FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

júní

10. júní 2011 | Rósa Margrét

Ég er eiginlega í sjokki yfir því að skólaárið mitt í frakklandi er búið. Síðasti skóladagurinn var í dag og ég get sagt ykkur stolt frá því að ég hafi fengið 13 í meðaleinkunn sem var með því hæðsta, ég hef reyndar ekki hugmynd um frá hverju þau mældu þar sem ég tók ekki þátt í mikið af prófum ! hehe en ég var allavegana glöð að í umsögninni minni var sagt að ég hafi gert mikla „efforts“ í frönsku og þau væru mjög ánægð með mig! Ég er líka mjög stollt af sjálfri mér að hafa náð þessu öllu saman, var kannski ekki það auðveldasta í heimi á tímabili en allt í allt er þetta besta ár sem ég hef upplifað.

Ég varð 18.ára síðasta miðvikudag og skemmti mér alveg yndislega! Ég ákvað að fara ekki í skólann þar sem ég hefði bara átt að fara í einn tíma svo í staðinn bjó ég mér til geðveikann morgunmat sem voru pönnukökur með bráðnum osti og skinku (mamma og pabbi við munum hafa það oft í matinn þegar ég kem heim). Um hádegið skellti ég mér til Romorantin og hitti Irinju. Við hittumst ekki oft núna svo það var gaman með henni og klukkan fjögur tók ég lestina heim..sem var kannski frekar tilgangslaust því þegar ég var búin að vera heima í svona 10 mínutur fór ég aftur til Romorantin ! í þetta skiptið var það til þess að „sækja“ Charlotte vinkonu mína, hún býr í hinum endanum á lestarlínunni semsagt í Salbris sem þýðir að hún tekur lest einn og hálfann tíma til að koma til mín… þegar við vorum síðan komnar til Gièvres fórum við ásamt hóst mömmu minni og hóst bróðir til Tours. Þar hittum við Jean-Michel og Aurelien og við fórum öll út að borða í tilefni dagsins. Ég skemmti mér mjög vel og um kvöldið gisti Charlotte hjá mér.

Í gær ætluðum við í skólann klukkan 9 til að hitta stelpurnar en þegar það voru tíu mínutur í að lestin myndi fara ákváðum við bara að sofa lengur. Ég var svo sniðug, Charlotte bað mig að senda hinni Charlotte sms um að við myndum koma með lestinni í hádeginu og ég sem var svo þreytt sendi það sms á vittlausa Charlotte svo það varð smá pirringur úr því að við létum ekki vita af okkur..hih ups!

Í hádeginu kom Anthony að sækja okkur í lestina og við löbbuðum á McDonalds, þar voru allar stelpurnar og hellingur af strákum úr bekknum sem var rosa fínt, vona good-bye hádegismatur þar sem þetta var næst síðasti skóladagurinn! Við fórum í frönskutíma eftir hádegið og síðan heim til mín, höfðum einn klukkutíma til að gera okkur tilbúnar, sturtu og allt en gleymdum að borða sem var kannski ekki vel gert ! tókum svo við lest í bæ sem ég man ekki alveg hvað heitir og um klukkutíma seinna kom vinur hennar að sækja okkur og við fórum til Tours í smá partý með nokkrum strákum sem var mjög gaman!! þetta var í íbúð hjá tvem strákum og við vöknuðum klukkan 6 í morgun og löbbuðum á McDonalds..ég elska svo mikið Tours, þetta er sko „litla parís“ og það er ALLTAF svo mikið líf í þessari borg! Klukkan 7-8 í morgun voru hellingur af fólki á rölltinu og á McDo og ég skemmti mér mjög vel þegar það komu alltaf einhvað þunnt fólk sem nennti ekki að kaupa sér neitt og bað okkur um kóðann að klósetinnu…ef þið farið á McDo í Tours þá er hann 0789 hehe ég gleymi því sko ekki !

