FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

apríl

15. apríl 2011 | Rósa Margrét

Það er næstum komin mánuður síðan seinast svo ég hef ákveðið að henda í eitt gott blogg. Tíminn flýgur og mig langar að fara að grenja í hvert skipti sem ég átta mig á hversu stutt er í að ég komi heim!

Ég er komin í páskafrí eins og þið eflaust líka, plön mín eru ýmissleg t.d. fæ ég góða heimssókn í 10 daga, Gabriella (Ohio) kemur sennilega í eina viku hingað, Romo, Tours (að vana), Orlèans, París og svo má ekki gleyma að djamma french style :D

Um daginn fór ég til Tours og hitti þar Berglindi og Esteri, tvær aðrar íslenskar stelpur sem komu á sama tíma og ég út. Það var ekkert smá gaman að hitta þær eftir þessa 7 mánuði og tala íslensku að nýju! það er alveg stórfurðulegt hvað við höfum ekkert hisst áður þar sem við búum í aðeins tveggja tíma fjarðlægð!

Fyrir tvem vikum fór ég í mitt fyrsta alvöru franska partý.. var búin að fara í partý en það var með einhverjum sem ég þekkti ekkert en þetta var með öllum frönsku vinum mínum og það var ekkert smá gaman! það var svo gaman að við leigðum annann sal og erum að fara að halda annað partý í næstu viku með fleira fólki ! haha en já þetta var semsagt afmæli hjá vinkonu minni sem heitir Dina og mig langaði að fara að gráta við afmælisgjöfinni hennar, allir í partyinu gáfu jafnmikinn pening og við keyptum helling handa henni og svo var gert video með helling af myndum, minningum og sumir að tala inná það…ég talaði inná það en samt doldið vandræðalegt þegar einhverjir koma uppað mér og segja að hreimurinn minn sé awesome ! haha ! en já það er semsagt þannig í frönskum partýum að það gista allir í partýinu svo það þarf enginn að fara að væla ef einhverjir æla… hihihi !

Síðustu helgi var AFS helgin, þriðja helgin mín á skiptinema árinu af fjórum. Mér fannst alltaf svo leiðilegt á þessum helgum en þessi var geðveikt skemmtileg ! gerðum helling af mjög skemmtilegum hlutum og svo erum við öll farin að þekkja hvort annað svo vel ! mér finnst eins og skiptinemarnir sem komu í september séu syskini mín eða eitthvað ! ég elska þau allavegana mjög mikið ! er líka búin að kynnast helling af frönskum krökkum í gegnum þetta og svo eru alltaf að bætast nýjir skiptinemar í hópinn.. það er ein stelpa frá kanada sem á íslenskann kærasta! Mér finnst það kúl hehe.

Á AFS helginni vorum við látin skrifa bréf handa okkur sjálfum, þetta er semsagt bréf sem við skrifum nafnið okkar á umslagið og síðan þegar við verðum komin heim sendir AFS bréfið til okkar og þá getum við séð hvað við vorum að hugsa eftir 7 mánuði í Frakklandi. Mjög stolt af mér að hafa skrifað allt á frönsku (4bls) en þetta var mjög sorglegt en ég, Hannah (USA), Irinja (Finnland) og Magdalena(Austurríki) sátum þarna nánast í tárum yfir því að skrifa í bréfið setningar eins og „þetta verður allt í lagi“ … ég er svo langt frá því að vilja koma heim þar sem ég er búin að eignast algjörlega nýtt líf hérna sem er bara æði og það verður svo erfitt að kveðja! Svo skrifuðu skiptinemarnir eitthvað í bréfið til mín sem ég fæ svo að sjá þegar ég kem heim :)

