FRAKKLAND

“It’s not better, it’s not worse, it’s just different.” -AFS

mars

22. mars 2011 | Rósa Margrét

Þetta blogg er tileinkað fjölskyldunni minni og vinum mínum fyrir að vera ótrúlega falleg og æðisleg og takk fyrir allar þessar sendingar!!! Þið vitið ekki hvað ég er glöð!!! Ég elska ykkur!

Það er svo langt síðan síðast að ég ætla ekki einu sinni að reyna að telja upp hvert einasta atriði. Í seinasta bloggi var ég á leiðinni í vetrarfrí og í fyrri vikunni fór ég til Austur-Frakklands með fósturfjölskyldunni í fylki sem heitir Alsace. Það var rosa fínt þar, ferðuðumst mikið um og fórum m.a. til Strasbourg, Mulhouse, Colmar, Þýskalands og fleira. Seinni vikuna var ég bæði heima að slaka á og hitta vini mína, fór einnig til Tours og gisti þar hjá einni vinkonu minni. Ég er ekkert smá ánægð með þessi tveggja vikna frí sem Frakkar henda inn hér og þar í skólaárið!

Fyrir tvem vikum kom frönsk stelpa og gisti hjá mér, hún er á leiðinni til Nýja Sjálands í haust með AFS og þar sem AFS í fylkinu mínu gerir miklar áherslu á að skiptinemarnir og frakkarnir kynnist þá vorum við skyldug til þess að gera þetta svo ég mun fara til hennar einhvetíman þegar við ákveðum það. AFS lítur einnig á þetta þannig að frakkarnir sjái hvernig það er að koma inn á fjölskyldu sem þau þekkja ekkert og fyrir okkur skiptinemana að kynnast annarri ólíkri fjölskyldu.

Síðustu helgi fór ég til Bourges að hitta Gabriellu og Charito (Rotarý skiptinemi frá Perú), við fórum á subway mér til mikillar ánægju í annað skipti í 7 mánuði og rölltum svo í búðir. Ég keypti mér sumarjakka og skó þar sem það er orðið ALLTOF heitt fyrir kápuna mína, vorið kom opinberlega á sunnudaginn og veðrið er alltaf yndislegt! um kvöldið fórum við heim til Charito og gisitum þar, það var geðveikt gaman og ég vona að ég geti farið aftur bráðlega!

Ég fór á eitthvað risa karnival einhvetíman einhverstaðar…rosa flott og hellingur af tívolítækjum þar sem ég skemmti mér vel! í apríl verður karnilval í skólanum mínum og mér skilst að þetta sé big thing hér og ALLIR dressast í búning í skólann þann dag! Voða spennandi..

Var farin að gefast upp á skólanum áður en ég skipti um bekk en núna er hver dagur ævintýri, get þó ekki sagt að það sé auðvelt að vakna á morgnanna. Í rauninni ætti ég að vakna kl. 6 og fara út úr húsi kl. 7 en snillingurinn ég enda alltaf á því að vakna kl. 7 og fara út úr húsi kl. 7.10 og er þar af leiðandi hlaupandi eins og einhver brjálæðingur á lestarstöðina og það munar alltaf mjög litlu að ég missi af lestinni! Vinkonur mínar taka lestina 20 mín á undan mér og þær vakna kl. 5.30 á hverjum einasta morgni, hvernig er hægt að lifa við þetta?

Í skólanum skil ég alveg mest allt í tímunum en þó kannski ekki nógu mikið til að vera skynsöm og gera heimanámið mitt, hehe, uppáhalds áfanginn minn er Hagfræði vegna þess að kennarinn er alveg kolruglaður! Hann getur stundum verið pirraður ef allir eru að spjalla saman og lætur þau færa sig en hann elskar mig svo mikið að krakkarnir segja bara við hann „ég var sko að tala við Rósu“ og þá þurfa þau ekki að færa sig því ég er svo æðisleg og það má alltaf spjalla við mig! Ef þau eru ekki að tala við mig segir hann: „hafið hljótt til að bera virðingu fyrir Rósu“.

Stundum verð ég þó smá vandræðaleg þegar ég mæti þar sem hann tekur oft í hendina á mér, kallar nafnið mitt og spyr hvað ég segi gott á meðan hann lítur ekki á hina nemendurna. Um daginn tók hann töskuna mína og bar hana til borðs fyrir mig og tók stólinn frá svo ég þyrfti ekki að gera neitt. Ef þið vissuð það ekki elskurnar mínar, þá er ég algjör prinsessa og mun alltaf vera!

Ef ég hefði nú tímann í það gæti ég sagt ykkur allt frá nýja bekknum mínum og öllum nýju vinum mínum, þau eru hreynt æðisleg í alla staði. Svo allt það furðulega sem þau láta mig gera, án djóks, strákunum fynnst sérstaklega skemmtilegt að kenna mér öll „ljótu orðin“ og biðja mig um að segja þau við einhvern. Um daginn labbaði ég upp að stelpu sem ég hef aldrei séð áður, horfði á hana og sagði svo SALOPE geðveikt hátt sem þýðir drusla og hún var alveg í sjokki á meðan vinir mínir gátu varla andað úr hlátri því flest þessara orða má segja á milli vina en ALLLS EKKI svona. Frönskukennarinn minn var aldeilis reið þegar hun heyrði einn strákinn bekknum mínum vera að kenna mér hóra og drusla! Ég var einnig beðin um að segja við einhvern lítinn gutta á lestarstöðinni „hvað er sodomie?“ ætla ekki einu sinni að segja hvað það þýðir en gaman að skemmta vinum mínum!  Einn strákur í bekknum (þegar ég segi einn strákur þá er þetta alltaf sami strákurinn sem hefur alltaf jafn mikinn áhuga á ljótum hlutum) hann sagði við mig í tíma í dag: „hérna…Rósa ég var að pæla hvort ég megi spyrja þig að einni spurningu…“ síðan lét hann spurninguna flakka og allir sprungu úr hlátri, þetta var ekkert smá vandræðalegt en þetta er einmitt líka spurning sem ég læt ekki hingað!

