FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

júní 2

26. júní 2011 | Rósa Margrét

Ég er vraiment fatiguée og er að pæla hvort ég ætti frekar að blogga eða pakka niður… ég ætti virkilega að fá mér smá svefn þar sem hausinn minn er að detta af úr þreytu eftir þessa helgi.

Ég ætla að hafa þetta létt og laggott.. það eru 13 dagar í að ég fari heim og ég er ógeðslega stressuð yfir því! Ég er alveg spennt yfir að koma heim en það er samt svo geðveikt skrítið að þurfa að kveðja allt þetta æðislega fólk sem ég er búin að kynnast hér. Þetta ár er búið að líða virkilega hratt!! Mér finnst eins og þetta hafi verið eins og draumur og ég er stressuð að þurfa að fara aftur í „lífið mitt“…ég get eiginlega ekki lýst þessu, maður þarf að hafa farið sem skiptinemi til að fatta þetta!

Júní er búinn að líða eins og einn dagur, Stella og Abigail voru hjá mér í nokkra daga og síðan fór ég með Stellu til Parísar. Ég gisti heima hjá Stellu ásamt Esteri, við gerðum geðveikt mikið af túristardóti ásamt því að hitta skiptinema og fara á fête de la musique! Það var geðveikt gaman á tónlistarhátiðinni þar sem það  voru tónleikar um ALLA borgina og þetta er eitthvað sem ég mæli virkilega vel með !

Ég uppgötvaði svolítið merkilegt í gær, var á AFS helgi og eins og alltaf gerum við helling af furðulegum leikjum sem í flest skiptin skil ég ekkert í en já í kvöldmatnum máttum við semsagt ekki tala frönsku. Það var enginn íslendingur á svæðinu svo ég þurfti að beita enskunni minni sem ég hef ekki notað í nokkuð langann tíma! Ég held að seinasta skipti sem ég talaði ensku var þegar Elsa var hjá mér en mér fannst mjög fynndið að ég bara gat varla talað, allt sem ég náði að ropa út úr mér var kolvittlaust og einhvernveginn breytti ég alltaf yfir í frönsku án þess að taka eftir því. Ég veit að ég skil meira í frönsku en ensku og ég er nokkuð mikið farin að halda að ég tali betur, get allavegana talað án þess að verða kjaftstopp!

Við máttum ekki tala frönsku því það var verið að láta okkur komast að því að það getur verið erfitt að koma sér aftur í móðurmálið þannig ef ég segi óvart eitthvað á frönsku þegar ég kem heim þá er það alls ekki viljandi…hihi

Veðrið er ekki alveg búið að vera að leika við mig hérna í júnímánuði, búið að rigna mikið og yfirleitt í kring um 20-25 en í gær fór hitastigið allt í einu í einhvað rugl. Ég veit ekki hvað gerðist en það semsagt fór upp í sirka 30 stig en svo í dag örugglega 35! ég held mér hafi aldrei liðið jafn illa þar sem við borðuðum úti, til allrar hamingju í skugganum en það var svo mikið logn að maður gat ekki hreyft sig yfir hita. Ég og Irinja tókum síðan lestina og þurftum að skipta um lest í Vierzon, það var klukkutíma bið svo við settumst á kaffihús en komum til baka og sáum að það var búið að seinka lestinni um hálftíma svo við settumst fyrir utan og það var nánast ekkert loft til að anda að sér, ég var dauðþreytt þar sem ég svaf eiginlega ekkert alla helgina og ég hélt það myndi líða yfir mig yfir loftleysis…LOKSINS þegar lestin kom settumst við inn í hana og ég hélt ég myndi kafna því það var svo heitt, tók upp bók til að reyna að búa til blævæng, röllti um lestina til að leita að glugga eða einhverju lofti, í hvert skipti sem lestin stoppaði settum ég og Irinja hausinn út því það var virkilega ógeðslegt loftið!!!! En já þrem mínutum áður en við fórum út úr lestinni kom lestarkallinn að tjekka á miðunum og sagði við okkur að þetta væri eini vagninn í lestinni sem vantaði loftkælingu! FRABÆRT! !!

En ekki lengra í bili, ég er þreytt og ætla að fara að lesa. Ég á bara tvær vikur eftir, á eftir að pakka öllu sem ég er með og AFS í Frakklandi er mjög strangt á farangri, ef við verðum með meira en 20kg í stóru ferðatöskunni þurfum við að taka hluti upp úr henni á flugvellinum og AFS tekur það :/

Ætla að reyna að taka mér smá pakkipásur til þess að kveðja vini mína, Saami fer til Japans í þessari viku svo við Irinja munum gera eitthvað með henni. Ætla að reyna að hitta vini mina úr bekknum nokkrum sinnum, því miður búa þau svo langt í burtu en ég fer allavegana í afmælispartý hjá vinkonu minni á laugardaginn svo ég hitti alla þar !

Peace and love (í 14 daga)

 

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).