Vorum svo komnar heim til mín um tvö leitið í dag og fórum beint til Romorantin að hitta krakkana í skólanum. Við fórum á barinn og þar sem þetta var síðasti skóladagurinn voru allir í voða skemmtilegu blauti-skapi og varð ég rennandi því það voru allir með vatnsbyssur.. og svo skvetti barþjónninn úr vatnsflösku yfir alla og hann var að gefa nammi og svala.. hann er svo mikið æði ! haha

En já síðasti mánuður er bara búinn að vera mjög æðislegur…man kannski ekki allt en einn miðvikudag fór ég með Irinju og Fionu í leikhús að sjá listaverk gamla bekkjarins míns, semsagt dansinn sem ég var alltaf svo kvíðin fyrir. Ég bjóst við verra en ég verð eiginlega að segja bravó ! gisti svo hjá þeim þetta kvöld sem var mjög skemmtilegt :)

Fólk gat ekki hætt að setja statusa um Hangover 2, eða Very bad trip 2 eins og hún er kölluð hérna megin svo ég ákvað að skella mér líka ! fór með Fionu hóst systir Irinju, gisti svo hjá þeim og daginn eftir var ég með Fionu allann daginn sem var kosy :) … vorum að labba niðrí bæ og þá kom SES kennarinn minn sem ég get ekki hætt að tala um og var eitthvað að öskra út um gluggann „ROSA ROSA ROSA“ og svo nokkrum dögum seinna hitti ég hann uppi í skóla og hann sagði: ég ætlaði að stoppa bílinn minn og bjóða þér og vinkonu þinni til Orlèans með mér, þið gætuð bara gert það sem ykkur langaði yfir daginn og svo myndum við koma til baka um kvöldið..svona til að sjá aðrar borgir ! haha hann er ÆÐI !

Irinja er búin að koma til mín síðastliðna miðvikudaga því það er alltaf frí eftir hádegi og erum við að vinna að vídeói fyrir AFS. Ég ákvað samt síðan að ég geri mitt eigið video og hún sitt og ef þetta verður eitthvað skemmtilegt þá set ég það á facebook…

Ég lofa að blogga áður en ég kem heim, líka mjög gott fyrir mig þar sem ég er ekki sú duglegasta í að skrifa í dagbókina mína sem hefur beðið mín síðan í Mars! ég á ekki mikið eftir, því miður! Klukkan 8 í fyrramálið tek ég lestina til Tours og hitti Stellu (ísland) og Abigail (usa)! þær koma með mér heim og svo um kvöldið koma Irinja og Fiona (Frakkland) líka. Þetta er svona smá afmælis-náttfatapartý sem verður bara gaman :) Abigail verður hérna annaðhvort fram að þriðjudag eða miðvikudag og Stella fram að fimmtudag. Á miðvikudaginn ætlum ég, Stella, Abigail og kannski Irinja til Blois að hitta Magdalenu (Austurríki) og Adriönu (Guatemala).

Síðan á fimmtudaginn tökum ég og Stella lestina til Salbris, síðan Orlèans. Ætlum að vera í Orlèans yfir daginn, borða kínverskann mat (án djóks það besta sem ég hef fengið) og svo um kvöldið förum við til Parísar ! hittum Esteri (ísland) og förum svo heim til Stellu. Þessi vika í parís á eftir að vera geggjuð!!!!

Þegar ég kem heim frá París verð ég einn dag hérna, gisti kannski hjá Charlotte daginn eftir og svo síðasta AFS helgin mín. Ég hlakka mjög mikið til að fara á þessa AFS helgi því ég er eiginlega ekkert búin að hitta hina skiptinemana síðan í Apríl ! svo eru það bara tvær yndislegar vikur hér í góða veðrinu, afmæli hjá Camille sem verður sennilega kveðjustundin mín en mig langaði að reyna að hafa partý eða allavegana eitthvað fyrir frönsku vini mína rétt áður en ég fer heim!

Fékk lestarmiðann minn í pósti í gær, ég kveð þetta líf laugardaginn 9.júlí 2011 klukkan 9.44 !! tek lestina með Irinju til Orlèans og svo París, verðum þar í eina nótt með öllum hinum skiptinemunum og eins og ég sagði í síðasta bloggi lendi ég á íslandi sunnudaginn 10.júlí 2011 klukkan 14.45 !

Ást á ykkur !
Rósa Margrét Óladóttir

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).