Svo elska ég líka að fá spurningar um Ísland, í dag fékk ég stórt spurningarflóð frá einhverjum strák sem ég hef aldrei áður talað við og taldi örugglega upp allar búðir sem hann þekkir og var aldeilis ánægður þegar ég sagði „Já“ við IKEA! McDonalds var hinsvegar spurning eitt og ég fæ þá spurningu að meðaltali 1 sinni á dag! Svo eru fleiri spurningar sem ég fæ frá þessum strákum en kannski ekki eitthvað til að setja hingað!!

Þið hafið eflaust tekið eftir því hversu mikið ég kvartaði ávallt yfir þeim sem riðjast í röðinni með því að mæta kannski 10 saman, troða sér undir súluna og hleypa öllum vinum sínum með…getiði hvað, núna er ég ein af þeim!!! Ég er ekki að segja að ég sé stolt af því en guð hvað þetta er miklu skemmtilegra! Maður skellir sér bara undir súluna og fær strax að borða, og það besta við þetta er að ENGINN  segir orð yfir því að maður riðjist. Á íslandi yrði maður bara laminn! Eða eins og í grunnskóla, sendur aftast!

Annars er alltof mikið að gera hjá mér næstu vikurnar! Það er að sjálfsögðu skóli, skóli, skóli og er að fara á morgun til Saamiar því ég græt úr gleði að fá frí eftir hádegi á miðvikudögum, ekki það að það sé leiðilegt í skólanum, þetta er bara svo þreytandi allt saman! Um helgina var ég að pæla í að fara til Tours að versla, náði ekki nógu miklu síðustu helgi! Helgina eftir það er ég svo að fara í afmæli hjá vinkonu minni, eftir það er AFS helgi, helgin eftir það er ég komin í tveggja vikna páskafrí. <3

-kennarar brjálast ef nemandi er með tyggjó eða síma í tíma en að vefja upp í sígarettu er ekkert mál, maður þarf sko að vera redí þegar bjallan hringir!

-þegar krakkarnir tala saman á facebook segja þau alltaf „mdr“ í staðin fyrir „haha“ en það þýðir „mort de rire“ –dauðahlátur

-„þú ert með súkkulaðiplötu“ er sagt er þú vilt meina „þú ert með six pack“ (une tablet de chocolate)

-um daginn spurðu tveir vinir mínir mig hvort ég vildi koma að sofa, ég var ekki alveg að skilja spurninguna svo ég svaraði henni bara játandi svo við fórum á heilsugæsluna, strákurinn sagðist hafa farið í partý um helgina og væri alveg rosalega þreyttur og þá fengum við alveg rosa kósý rúm með sæng og öllu, ekkert smá þægilegt!

-Frakkar eru alveg kolkreisí og kalla aðra hæð fyrstu hæð og fyrsta hæð er bara jarðhæð…okei ég samþykki það en verð samt smá pirruð þegar þau kalla tveggja hæða hús, hús á einni hæð!

-held ég hafi nefnt það áður en líf unglinga fer alfarið fram í skólanum og þessvegna er alltaf talað um þriðju hæðina betur þekkta sem staðurinn þar sem kærustupör “njóta ásta”, var einmitt að spjalla við eina portúgalska lesbíu sem sagði mér frá 1hæð, 2hæð, 3hæð, barinn….og fleira…! oj bjakk

-í febrúar var alþjóðlegur pönnukökudagur svo ég lét flakka, íslenska uppskriftin hennar mömmu hefur aldrei verið jafn vond og ég fattaði að þetta væri í fyrsta skipti sem ég bý til pönnukökur!

Ég er þó að segja ykkur að tíminn flýgur hraðar en ég veit ekki hvað og ég verð komin heim áður en ég veit af! Shit hvað það er skrítið að hugsa um!! Eftir 12 daga er ég búin að vera hér í 7 mánuði sem mér finnst bara ekki vera satt! Ég hlakka smá til í júní því ég mun fá fullt af frídögum þar sem bekkurinn verður í prófum, ætla að reyna að sóla mig eins og hægt er, get ekki komið til íslands skjannahvít eftir franskt sumar….GENGUR EI

Pís out hombres

Posted in Óflokkað | 1 ummæli »

ES og AFS!

13. febrúar 2011 | Rósa Margrét

Síðasta fimmtudag var verkfall í frakklandi svo ég var heima og ákvað að vera alveg svakalega dugleg að blogga en þá ákvað Irinja lyklalausa að koma til mín svo það varð ekkert úr því. Ég þoli ekki hvað tíminn líður hratt og maður nær aldrei að gera neitt sem maður ætlar sér! Ef þið eruð að velta fyrir ykkur afhverju það hafi verið verkfall þá hreinlega bara veit ég það ekki, þau hafa þetta of oft til að gefa ástæður.

Ég hef þó ýmisslegt að segja þar sem ég skipti um bekk á þriðjudaginn, ekkert meira franskar bókmenntir og beinargrinda dans heldur er það félags- og hagfræðibraut með hokkí í skautahöllinni alla mánudaga!

Ástæðan fyrir að ég skipti um bekk er margföld, ég nenni ekki að fara að telja allt um hér en í stuttu máli er 1ére L voðalega lokaður bekkur og svo langaði okkur skiptinemunum líka aðeins að sleppa takinu til þess að læra frönskuna betur.

