FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

14. júlí 2011 | Rósa Margrét

Hæh, ég er semsagt komin heim og ætlaði bara aðeins að gera „enda“ á þetta blogg! Það var mjög gaman að koma heim og mjög gott óvænt party frá fjölskyldunni ! ég er bara í Reykjavík núna og keyri austur með Elvari í fyrramálið :) Búin að gera svo mikið sem ekkert í bænum en það er samt voða gaman að vera komin heim ! ekki eins erfitt og ég hélt en mig langar samt mjög mikið að fara aftur til Frakklands! <3 hérna fyrir neðan er blogg sem ég skrifaði þegar ég var á lokanámsskeiðinu mínu um helgina.

————-

Ég sit hér í herbergi 404 í heimarvistarbyggingu G og ætla að skrifa nokkrar línur. Ég er ekki með internetið svo ég set þetta inn þegar ég kem til íslands en það er semsagt kominn nýr dagur, dagur sem ég hef óttast í langann tíma þann 10. Júlí 2011 og klukkan er rétt að ganga tvö um nótt.

Síðustu tvær vikur eru búnar að vera virkilega skemmtilegar, ég er 100% viss um að seinasta vikan mín hér í Frakklandi var svo lang fullkomnust og ég er svo ógeðslega ánægð með allt…fyrir utan allt sem gerðist eftir gærkvöldið frá 7 að kvöldi til.  (ekki væmið)

Vikan 27.júní – 3.júlí: helgin fór í AFS helgi með fylkinu mínu og vikunni ákvað ég að eyða í að slaka á, fara í sólbað og ýmisslegt fleira. Ég hitti Irinju og Saami einn daginn þar sem við borðuðum á geðveikt krúttlegum mexíkönskum veitingarstað og kvöddum Saami mína sem fór til Japans í síðustu viku. Um helgina fór ég í afmælispartý hjá Camille sem var mjög gaman og eins og alltaf þá auðvitað gista allir.. guð hvað ég mun sakna þess!

Vikan 4.-10. Júlí: á þriðjudagsmorguninn fór ég til Salbris til Charlottar, við fórum í sund með nokkrum krökkum þar sem það var virkilega heitt úti.. hún ætlaði að koma og gista hjá mér en svo nenntum við því ekki þannig ég gisti hjá henni og svo fórum við heim til mín kvöldið eftir. Charlotte var hjá mér í tvær nætur og það var geðveikt gaman hjá okkur! Tókum eitt kvöldið í að vera ógeðslega miklar gelgjur, hún klippti og litaði hárið á mér, augabrúnirnar, neglur, maski, MYNDIR& fleirafleira! Á fimmtudagskvöldið fórum við í Partý sem var mjög gaman, tókum lestina heim klukkan 7 um morguninn og ég var bara búin að sofa í 2 tíma og hún ekki neitt svo við vorum geðveikt þreyttar…þegar við komum aftur heim til mín ákváðum við að eyða ekki seinasta deginum okkar saman í að sofa svo við gerðum endalaust af hlutum!!! Ooof gaman <3 !

Ég vaknaði klukkan 7 í morgun til að fara á lestarstöðina, öll fjölskyldan mín kom með og það var mjög skrítið að kveðja. Það var ekki of erfitt því ég held það sé útaf því að þetta gerðist allt saman svo hratt! Ég var með drullu mikið af farangri og ég veit ekki hversu margir hjálpuðu mér að drösla þessu!! Toppurinn var samt algjörlega þegar einn svíi kom og tók stóru ferðatöskuna mína fyrir mig en hann var einnig með eina svoleiðis fyrir sig og það var geðveikt fyndið hvað hann átti í miklum erfiðleikum með þetta!

Var komin til parísar um ellefu leitið og hitti alla skiptinemana í heimavistaskólanum sem við erum í, það var ekkert smá skemmtilegt að hitta alla sem ég kynntist fyrstu helgina mína hér og svo sér maður þau allt öðruvísi núna því við tölum frönsku! Það er voðalega lítið sem var planað í dag nema smá umræðuhópar en annars var partý sem var algjör snilld! Við erum svona 100-200 skiptinemar myndi ég giska svo það var geðveikt stuð! Á svo mikið eftir að sakna frönsku tónlistarinnar!!!

Þegar ég kom til parísar hitti ég stelpu sem ég man eftir að hafa séð á komunámsskeiðinu en haha geðveikt fyndið ég er svo mikill snillingur í staðin fyrir að kveðja vini mína fékk ég nýja vinkonu, hana Sofiu frá Guatemala! Við vorum saman yfir allann daginn og allt kvöldið! Fyndið hvað maður getur kynnst svona vel hratt en við ætlum að halda vináttunni okkar á skype! :)

Ég fékk smá sjokk þegar AFS sagði „hey þið hafið tíu mínútur til að kveðja alla vini ykkar“ allir byrjuðu náttúrulega bara að hágrenja og allt í klessu! Vorum síðan send inn í herbergin okkar, það var nú búið að bjóða mér í alveg nokkur „leynieftirpartý“ en þeim var bustað áðuren ég mætti á svæðið þar sem ég þurfti að skella mér á heilsugæsluna eftir skemmtilega atvikið mitt þegar ég flaug fram fyrir mig…VUUUUHU !

Klukkan er núna 02:18, ég ætla að fá mér smávegis í háttinn vegna þess að klukkan 4:30 muna Abigail, Hannah og allar Bandarísku vinkonur mínar fara og því mun ég þurfa að kveðja þær áður ! Irinja fer klukkan 6:30 og við ætlum að hafa smá kósý morgunpartý hjá mér og sjálf fer ég kl. 09:30, nokkuð kósý hef tíma í petit déj. Vona að ég verði ekki of þreytt þegar á landið mitt verður komið! Er þó að reyna að nýta hverrar sekúndu sem eftir er. Lífið mitt er of gott til þess að vera satt, það er kominn tími til að vakna upp frá þessum draumi. :(

———

svo vil ég bara segja takk fyrir mig, og takk þið sem voruð að fylgjast með mér ! ef það eru einhverjir framtíðar skiptinemar með spurningar þá megiði alltaf tala við mig á facebook :)

-Rósa Margrét Möller Óladóttir.

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).