Ég var mjög ánægð með það að við vorum látin draga miða sem var annaðhvort A,B eða C og ég fékk B..var svosem ekkert að pæla meir í því en þetta var semsagt Hvar við áttum að sitja í kvöldmatnum. Það voru þrír A miðar, 6 B miðar og svo allir hinir í C sem eru sirka 35 manns og það var verið að sýna okkur (aðallega þeim sem eru að fara sem skiptinemar) að það eru ríkar fjölskyldur og síðan fátækar fjölskyldur og maður þarf að sætta sig við það. Þeir sem voru í A fengu salat og foie gras (mjög hátíðslegur forréttur)..síðan fengu þau reyktann lax með sósu og ístertu í eftirrétt. Ég, í B fékk salat í forrétt, svínakjöt og geðveikann kartöflurétt í aðalrétt og síðan búðing í eftirrétt. A og B borðin voru í miðjunni og á meðan við borðuðum með kókið okkar sátu C krakkarnir í kringum okkur dauð af hungri og öskrandi og vælandi og það eina sem þau fengu voru hrísgrjón með einhverjum hnetum í…hahahha allur kvöldmaturinn þeirra!

Annars er allt gott að frétta úr skólanum, eins og alltaf ! bekkurinn minn ennþá ótrúlega skemmtilegur og ég er alltaf jafn dugleg að skrópa í stærðfræðipróf! Í dag hélt ég kynningu um ísland í ensku renforce en náði ekki að klára því allir voru svo áhugasamir að spyrja spurningar þannig ég klára eftir páskafríið. Held svo líka kynninguna í Ensku því mig langaði að hafa hana líka fyrir bekkinn minn:)

Hagfræðikennarinn minn elskar mig alltaf jafn mikið og í dag þegar hann las upp nafnið mitt sagði hann Rósa, komdu aðeins hingað..og ég fór uppað töflunni til hans og hann sagði je suis content sem þýðir ég er glaður og ég bara HA? Og hann sagði sko je suis content quand t‘es la, je ne suis pas content quand t‘es pas la ! hahaha semsagt hann sagði ég er glaður þegar þú ert hér, ég er ekki glaður þegar þú ert ekki hér. Svo labbaði hann eitthvað út úr stofunni og einn strákur var með lykilinn og læsti kennarann úti sem var geðveikt fyndið því hann er svo furðulegur og svo kom hann aftur inn og læsti stofunni og þegar við ætluðum að fara út í lok tímans sagði hann Rósa koddu þú mátt fara fyrst út ! svo er hann alltaf að spjalla þegar hann hittir mig á göngunum og bara nefnið það….hahaha

Ég hef örugglega fullt fleira að segja en ég bara nenni því ekki, ég spjalla við ykkur þegar ég er komin heim ! hihih nei djók, geri kannski annað blogg í maí <3

Ástarkveðjur,

Rósa Margrét

Posted in Óflokkað

4 ummæli

 1. Pabbi

  Þú ert æði. Verður nú samt ekki gaman að koma heim og hitta pabba?

 2. Jóna María

  hæ hæ sætust, ég er svo ánægð að heyra hvað allt gengur vel hjá þér. Svo eru bara 3 dagar þar til þú kemur heim eins og talningarkerfið virkaði hjá þér fyrir jól, ég er allavega spennt að fá þig heim en skil hvað þetta verður erfitt fyrir þig að kveðja alla skemmtulegu frönsku vinina og frábæru frönsku fjölskylduna þína.
  Svaka varst þú heppinn að fá að borða í AFS dæminu amma þín hefði nú ekki verið ánægð að heyra að það væri verið að svelta “Rósu mína” skemmtu þér vel í næsta partý og um páskana sé að það er nóg að gera hjá þér
  ástar og saknaðarkveðjur Jóna Mara

 3. Fríða Björk

  Hæ elskan gaman að heyra hvað þú ert alltaf ánægð og sæl í frakkllandi:)en það er nú orðið mjög stutt þangað til að við svanur komum út til þín hlökkum allveg svakalega til að sjá þig og fjölskylduna sem sér svona vel um þig
  love Mamma

 4. AndreaBjörkMöller

  en æðislegt hvað það er gaman hjá þér. geturu ekki bara flutt inn til fjölskyldunnar í ár í viðbót ;) hehe :P ég vil nýtt blogg!