Eftir að skólinn las fallega bréfið frá okkur Irinju var strax gefið grænt ljós og Irinja var sett í 1ére ES2 og ég 1ére ES3. Ég þekkti einn strák í bekknum en vissi annars ekkert hverjir væru þar svo ég var virkilega stressuð og þorði ekki að fara inn í stofuna fyrsta daginn, það var smá vandræðalegt!

Ég dýrka nýja bekkinn minn í alla staði og þau passa rosalega mikið að ég sé aldrei ein! Ég þarf ekki að stíga meira ein eitt skref inn í skólastofuna og þá er einhver búinn að kalla nafnið mitt til að biðja mig að setjast hjá sér! Allir hafa svo mikinn áhuga á að spjalla við mig og núna er ég farin að vera þekkt fyrir manneskjan sem stoppar ekki að tala, ekki hélt ég að það myndi líka gerast þegar umræðurnar fara fram á frönsku!

Ég skil ekki afhverju ég var ekki löngu löngu búin að skipta um bekk þar sem það er svo ótrúlega stór munur á þessum bekkjum, í gamla bekknum voru sirka 18 nemendur og nánast enginn áhugaverður en í nýja bekknum mínum eru 30 krakkar og þau eru öll mjög næs! Núna er litið á mig sem enn einn unglinginn en ekki bara útlenskann skiptinema.

Ég er búin að kynnast flestum svona ágætlega, er mikið með stelpu sem heitir Charlotte, nokkrum strákum úr bekknum og svo krökkum úr öðrum bekkjum. Charlotte er búin að kynna mig fyrir fullt af vinum sínum og svo er hún búin að kenna mér helling af frönsku! hún gefur mér verkefni í tímum og heimalærdóm, hún ætlar sér að láta mig tala fullkomið og skrifa áður en ég fer heim! Það er líka stelpa sem heitir Gwendoline sem býr í sama bæ og ég svo við tökum alltaf lestina saman, hún er mjög næs líka:)

Nýju kennararnir mínir eru ágætir, ég er svoldið hrædd við enskukennarann en reyndi að þykjast kunna ekki orð í ensku þar til hann sagði við mig „so i hear that you‘re icelandic and you speak very good english“ planið mitt dó. Stærðfræðikennarinn minn er fyndinn, í fyrsta tímanum mínum var tveggja tíma stærðfræðipróf og glápti hann bara á mig með þessari yndisfallegu skeifu. Svo gerir það hann ennþá æðislegri að hann var í jakkafötum og íþróttaskóm. Hagfræðikennarinn minn er algjör snillingur, hann er frá Afríku og er þekktur fyrir að vera vinur nemendanna, í einum tímanum tók hann í hendina á mér og kyssti hana þegar ég kom í tímann og hann hefur nokkrum sinnum þóst vera með gítar og var að syngja nafnið mitt, smá vandræðalegt en hann er stórfurðulegur greyjið!

Eini tíminn sem ég á eftir að fara í eru íþróttir, ég er í svo stórum bekk að það eru tveir hópar. Það eru alltaf 3 íþróttir yfir árið og síðasta íþróttin byrjar næsta mánudag, fyrri hópurinn er í hlaupi og seinni hópurinn er í hokkí í skautahöllinni. Mér var sagt að ég mætti velja þó svo að ég var sett í hlaupahópinn. Get ekki sagt að ég sé mjög spennt fyrir að fara að hlaupa endalaust svo ég held það verði ekkert mál að skipta um hóp og gera mig að smá fífli á skautasvellinu, þarf að fara að rifja upp taktana mína!

Er farin að dissa gamla bekkinn minn, ég er ekkert dónaleg en þegar þau spyrja hvort sé betra í nýja bekknum þá segi ég bara sannleikann auðvitað, enda geta þau vel séð að núna á ég fullt af vinum og að mér líði betur. Gamli íþróttakennarinn minn ætlaði nánast að skipa mér að halda áfram með þeim í íþróttum og sagði bara að ég vildi það ekki því ég hefði engann áhuga. Þessi tegund af dansi er svo langt frá því að vera mitt fag! Ég átti að fara á danssýningu síðasta þriðjudag og í leikhús á miðvikudaginn með gamla bekknum en ég er svo góð með mig að ég beilaði á bæði, enda var ég of þreytt…eða „of þreytt“ ég er ekki viss :)

Stundataflan mín er mjög fín, ég er nánast aldrei í eyðu og byrja alltaf klukkan 8 nema mánudaga klukkan 10. Ég klára klukkan 18 þrisvar, 12 á miðvikudögum auðvitað og svo er ég svo heppin að fá frábæra föstudaga og klára klukkan 14, það er mjög sjaldgæft í frakklandi! ég er svo ótrúlega heppin að byrja svona oft klukkan 8 því þá þarf ég sko að vakna klukkan 6 á morgnanna og fara út úr húsi klukkan 7, súper!

Það sem ég hef annars verið að brasa er nú bara hitt og þetta, fór í smá verslunarferð síðustu helgi til Bourges og gisti hjá Gabriellu minni, það var rosalega fínt og var ekki að hata það að vera nánast ein í lestinni á leiðinni heim! Ég elska svo mikið að taka lestir þegar það er enginn þar :)

Eins og ég sagði var gamli bekkurinn minn ekkert sérstakur og ég hef aldrei farið í svona alvöru franskt partý svo það var komið að því að mér var boðið fyrstu helgina eftir að kynnast nýja bekknum en auðvitað þarf AFS að koma með tímasetningar á besta tíma svo ég eyddi helginni í bæ sem heitir loche þar sem við vorum á námsskeiði með skiptinemunum, nýju skiptinemunum og þeim sem eru á leiðinni út í haust. Þetta er eitthvað sem vantar í AFS á íslandi, frakkarnir sem eru á leiðinni fá að taka þátt í öllum helgunum okkar sem er mjög gaman!

