsta skipti sem ég bý til pönnukökur!

Ég er þó að segja ykkur að tíminn flýgur hraðar en ég veit ekki hvað og ég verð komin heim áður en ég veit af! Shit hvað það er skrítið að hugsa um!! Eftir 12 daga er ég búin að vera hér í 7 mánuði sem mér finnst bara ekki vera satt! Ég hlakka smá til í júní því ég mun fá fullt af frídögum þar sem bekkurinn verður í prófum, ætla að reyna að sóla mig eins og hægt er, get ekki komið til íslands skjannahvít eftir franskt sumar….GENGUR EI

Pís out hombres

Posted in Óflokkað

Ein ummæli

  1. Fríða Björk

    Hæ elskan gaman að lesa bloggið þitt einsvo alltaf.það er greinilega mjög mikið fjör hjá þér:)hlakka til að þú fáir pakkan frá mér og vona að allt sé heilt í honnum:)heyri í þér þegar hann kemur.love mamma.