Ég fékk nánast áfall þegar ég heyrði nýju skiptinemana tala frönsku en það er vegna þess að þau tala öll mjög vel! sumir tala jafn vel og við sem erum búin að vera í 5 mánuði og þau skilja allt! Annars eru þau rosa fín og það var gaman að geta bara talað strax frönsku við þau, sum af þeim voru bara að mæta í landið á föstudaginn og þrátt fyrir það var stranglega bannað að tala annað tungumál en frönsku.

Við gerðum ýmisslegt áhugavert þessa helgi og mér fannst mjög sniðugt af sjálfboðaliðunum að vekja okkur í morgun með því að labba inn í herbergin mjög rólega, þau kveiktu ekki ljósin og þau voru að syngja vögguvísu, held mér hafi aldrei liðið jafn vel við að vakna! Þó svo að 10 mínutum seinna komu þau aftur með potta og skeiðar eins og síðustu AFS helgi, það var hræðilegt!

Morgunmaturinn í morgun var eitthvað sem ég fattaði ekki en það var semsagt þannig að þau mátti ekki tala, ég hugsaði bara ókei þau eru þreytt og vilja að við höfum lágt…en það voru ekki heldur neinar skeiðar, gafflar eða hnífar. Hvað gerir maður þá? Hvernig á maður að borða morgunkornið með mjólkinni sinni? Hvernig á maður að setja nútellað á baguettið sem maður getur ekki einu sinni skorið…og svo getur maður ekki talað í þokkabót.

Þetta var gert til þess að láta okkur hugsa um það að þegar maður mætir í land sem maður þekkir ekki, getur maður lítið eða kannski ekkert tjáð sig, kannski ekki spurt um hluti svo maður verður að bjarga sér einhverja aðra leið. Einnig eru ýmiss lönd sem hafa ekki hnífapör svo hvað gerir maður þá? Mér fannst þetta mjög áhugavert en þó ennþá áhugaverðra að enginn þorði að dýfa fingrunum ofan í nutellað, eins mikið og frakkar borða af því!

Ég kynntist stelpu þarna sem er í háskóla í Tours og er að fara í prógramm fyrir 18 ára og eldri, það var mjög fynndið þegar ég var að tala við hana þá sagðist hún eiga heima í Gièvres, sama litla krummaskuði og ég…fórum þá að spjalla og hún var í sama skóla, á sömu braut og með marga sömu kennara. Enn hvað heimurinn er svo lítill! Við Irinja fengum far með mömmu hennar til Gièvres svo við slepptum við lestina í þetta skiptið, við erum lang bestu ferðavinir í heimi þar sem konan var mjög stollt að sýna okkur alla fallegu kastalana á leiðinni og ég var svo virkilega áhugasöm að ég steinsofnaði og svo stuttu síðar gerði Irinja það líka! Enda er það ekkert skrítið þar sem það er búið að vera að djöflast með okkur alla helgina og vorum vakin klukkan 7 í morgun.

Núna er ég ennþá mjög þreytt, þarf að fara að gera dótið mitt tilbúið fyrir skólann á morgun og svo að sofa, ég ætla ekki að tala neitt um fjölskyldulífið mitt í þessu bloggi þar sem það er allt frábært að frétta þar. Á laugardaginn verð ég síðan komin í 16 daga frí og fyrstu vikuna fer ég með fjölskyldunni til Strasbourg, þýskalands og fleiri staði. Ekki mikið að hata það!

Þangað til næst,
Rósa Margrét Óladóttir

Posted in Óflokkað | 5 ummæli »

ný byrjun..

28. janúar 2011 | Rósa Margrét

Hæhæ,  hef ekki verið að uppfæra ykkur mjög mikið upp á síðkastið en ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að ég hef svo allt of mikið að gera og aldrei tími í að taka smá pásu til að henda einhverju inn.

Það er mikið búið að gerast í skólanum núna á nýja árinu, staðan er semsagt þannig að ég er að fara að skipta um bekk, ekki bara ég heldur Irinja líka. Það eru margar ástæður fyrir því að við viljum skipta og ég nenni ekki að fara að telja þær upp. Kerfið er þó aðeins flóknara en maður mætti halda, við erum semsagt búnar að vera að vinna í þessu í sirka 2 vikur og þetta fór reyndar úr því að ég, Irinja og Saami myndum skipta um NOKKRA tíma en vera ennþá í okkar bekk yfir í að við ætluðum að skipta um bekk. Það fór reyndar aðeins lengra og við ákváðum að fara allar sitthvora leiðina, núna er tímabilið okkar hálfnað og ætlum að taka grísina þrjá á þetta.

Skólastjórinn var þó eitthvað efins um að senda okkur á erfiðari braut með miklu meira námi og auk þess eru bekkirnir þar troðfullir. Verkefni okkar nú til þessa er því að skrifa bréf til skólastjórans, afhverju við viljum skipta um bekk, þessi helgi verður svo skemmtileg!

Annars gengur lífið bara sinn vanagang, vakna við helvítis hanagal alla morgna og druslast út úr húsinu klukkan 7 til að missa ekki af lestinni. Reyni þó að bölva ekki þessa lest því hún vekur mig á morgnanna með öllum ólátunum sem hún býr til.

Alltaf eitthvað að gerast allar helgar svo ég ákvað fyrir tvem vikum að planið fyrir þessa helgi væri að plana EKKERT! Fyrir tvem vikum vöknuðum við Irinja ótrúlega hressar, fengum morgunmat í rúmið og skelltum okkur til Tours þar sem við hittum Gabriellu á leiðinni, í Tours hittum við alla skiptinemana í fylkinu okkar. Skelltum okkur á útsölur, týndum helmingnum af hópnum og fórum síðan á kaffihús í gamla bænum, það var rosalega fínt og þetta var svona nokkurnveginn kveðjustund fyrir þá sem eru á leiðinni heim til sín núna! Ég, Irinja, Abigail og Gabriella fengum þó að upplifa alveg einstakt fyrirbæri og það voru sko alvöru mótmæli, það voru löggur allsstaðar í svaka búningum, með hjálma, skeldi og byssur, löggubílar um allt troðnir af löggum að hlusta í talstöðvar, lögguþyrla, slökkviliðsbíll og fleira. Slökkviliðsbíllinn sprautaði vatni á allt fólkið og þegar við ætluðum að fara á lestarstöðina kastaði löggan nokkrum táragas sprengjum sem dreifðust mjög hratt og mikið, við litlu skiptinemarnir vissum ekkert í okkar haus og hlupum því beint inn í táragasið! Við föttuðum ekki að snúa við og þessvegna héldum við bara áfram að hlaupa og vorum virkilega að drepast í lungunum og augunum, þetta var fáramlegt!!! Komumst síðan loksins út úr reyknum og ætluðum að halda áfram til að ná á lestarstöðina en elsku löggan bannaði okkur að fara þangað útaf hættu, hellú afhverju voruði að kasta þessu drasli ef þið teljið það hættulegt! En það var ótrúlega næs kona sem gaf okkur augndropa og svo misstum af lestinni en tókum þá bara aðra og við Irinja gistum hjá Gabriellu í Bourges. Daginn eftir fórum við í miðbæ Bourges og þetta er með flottustu borgum sem ég þekki, allt svo gamaldags og krúttlegt!

Síðustu helgi fórum við Irinja aftur til Tours og við fórum í búðir með Abigail og Rachel. Síðan kom Elínborg, ein af íslensku skiptinemunum, og við fórum út að borða og fleira. Alveg eitt það furðulegasta í heimi að tala íslensku, ég var ekki svona rugluð í ríminu þegar ég hitti Stellu í París en þarna talaði ég eiginlega allann tímann annaðhvort ensku eða frönsku, var engann veginn að ná því að hún kynni íslensku! Þegar við vorum búnar að borða tók við hernaðar leitun að einhverju húsi þar sem það var svona smá AFS hittingur, samt aðallega bara gamlir skiptinemar og einn kall fór til USA 1949!!! Þegar við vorum að fara var alveg vikilega skrítið að kveðja Rachel sem er einmitt að fara heim til sín til Ástralíu þessa helgi :(

Annars held ég að það sé ekki mikið fleira í fréttum, fjölskyldan er alltaf jafn frábær og franskan gengur vel! er byrjuð að lesa bækur á frönsku og ég skil ALLT! Kannski koma orð og orð sem ég skil ekki en annars er þetta allt að koma! Þá er það bara málfræðin, skriftin og allra erfiðast: SMS málið!! Já frakkar eiga það til að skrifa sms og á facebokk á sérstöku máli sem þau kalla SMS málið og þá er bara skrifað það sem er borið fram, stundum getur verið MJÖG erfitt að skilja það!

ég vissi að hóst mamma mín gæti ekki þagað alveg fram að fríinu hvert við myndum fara en við erum semsagt að fara í fylki í Austur-frakklandi sem heitir Alsace og er við landamæri þýskalands. Fríið er frá 19.febrúar til 7.mars og við verðum þarna í 8.daga! hlakka rosa mikil til, strasbourg, þýskaland, kannski lúxemborg og margt fleira! :)

Annars blogga ég örugglega fljótt aftur ef ég skipti um bekk, er samt frekar mikið stressuð því ég þekki engann þar nema einn strák sem er með mér í Anglais Renforce…já það þýðir það að ég verð ennþá í ensku fyrir lengra komna, á sama tíma og þá með Irinju og Saami. En toodles krútt..ég ætla að fara að skrifa bréf til virðulega skólasjóranns míns, OG AFS!!

og talandi um AFS þá er AFS helgi eftir tvær vikur, núna um helgina koma nýju skiptinemarnir en það eru nú ekki margir…í mitt fylki koma 4 skiptinemar: Þýskur strákur sem verður í tvo mánuði og í hálft ár er Stelpa frá Kólumbíu, strákur frá Paraguay og síðan Bandarísk stelpa sem er einmitt besta vinkona Gabriellu síðan þær voru þriggja ára. Hún er búin að vera að röfla í okkur síðan í október eða eitthvað að hún voni að Anna vinkona sín verði í fylkinu okkar og við nenntum varla að hlusta á hana því við vissum að það myndi aldrei gerast. Svo fékk Anna bráðabirgðarfjölskyldu í austur frakklandi minnir mig en svo breyttist það og hún mun búa um 16 km frá Bourges og skólinn hennar er í Bourges, samt ekki sami skóli og Gabi er í en guð minn góður hverjar eru eiginlega líkurnar á þessu!

og og.. (ég ætla aldrei að hætta).. er búin að fá þessa spurningu oft: er þér ekki farið að hlakka til að koma heim? og svarið er NEI haha ég elska svo mikið að vera hérna og ég trúi því ekki að ég er búin að vera hérna í 5 mánuði sem þýðir aðeins að ég fer heim eftir 5 mánuði og mér finnst það allt of stutt! núna þegar ég er komin upp fjallið er það niðurleiðin sem er alltaf lang skemmtilegust, hver dagur er ævintýri! ég þakka guði á hverjum degi fyrir hvað ég er heppin, er búin að vera að reyna að kenna frökkum faðir vor á íslensku og í ljós kom að ég kann það ennþá og frakkarnir segja bara: ólýsanlegur framburður! jee

Posted in Óflokkað | 9 ummæli »

2011

8. janúar 2011 | Rósa Margrét

Heil og sæl elskurnar mínar, og þá meina ég elskurnar mínar því þetta blogg er tileinkað mínu fólki. Ég ákvað að hætta að blogga vegna þess að mér finnst svo ekkert gaman að í hverri viku koma yfir fimmtíu manns á síðuna mína og ég hef bara ekki hugmynd um hverjir það eru. Allir urðu svo fúlir yfir því að ég ætlaði að hætta að blogga svo ég ákvað að nota tæknina og læsa bara blogginu!

Ég man ekkert nákvæmlega hvað ég er búin að gera þessa daga en þeir hafa svo sannarlega verið yfirfullir af allskonar lýsingarorðum!! Ég er búin að vera hér í 4 mánuði og þegar ég hugsa út í það fynnst mér eins og þetta sé bæði búið að líða sem einn mánuður en einnig eins og eitt ár. Þessir mánuðir hafa verið ótrúlega viðburðarríkir, held ég hafi aldrei lært jafn mikið á svona stuttum tíma en þá einnig örugglega erfiðustu fjóru mánuðir í heimi. Haha þetta er flókið og það er eiginlega ekki hægt að útskýra þetta nema gerast sjálfur skiptinemi. Sama hvað ég fór á mörg undirbúningsnámsskeið og kynningar um AFS hafði ég ekki hugmynd um hvað væri að fara að gerast fyrr en ég var farin af Parísarnámsskeiðinu og komin til fjölskyldunnar! Búmm!

Þegar ég kom í september var ég nánast hrædd við að halda jólin hérna, var svo harð ákveðin í að ég gæti svo engann veginn haldið jólin öðruvísi en ég er vön. Annað kom á daginn, þegar jólin skullu á var ég svo alls ekki með heimþrá, hoppaði bara allskát um allt klukkan 7 (6 á íslenskum tíma) og óskaði öllum gleðilegra jóla á Íslensku. Um áttaleytið var borðað, ég vissi að Frakkarnir eru ekki jafn mikið fyrir að dressa sig upp en ég ákvað þó samt að gera mig fína. Ég og fósturmamma mín vorum einu sem fórum í sturtu fyrir matinn en hún er alltaf í sturtu svo það er ekkert að marka!  Í matinn var ýmisslegt, eins gaman og frökkum fynnst að borða en það voru tveir forréttir, byrjuðum á Champagne et petits fours. Einn forrétturinn var Foie gras avec toast pain d‘épice et confiture d‘oignon, mjög vinsæll jólaforréttur og ekki get ég sagt að það sé það besta sem ég hef smakkað en þetta eru semsagt andarlifur með sérstöku brauði og lauk-sultu! Aðalrétturinn var Norvegien – fond d‘artichaut + sauce + oeuf poché et tranche de saumon. Kann ekki nákvæmlega að þýða þetta því ég hef eiginlega ekki hugmynd! Það var allavegana egg og lax í þessu. Í eftirrétt var síðan dýrindis terta, eins og þær eru alltaf góðar á bragðið!!

Borðaði fleira sniðugt í jólafríinu, fékk STRÚT á jóladag sem er eitthvað alveg nýtt fyrir mér (held ég!) og daginn fyrir gamlárs fórum við á kínverskann veitingarstað sem er miklu betra en ég bjóst við, ætla svo pottþétt aftur! Og aftur!

En talandi um allann þennann mat þá get ég verið stolt af því að matargenin mín hafa svo sannarlega þroskast hér í Frakklandi. Hef tekið eftir því að það skiptir ekki máli hversu ógeðslegur maturinn í skólanum er, enginn kvartar! Á heimilunum kvartar enginn! hvar er allt matvanda fólkið?? En já eins og frakkar tala um matinn sinn sem besta í heimi en ég held því fram að þetta er bara venjulegur matur. En þó aðeins öðruvísi en maturinn á íslandi því ég borða matinn minn hérna! Fæ meira að segja klapp á bak fyrir að fá mér kæfubrauð í forrétt (fannst það ógeð þegar ég kom hingað en núna rosa rosa gott) og osta í eftirrétt en það gerist því miður of sjaldan. En þó kemur það í ljós hvort ég muni líka klára matinn minn þegar komið verður til íslands aftur, það verður gaman að sjá.

Ég hafði það rosa gott um áramótin, frekar notaleg og engin læti eins og síðustu sautján ár hjá mér. Að sprengja upp flugelda sjálfur er alveg stranglega bannað á áramótunum en ég hef þó heyrt að þau gera það á þjóðhátíðardeginum sínum 14.júlí sem ég mun því miður rétt missa af. Megan, skiptinemi frá Kanada kom til mín 23.des, Gabriella frá Ohio kom til mín 30.des og þær fóru báðar 2.janúar. Megan var yfir jól og áramót hjá mér vegna þess að fjölskyldan hennar er **.. en Gabi er vinkona mín sem var líka hjá mér í hinu fríinu og hún kom bara til mín því hana langaði til þess, ekkert vesen :) Það var mjög fínt að hafa þær báðar og við gerðum ýmisslegt skemmtilegt. Irinja kom líka og gisti eina nótt hjá mér svo þetta var svo sannarlega skiptinemafrí..eða eitthvað! En mér líkar rosa vel við Gabi og næstu helgi ætlum við skiptinemarnir í fylkinu mínu að hittast í Tours og síðan tek ég lestina með Gabi og gisti hjá henni:) alltaf svo gaman að vera skiptinemi!

Þegar ég tala um lestir ætla ég að segja ykkur stolt að ég er byrjuð að taka lestina í skólann. Þó ég hafi búið í Reykjavík í 10 ár get ég ekki sagt að ég sé ekta borgarbarn þar sem ég hef aldrei lært á þetta helvítis strætókerfi, gleymi því aldrei þegar ég var lítil og fór með Karen í kringluna nánast hvern einasta föstudag og ég ýtti á stoppi bjölluna alltaf tvem til þrem stoppistöðum áður því mér fannst þetta líta út eins og kringlan. eða þegar ég var í sirka 4 bekk og var að fara heim úr sundi með vinkonu minni, við ákváðum að taka strætóinn sem kæmi á undan svo við hlupum yfir götuna þegar næsti strætó kom og fórum þar af leiðandi lengst niður í bæ og okkur var hennt út úr strætónum á Hlemmi og ég held ég hafi aldrei verið jafn hrædd og þegar við sátum inni og rónarnir komu allir að bjóða okkur bjór. síðasta skiptið sem ég villtist í strætó er ekki fyrir svo löngu en þá þurfti pabbi einmitt að koma að sækja mig lengst niður í bæ.

en hvað um það, franska lestarkerfið: ekki mjög flókið en maður þarf þó að vita í hvora áttina maður ætlar svo fyrsta daginn minn töllti ég voða hress yfir lestarteinana og beið bara…ein! komst svo að því að ÞAÐ ER STÓRHÆTTULEGT AÐ LABBA YFIR LESTARTEINANA!!! allt blessaðist þó en heimleiðin er þó aðeins erfiðari, stundum stoppar lestin og snýr við, eða heldur áfram svo ég veit eiginlega ekki hvort ég sé á leiðinni heim eða til Salbris. ég LOFA það mun koma sá dagur sem ég tek vittlausa lest, það mun kosta mig mikinn tíma og vesen því það er ekkert bara hægt að hoppa út og hringja í pabba…

Ekkert smá mikil kvöl og pína sem fylgir því að taka lestina þar sem ég (morgunglaða manneskjan) þarf að vakna 6.30, út úr húsinu kl. 7, í lestinni til 7.45, rútu í 5-10mín, skóli til SEX, bíða eftir lestinni og LOKSINS komin heim klukkan sjö að kvöldi til þegar ég þarf að fara í sturtu, borða, sofa og endurtaka þetta allt saman aftur. Það er svo engann veginn auðvelt að vera FRANSKUR nemandi í Frakklandi þar sem þau gera mjög mjög mikið af heimanámi, eintóm gleði. Ég hressi mig þó við það að vera búin klukkan 12 tvisvar í viku þó svo að næstu vikur mun æðið halda áfram þar sem ég mun þurfa að fara í allskonar „verkefni“ utan skóla.

Fjölskyldan mín er æði, tel mig mjög heppna og ég er ekki ein um það þar sem ég hef fengið komment frá skiptinemunum sem hafa dvalið í húsinu mínu um það hvað ég er heppin, hvað fjölskyldan er frábær og svo framvegis. Ég elska hvað þau eru áhugasöm, opin og hafa gaman af öllu sem ég segi. Ég er ekki eina sem viðurkenni það að samband mitt á milli syskinanna hafi verið svolítið erfitt í fyrstu. Stelpan talar nú ekki orð í ensku en ég kynntist henni rosa vel um jólin þegar við gerðum margt saman og spjölluðum helling, hún er ábyggilega feimnasta manneskja sem ég hef hitt! Ég er alveg viss um að strákurinn hafi verið hálf hræddur við mig svona fyrstu 2 mánuðina, við töluðum aldrei saman og fyrsta skiptið sem við vorum tvö ein heima spurði ég hvað hann væri að gera og hann horfði á mig skíthræddur. Haha en þetta er allt horfið og mér líkar mjög vel við hann núna, hann er alveg hættur að vera feiminn og í staðin fyrir að vera hræddur við mig hlær hann bara að mér því ég geri svo mikið af skrítnum hlutum..

það eru þó ennþá tveir fjölskyldumeðlimir sem mér hefur ekki tekist að komast í sátt við, það eru kettirnir á heimilinu..við rífumst eins og ég veit ekki hvað og verða þeir alltaf svo reiðir út í mig þegar ég tek þá og fer með þá út úr herberginu mínu og ég fékk svo sannarlega illa “kvessu” í gær. þetta hef ég svo sannarlega ALDREI séð neinn kött gera…ég held þeir virkilega hata mig og ég get ekki sagt að ég sé eitthvað svakalega spennt fyrir þeim. sérstaklega hvíta kettinum, hann er algjör frekja!!!

Já og GLEÐILEGT NÝTT ÁR! Gleymdi því alveg, það er núna árið 2011 sem gleður mig mikið því mér finnst svo gaman að skrifa það…þó ekki jafn skemmtilegt og 2000! Árið 2010 var frábært í alla staði og gleymi þó aldrei fiðrildunum sem dingluðu í maganum á mér frá janúar til september útaf skiptinemabrasinu mínu! Er svo fegin að hafa ákveðið að fara hingað vegna þess að þetta er allt svo þess virðis, þó ég hafi nú ekki vitað að þetta væri líka erfitt en að koma heim með nýtt tungumál, fjölskyldu og vini í öðru landi, AFS vini um allann heim, helling af minningum, upplifunum, menningardóti og bara allt er bara það frábærasta í heimi! Ég er líka svo glöð að hafa valið Frakkland! Átti í virkilega miklum vandræðum með að velja land en eftir mikla hugsun ákvað ég að mig langaði að kynnast menningu Ný Sjálendinga og tala góða ensku. Fiðrildin sögðu að ég væri að gera eitthvað vittlaust svo ég skellti mér á AFS skrifstofuna og talaði við hana Lindu sem sagði mér alveg rosalega mikið um löndin og þó ég hafði hugsað aðeins um Frakkland var þetta svona nokkurn veginn skyndiákvörðum svo það þurfti að endurkalla umsóknina mína sem komin var til Nýja Sjálands en í staðin fékk ég SEINASTA plássið til Frakklands sem ég var í rauninni að stela af einhverjum sem var ekki búinn að staðfesta sína umsókn hihi.

En átstæðan fyrir því að ég er glöð yfir að hafa valið þetta land er öll náttúrufegurðin, þetta er svo stórt og svo margt að sjá, París er alltaf æði, Effel turninn mun alltaf vera besti vinur minn, tungumálið er erfitt (tel það mjög jákvætt því ég er næstum búin að ná því),

Kannski ekki svo skemmtilegir hlutir um frakkland (ekki vera neikvæð rósa blablabla, maður þarf alltaf að segja þessa hluti líka)…krakkarnir eru mjög lokaðir, það er bannað að vera einn úti í myrkri því það eru svo margir „flakkarar“ í bænum mínum sem ég nenni ekki að útskýra en þeir eru hættulegir, skóladagurinn er ALLTOF langur, kennararnir svo sannarlega ekki sjontí og „ferska loftið“ er ekki ferskt…

man ekki hvort ég hafi sagt það hér en við Irinja ákváðum að eftir áramót myndum við aðeins tala frönsku og ég get sagt að það hafi gengið bara ágætlega, auðvitað tölum við ekkert BARA frönsku en nánast og það er mjög skemmtilegt hvernig við breytum bara allt í einu um tungumál og stundum fatta ég ekki einu sinni hvort ég sé að tala frönsku eða ensku fyrr en ég pæli í því þegar maður kann bæði segir maður bara eitthvað! ég dýrka að læra frönskuna, ég er að fara að hitta konu sem er frönskukennari og hún ætlar að hjálpa mér að skrifa á frönsku sem er dálítið mikið erfiðara en að tala, finnst mér!

GALETTE! gömul frönsk hefð er að hafa galette (googlið) í eftirrétt alla daga í Janúar! það er lítið dót inní galettunni og sá sem fær dótið innifalið í sinni sneið fær kórónu og auðvitað að eiga dótið, en kannski ekki jafn skemmtilegt að sú manneskja þarf að kaupa næstu galettu! haha en þær eru góðar!

VEÐUR! ætla að byrja á því að ég var að skoða AFS síðu sem var að lýsa íslandi og það stóð að íslendingar móðgast ef talað er um veðrið í matarboðum eða eitthvað þannig…man ekki hvernig þetta var orðað en allavegana mjög asnalega! veðrið hérna er byrjað að vera mjög gott, bjóst allavegana ekki við þessu…það var búið að segja við mig að það ætti að vera -5 til -15 alveg fram í lok janúar og síðan fer aðeins að lagast og svo mun rigna ALLLANN mars og örugglega stórann hlut af febrúar líka en síðan á að byrja að vera gott veður í Apríl…ég tel veðrið bara nokkuð gott þar sem það er búið að vera 15 stiga hiti í nokkra daga, um daginn kom VINDUR! aldrei datt mér í hug að ég gæti saknað vindsins en í þetta eina skipti sem kom vindur get ég ekki sagt að hann hafi verið mikill en hann var heitur þannig það var bara gaman!! það má segja að það sé komið íslenskt sumarveður til frakklands! er þó frekar stressuð yfir sumrinu vegna þess að það er yfirleitt 30-35 stig yfir allt sumarið þar sem ég bý..

ég veit það er frekar langt þangað til en ég hlakka rosa mikið til næstu AFS-helgi um miðjann febrúar því þá koma nýjir skiptinemar til að vera í hálft ár á þá verðum við “skiptinemarnir með ráðin” haha nei djok en samt gaman að kynnast nýjum hressum krökkum :)…ps. vonandi íslendingur!! þó það er aldrei að fara að gerast..já og meira, er smá pirruð eins forvitin og ég er að þá sagði host mamma mín við mig og host syskini mín að fyrstu vikuna í febrúarfríinu (16 dagar takk fyrir elskurnar mínar) og hún ætlar ekki að segja okkur hvert verður haldið, við þurfum bara að pakka viðbúin öllu og svo verðu bara keyrt af stað…þau ætla ekki einu sinni að nota gps tækið, það er gamli taktíkinn og tekið kortið á þetta! allt til að gera okkur forvitin! ps. ég fæ líka 16 daga frí í Apríl…æj já þið örugglega líka

en það gleður mig að þú hafir nennt að lesa þetta blogg og vona að þú skiljir eitthvað krúttlegt eftir handa mér í kommentunum, annars segji ég þér ekki lykilorðið á næstu færslu! mú,ha,ha,

Góða nótt Ísland, þið eruð sæt.

Posted in Óflokkað | 13 ummæli »

lykilorð

7. janúar 2011 | Rósa Margrét

sendið mér póst á oladottir_@hotmail.com eða á facebook til að fá lykilorðið á bloggin hér fyrir ofan.
ég hef mínar ástæður en það skiptir engu máli hver vill fá lykilorðið, bara spyrja!

-Rósa Margrét

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

« Fyrri færslur Nýrri færslur »